Freyr - 01.11.1938, Síða 11
FRE YR
169
ar rófur og Þrándheimsrófur hér vel í
sumar, en rússneskar rófur og Bang-
hólmsrófur illa.
Dálítið bar á sniglanagi í káli og róf-
um, en þó miklu minna en í fyrra, vegna
þurrari veðráttu, að minnsta kosti sunn-
anlands. Norðanlands hlupu kál og rófur
víða í njóla í sumar. Eiga vorkuldarnir
sjálfsagt sök á því. Kuldaáhrif flýta oft
fyrir blómgun plantna.
Nokkuð var um kartöflukvilla, en
skæðasti kvillinn, myglan, olli þó engum
teljandi skaða að þessu sinni. Þurrviðrin
á myglu-svæðinu forðuðu því fári. Svo
kom einnig sumstaðar næturfrost, er eyði-
lagði bæði sveppinn og kartöflugrasið.
Skæð verður myglan aðeins í röku og
sæmilega hlýju veðri. En myglunnar
varð víða vart í sumar. Sást hún hér um
20. ágúst á Rósinni, Gullperlu, Gullauga,
Júlí, Webbs og Sagerud. Vanrækið því
ekki varnirnar. Nokkrir hlýjir og rakir
dagar nægja til þess að myglan fari sem
logi yfir akur. Er hún skæðust á snemm-
vöxnum kartöflum að jafnaði, og flestar
eða allar íslenzkar kartöflur þola hana
illa. Dálítið bar á stöngulveiki, einkum í
Jubel, en þó minna en í fyrra. Eyvindur
er einnig nokkuð næmur fyrir stöngul-
veiki og allmikið var um hana í Jarðar-
gulli í fyrra. Stöngulveiki getur stundum
leynst illa, einkum ef vel er borið í garð-
ana. Kemur hún þá í Ijós á næsta ári.
Þannig var t. d. um ögn af Jubel-útsæði
frá í fyrra. Sást þá ekkert á grösunum
eða kartöflunum, en mikil stöngulveiki
kom fram í því í sumar. Venjulega verð-
ur þá stöngull sjúkra grasa svartur og
linur. Þarf að grafa slík grös upp og
flytja burt eða brenna. — Talsverð brögð
urðu að kláða, einkum í heitum görðum
og sandgörðum. Reynið að bera stækju
(brennisteinssúrt ammoniak) í kláða-
garðana, en varist að láta kalk eða ösku
í þá. Hafi verið borið á mikið af köfnun-
arefnisáburði, getur verið vafasamt að
nota stækju — sem er köfnunarefnisá-
burður — í þessu skyni, en þá er reyn-
andi að nota heldur superfosfat til
varnar gegn kláðanum, — T;gSaveiki
var talsverð í ýmsum kartöflutegund-
um. Berst hún með útsæði eingöngu
að heita má, en lifir ekki í görð-
unum. Verst leiknar voru íegundirn-
ar Favourite og Jórvíkurhertogi (Duke
of York), en veikin sást einnig í Böhms,
Webbs, Júlí, Deodara, Ergold, Jubel,
Sagerud og Ackersegen. Þetta er alls
ekki skaðlítil veiki. Kartöflurnar eru að
vísu hér um bil jafngóðar til matar og
heilbrigðar væru, en veikin dregur mjög
mikið úr uppskerunni. Sérstaklega verða
kartöflurnar smáar. Varist því að nota
smátt útsæði, ef veikin er í garðinum og
takið alls ekki útsæði undan sjúkum
grösum. Hjá Favourite voru 4 af hverj-
um 5 grösum tiglaveik í sumar, en þriðja
hvert gras hjá ,,hertoganum“. Kom í
ljós að hjá Favourite var helmingi
minni uppskera að jafnaði undan veiku
grösunum en hinum heilbrigðu. Hjá
,,hertoganum“ voru hlutföllin 3:5. Ef-
laust mætti losa þessar og aðrar tegund-
ir við tigalveikina með því að rækta út-
sæðið hér heima. Er hér lítið af skordýr-
um þeim, sem mest bera veikina milli
grasanna að sumrinu víða erlendis, og því
hægara um að þessu leyti. Þarf nauð-
synlega að hefja útsæðisrækt undir eft-
irliti hér á landi. Er jafnan hætt við að
kvillar berist með útlendu útsæði, þótt
reynt sé að gæta varúðar. Sumstaðar sást
að kartöflur aflöguðust á ýmsan hátt og
sprungur komu í þær. Bar helzt á þessu
í tegundunum Jubel og Alpha. Orsök
þessa er talin vera sveiflur á rakanum í
moldinni, og ber mest á því í þurrkasumr-
um. Þegar jarðvegurinn ýmist er blautur