Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1938, Síða 8

Freyr - 01.11.1938, Síða 8
166 FRE YR t>Forevisningsringen“. búnaði: Kyrrstaða og framfarir. Gamli tíminn, sem bar vott um trúleysi á mögu- leikana, er aftur skapaði ýmsa erfiðleika, sem fólk trúði að ekki yrðu læknaðir með neinum ráðum, og sízt með breytingum og nýungum frá hinum aldagömlu venjum. Mynd nýja tímans bar vott um flest hið mótsetta. Hún bar vott um bjartsýni bændanna og trú á möguleikana. Hún bar bændunum ennfremur fagurt vitni fram- fara og menningar síðustu tíma, um dugn- að þeirra og elju, og skilning á tækni og vísindum nútímans. b. Húsdýraræktin. Fyrir tæpri öld síðan höfðu menn mjög lítið rannsakað lífeðlisfræði dýranna, hvorki efnaskifti líkama þeirra, eða verð- mæti fóðurefnanna, en á síðari hluta 18. aldarinnar urðu Danir brautryðjendur á þessu sviði, með docent N. J. Fjord í broddi fylkingar. Síðustu áratugina hef- ir próf. Möllgaard, við landbúnaðarhá-' skólann í Kaupmannahöfn, gert mjög merkar rannsóknir á sviði fóðurfræðinn- ar. Þróun þessa mikilvæga þáttar búnað- arins var á sýningunni fyrirkomið með þeim fullkomnustu tækjum, sem nú þekkjast. Þar voru beinagrindur úr hús- dýrum, sem höfðu þjáðst af steinefna- vöntun og bætiefnaskorti í fóðri. Einnig lifandi svín með beinkröm og fleiri fóður- sjúkdóma. Efnarannsóknarstofa og dýra- spítali, með mjög fullkomnum áhöldum. Danir hafa nú í 100 ár lagt mikla vinnu og mikið fje í kynbætur húsdýra sinna. Þeim hefir orðið geysi mikið ágengt í því efni. Kýrnar hafa á síðustu 100 árum allt að því þrefaldað nytina. Árið 1930 var haldin landbúnaðarsýn- ing í Kaupmannahöfn, og stóð allt Sjá- land að henni. Bezta nautið á þeirri sýningu var af rauða danska mjólkur- kyninu og hlaut þar heiðursverðlaun konungs. Síðan hafa hálfsmánaðar gaml- ir nautkálfar undan þe'ssu nauti selzt

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.