Freyr - 01.11.1938, Blaðsíða 5
FRE YR
163
Bjarni kom í alla landsfjórðunga til
leiðbeiningar við rafvirkjun. Leiðbeindi
hann bæði á vegum Búnaðarfélags Is-
lands og Búnaðarsambands Suðurlands.
Ótal fyrirspurnunum svaraði hann í all-
ar áttir. Alls smíðaði hann og sá um smíði
á eitthvað á annað hundrað túrbínum og
setti upp talsvert fleiri stöðvar að auk.
Rafstöðvar hans eru dreifðar víðsvegar
um Suður-, Yestur- og Norðurland. Fáum
mun hafa auðnast það í eins ríkum mæli
og Bjarna, að veita birtu og yl í huga og
híbýli manna.
Þótt Bjarni hafi orðið frægastur mað-
ur fyrir rafstöðvar sínar, vita þeir, sem
kynntust honum meira en af afspurn, að
hann var afburðamaður á fleiri sviðum.
— Hann var verkmaður svo af bar, að
hverju sem hann gekk. Hugur og harð-
fengi hefir ef til vill orðið ofjarl heilsu
hans, sem ekki var að sama skapi sterk,
þótt eigi væri það sjáanlegt, þegar að
verki var gengið.
Bjarni var smiður af Guðs náð, hann
naut engrar kennslu, lífið var skóli
hans. Engin var sú vél, að Bjarni virtist
eigi þekkja hana og kunna hennar full
skil. Öllum fagmönnum var því ofaukið
þar sem Bjarni var, þótt hann ætti við
hin vandasömustu viðfangsefni.
Samferðamenn Bjarna eiga, í minnir.g-
unni um hann, margar myndir, sem ekki
gleymast. Þeir minnast atvika, þegar
ekkert virtist fyrir hendi til bjargar þv;,
er bjarga þurfti, en þá sá hann jafnan
ráð. Urðu þá fáir til þess að grípa fram
í fyrir Bjarna, þegar svo stóð á.
Æfi Bjarna, í'rá því hann komst úr
æsku, var óslitið brautryðjandastarf.
Fór hann heldur eigi varhluta í byrjun
af misskilningi og áróðri, heldur en aðrir
brautryðjendur. Fyrstu sláttuvélina, sem
að verulegum notum kom í sýslunni, aust-
an Mýrdalssands, keypti Bjarni. Vann
Landbúnaðarsýninp danska.
I. Bellahöj.
í einu úthverfi Kaupmannahafnar
liggur hæð ein, sem er all-há á danska
vísu og heitir Bellahöj. Fyrir fáum árum
lá hún utan Kaupmannahafnar, og þá
klædd bændabýlum, ökrum og skógi. Á
síðasta aldarfjórðung hafa í kringum
Bellahöj risið upp stórar byggingar,
verksmiðjur, nýtízku verkamannabústað-
ir, villur ríkra manna, steyptar götur o.
s. frv. Það er að segja, Kaupmannahöfn
hefir teygt armana út fyrir Bellahöj og
lokað hana inni í faðmi sínum. Bellahöj
er einskonar rjóður í sjálfri borginni, um
30 ha. að stærð, þar af 15 ha. skógur,
hitt akrar.
Af Bellahöj sér inn yfir mest alla
hann með henni víða á bæjum fyrir lítið
endurgjald, en sýndi í verki nauðsyn
sláttuvéla. Bjarni átti fyrsta bílinn, sem
fór yfir vötn og vegleysur Skaftafells-
sýslu. Var það upphaf þess, að landleiðir
voru bættar austur, og vegir lagðir með
tilliti til notkunar bíla.
Þessi dæmi eru aðeins nefnd af mörg-
um, sem sýna framkvæmdir Bjarna um
fleira en það, sem hann hefir orðið lands-
kunnur fyrir.
Nú líta menn spyrjandi heim að Hólmi.
Ilvað verður um Hólminn? Það er hljótt
yfir Hólmi við fráfall Bjarna. Járnspæn-
irnir þjóta ekki lengur útaf rennibekkj-
u.aum. Leiftur logsuðunnar sjást ekki
meir. Á hinn létti vélakliður aldrei að
heyrast í Hólmi framar? — Gestrisni
Bjarna og hjálpsemi kemur hverjum í
hug, sem heim lítur, en hvað verður gert
fyrir minningu hans?
Þykkvabæ í okt. 1938.
Þórarinn Helgason.