Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1938, Page 13

Freyr - 01.11.1938, Page 13
FRE YR 171 Rjómabúin veita aðeins nokkrum hluta mjólkurinnar þ. e. rjómanum mót- töku. Hinn hlutinn, undanrennan, verð- ur eftir heima hjá framleiðandanum. Hann notar hana heima fyrir til skepnu- fóðurs og til manneldis. Kostir rjómabúa umfram mjólkurbúin liggja í því, að flutningskostnaður hráefnisins verður minni. Hús og áhöld eru ekki eins margbrofin né dýr. Þau taka minna af framleiðslunni, eru ódýrari framleiðslu- tæki, en hafa ekki eins góð skilyrði til framleiðslu góðra afurða, m. a. af því að hráefnið er venjulega eldra. Smjörsamlög er það fyrirkomulags- form, sem minstar kröfur gerir af þess- um þremur. Verksvið þeirra liggur í því, að þau veita smjöri meðlima sinna eins- konar ,,standardiseringu“. Þeir, er standa að smjörsamlagi, framleiða smjör heima, hver á sínu heimili, en venjulega salta þeir það ekki, heldur senda það á sameiginlegan stað: hnoðunarstöð. Á hnoðunarstöðinni er smjör meðlimanna hnoðað saman, saltað og gengið frá því endanlega, áður en það er selt viðskifta- vinum. Aðalverksvið þessara samlaga er því að breyta hinni margvíslegu heima- framleiðslu í vöru með ákveðnum vöru- gæðum, breyta framleiðslu heimilanna svo að hún líkist verksmiðjuframleiðslu, en jafnframt því sjá þau um sameigin- lega sölu og dreifingu smjörsins. Kostir þeirra liggja aðallega í því, að flutningskostnaður er gerður svo lítill sem mest má verða, og að þau gera litlar kröfur til samgöngu- og framleiðslu- tækja. Þau eru ódýrust allra þessara skipulagsforma. I Noregi, þar sem þessi smjörsamlög eru í miklum metum höfð, háttar víða svo til að samgöngutæki vantar, byggð- irnar eru afskektar, þar eru lítil ræktun- arskilyrði víða og peningagetan lítil. Þar sem svo háttar til, hefir ekki verið hægt að koma af stað mjólkur- eða rjómabú- um. Heimaframleiðslan hefir þar verið hið ríkjandi framleiðslufyrirkomulag. Á markaðinum hefir framboð af þessari heimaframleiðslu verið mikið. í sam- keppninni við afui'ðir mjólkurbúanna hefir heimaframleiðslan biðið lægri hlut. Vegna misjafnra vörugæða hefir hópur viðskiftavinanna ávalt orðið þynnri og þynnri. Svo hófst öld smjör- samlaganna, og þá nær heimaframleiðsl- an smátt og smátt rétti sínum gegn keppinaut sínum, verksmiðjuframleiðsl- unni. Hópur viðskiftavina verður nú æ stærri og stærri, eftir því sem þeir læra að meta og skilja heimaframleiðsluna. Ég hefi í 48. tbl. Tímans þ. á. lýst lít- illega þeim grundvelli, sem hin norsku smjörsamlög starfa á. Ég ætla ekki að endurtaka það hér, en benda aðeins þeim á, sem kynnu að hafa áhuga á þessu máli, ástandið eins og það er hjá okkur nú, og hvert hlutverk smjörsam- lög gætu innt af hendi í íslenzku um- hverfi. Af því, sem að framan er sagt, verður að teljast varhugavert að hugsa til bygg- ingar fleiri mjólkurbúa, bæði af því að markaður fyrir undanrennuna er mjög lítill, og eins af hinu hve dýr mjólkur- búin eru. Hinsvegar virðist þörf þjóðar- innar á f jölbreyttari búnaðarháttum mik- il. Einn þáttur í því starfi álít ég að ætti að vera stofnun smjörsamlaga, sem fyr- ir sameiginleg átök bændanna ættu að hljóta lagalega stoð og vernd löggjaf- arvaldsins. Eins og sakir standa virðist vera nægur smjörmarkaður til í landinu. Lítið hefir hinsvegar verið gert til þess að glæða á- huga bænda fyrir bættri smjörgerð, né heldur til þess að auka framleiðsluna. Það verð, sem bændur nú fá fyrir smjör

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.