Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1938, Qupperneq 7

Freyr - 01.11.1938, Qupperneq 7
FRE YR 165 a. Jarðræktin. I tjaldi með um 500 m2 gólfflöt, voru helztu og þýðingarmestu rannsóknir cg tilraunaniðurstöður jarðræktarinnar sýndar, aðallega í þrem liðum, þ. e. 1. jarðvinnslu og áburðarnotkun, 2. ræktun nytjajurtanna bg 3. uppskeran, magn hennar, gæði og notkun. 1 fyrstu liðunum var gefið yfirlit yfir mismunandi jarðvegstegundir í Dan- mörku, vinnu við jarðvinnslu og ræktun, og ennfremur þörf nytjajurtanna fyrir kalk. Þessu var haganlega og skipulega fyrir komið með kortum, línuritum og myndum. Undir þann lið heyrði ennfvem- ur húsdýraáburðurinn, geymsla hans og notkun. Þar var sýndur hinn mikli munur á mismunandi aðferðum við að koma hús- dýraáburðinuum niður í jörðina. Lærdómsríkur pistill fyrir oss Islend- inga, að sjá eitt hlass af kúamykju plægt ofan í jörðina strax, gera sama gagn og tvö hlöss, sem voru látin liggja ofan á að eins í fjóra daga, en þá plægt niður. Þá var einnig gerður samanbvrður á verð- mæti húsdýraáburðar og tilbúins áburðar. Öðrum lið, ræktun nytjajurtanna, var skipt niður í þrennt: korn, rótarávexti og belgjurtir. Þar var gert yfirlit yfir mis- munandi notagildi tegunda, afbrigða og ætta, innan hvers flokks, með sýnishorn- um afbrigðanna. í þessari deild var og haganlega fyrir komið sýnishornum af jurtasjúkdómum og upplýsingum um varnir gegn þeim o. fl. í miðju tjaldi voru sýndar þær grasteg- undir, sem voru ræktaðar fyrir 150 árum, og þær, sem nú eru ræktaðar, og saman- burður gerður á uppskerumagni þeirra og notagildi. Á stóru landabréfi af Dan- mörku var sýnd lega allra tilraunstöðv- anna, og gert mjög greinilegt yfirlit yfir alla tilraunastarfsemi jarðræktarinnar. Heimili allra ráðunauta voru merkt á kortinu ásamt bændaskólunum. í tjald- inu var ennfremur partur af eínarann- sóknastofu, sem eingöngu starfar í þágu j arðræktarinnar. í þriðja liðnum var sýnt, aðallega með línuritum, hið vaxandi uppskerumagn, bæði af flatareiningu og landsins í heild, síðustu 100 árin. Uppskeran er nú af sum- um tegundunum margföld á við það, sem áður var. Á einum stað var sýndur korn- vöruiðnaður, og þar með yfirlit yfir neyzlu af dönsku og útlendu korni í Dan- mörku. Þar var brauð bakað úr mismun- andi afbrigðum af korni. Nú á síðustu ár- um hefir verið gert all-mikið að því að rækta ný afbrigði, sem gott sé að baka brauð úr, og gefa mest eftirsóttu brauðin. Heildaryfirlit yfir allan iðnað, sem not- ar hrávörur landbúnaðarins, þróunarsaga hans og allar þær vörutegundir, sem framleiddar eru úr þessum efnum var sýnt, bæði með sýnishornum, línuritum og góðum Ijósmyndum. Á all-stóru svæði, úti undir berum himni, var haganlega fyrir komið náttúr- legri sýningu í tveimur smækkuðum myndum, þar sem önnur sýndi hvernig jörðin var notuð og henni skipt um 1788, þegar allir bæirnir stóðu í einni þyrp- ingu ,,Landsby“, með litlum og illa lög- uðum ökrum, er höfð voru á áraskipti. Þeir voru smáir og kúptir, óreglulega skipt niður og lágu langt út frá húsunum. Akrarnir höfðu verið ræktaðir smátt og smátt í hundruð ára, en aðeins smáspild- ur í einu. Þeir voru illa ræktaðir og þétt vaxnir illgresi. Hin myndin var af sjálf- stæðum nútíma bóndabæ, með fallegum ökrum, skrúðgarði, verkfærum, girðing- um, malbikuðum þjóðvegi og rafiínu. Þessar tvær ólíku „myndir“ gáfu góða og skjóta hugmynd um tvenn tímabil í þróunarsögu jarðræktarinnar, þar mætt- ist gamli og nýi tíminn í dönskum land-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.