Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1938, Síða 10

Freyr - 01.11.1938, Síða 10
168 FRE YR sölurnar, til þess að bæta búpeninginn. Þeir geta nú lagt tölurnar á borðið, með skýrslum og ættbókum, sem tala sínu máli til afkomendanna og gefa þeim fastan grundvöll að starfa á. Bezta kynbótanautið á sýningunni í ár var hálfbróðir konungsverðlaunanauts- ins 1930, og er af danska rauða mjólk- urkyninu. Danskt svínakjöt (Bacon) er það bezta, sem ennþá flyzt á enskan markað. Józki dráttarhesturinn stendur jafnfætis beztu hestakynjum heimsins. Það munu margir sýningargestanna hafa litið svo á, að húsdýr þau, sem sýnd voru, hafi verið það, sem sýningin hafi fyrst og fremst hlotið frægð sína fyrir. Það er heldur ekki ósennilegt að svo hafi verið. Miðdepill sýningarsvæðisins var einskonar hringleikssvið („Forevisnings- ringen“) (sjá mynd), þar sem sýning- argripirnir voru leikendur. Það var til- komumikil sjón að sjá þar í skipulögðum röðum á 9. hundrað úrvals nautgripi, um 300 hesta, spriklandi af fjöri og gljáw andi sem sllki. Það var sjón, sem aldrei gleymist og það hlaut að vekja hrifningu allra áhorfenda og stolt bændanna. Það hrífur alla bændurna með. Þeir, sem ekki höfðu haft trú á kynbótum og ræktun eða góðri meðferð húsdýranna, sann- færðust hér um gildi þess. Þetta var e. t. v. sterkasti þáttur sýningarinnar fyrir danska bændur, sem hana sóttu. Búfjár- sýningar yfirleitt gera ávalt sitt mikla gagn á þann hátt, að auka samkeppni á milli beztu bændanna, og auka áhuga hjá þeim, sem skemmra eru komnir, sbr. grein mína ,,Frá Danmörku“ í 31. árg. Freys, bls. 196. Bellahöj-sýningin mun ekki að- eins um aldur og æfi verða dönskum bændum til mikils sóma, heldur mun hún einnig verða þeim til varanlegrar Kvillar í sumar. Talsverð brögð urðu að ýmsum plöntu- kvillum í sumar. — Var kálmaðkurinn verstur viðfangs hér í Reykjavík. Eyði- lagði hann mikið af káli, einkum blóm- káli, og nagaði auk þess rófur allmikið. Framan af sumri nagaði maðkurinn rót- arkál jurtanna svo þær visnuðu og ultu um koll. Síðar át hann sig inn í rófurnar sem eftir lifðu, svo þær urðu allmjög maðksmognar. Mun maðkurinn nú einn- ig kominn til Akureyrar og Blönduóss. Helsta varnarráðið er að vökva kring- um plönturnar með sublimtvatni, þegar egg kálflugunnar sjást. Eggin eru við rótarháls jurtanna, rétt neðan við yfir- borð moldarinnar. Eru eggin hvít, aflöng og vel sjáanleg með berum augum. Nokk- ur vörn er í því að bera sót í garðana. Svo er sjálfsagt að treysta ekki á blóm- kálið eingöngu, en rækta einnig græn- kál, hvítkál og toppkál, sem betur þola áhlaup maðkanna en blómkálið. í garði Atvinnudeildarinnar voru Gautarófur minna skemmdar af maðkinum en aðrar rófutegundir. Er vert að gefa gætur að þessu framvegis, því ekki er víst að allar teg. séu jafnnæmar fyrir maðkinum. (1 sumar sáust fyrstu kálflugueggin seint í júní). Bórvöntunar varð einnig vart í rófum. Annars uxu Gautarófur, íslenzk- uppbyggingar í áframhaldandi lífsbar- áttu þeirra. Runólfur Sveinsson.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.