Freyr - 01.11.1938, Qupperneq 4
162
PRE YR
\
smíði og flest hans eigin verk. Fátæktin
hafði kennt honum að komast af með
lítið, og svo virtist sem honum gæti orðið
allt að verkfærum, þegar þess þurfti við.
Þótt verkfæra kostur væri lítill við
þessa fyrstu túrbínusmíði, bælti hann
úr því eftir hendinni, með því að smíða
sér verkfæri. Aðkeypt verkfæri hans
voru aðeins hamarinn, steðjinn og járn-
sagarblaðið. En smíðinni skilaði áfram
og túrbínan reyndist skila ágætlega því
afli, sem til var ætlast. Þótt Bjarni hafi
skilað mörgu glæsilegra verki síðar, en
þessari fyrstu túrbínu, er óvíst að hann
hafi nokkru sinni unnið meira afreks-
verk, þegar tillit er tekið til alls. Nú hefir
þetta hlaupahjól verið hirt úr úrgangs-
járnhlaðanum og er geymt sem stáss-
gripur í stofunni í Hólmi. Svo einkenni-
lega vill til, að eins og Bjarni byrjaði
hér í Hólmi, sem brautryðjandi nýs tíma
í rafmagnsmálum sveitanna, svo endar
hann líka þetta starf sitt í Hólmi. Það
síðasta, sem hann hreyfði hönd að í
smiðju sinni, var að ljúka við nýja raf-
stöð í Hólmi, miklu aflmeiri en þá, er áð-
Hólmur
í Landbroti.
ur var. Var stöð þessari með naumindum
lokið, er Bjarni lézt, en stækkun stöðv-
arinnar var nauðsynleg, vegna hins nýja
frystihúss, sem Bjarni var byrjaður á og
tilheyarandi véla, sem þegar voru komn-
ar. Frystihúsið reisti Bjarni árið 1936
fyrir heimili sitt, en svo var það notað til
frystingar á kjöti til Sláturfélags Suður-
lands. Árið sem leið var slátrað 6000 f jár
í Hólmi, en í haust nokkru minna. Starfs-
ferill Bjarna í rafmagnsmálum, er á milli
þessara rafstöðva, sem hann reisti í
Hólmi.
Á síðari árum hafði Bjarni kost hinna
fullkomnustu tækja við smíðar sínar. Nú
létta aflmiklir rafknúnir dynamóar starf
verkamannsins. í stað litla rennibekks-
ins, sem Bjarni smíðaði sjálfur og notaði
við túrbínusmíðar í fyrstu, eru nú komn-
ir tveir, stærri og minni, sem látlaust —
stundum nætur og daga — urguðu á
járninu í túrbínurnar. Auk borvéla, sem
ganga fyrir rafmagni og fjölda verk-
færa, eru þar logsuðu- og gassuðutæki.
Innanbæjar er rafmagnið látið snúa skil-
vindu og strokk, hita vatn í bað o. fl.