Freyr - 01.11.1938, Side 14
172
FRE YR
sitt, er algerlega komið undir velgerðar-
tilfinningu þess kaupmanns eða fyrir-
tækis, sem veitir því móttöku. Bændur
leggja inn smjör sitt til kaupmanns, en
taka í þess stað út vörur. Einu sinni á ári,
eða svo, er gert upp. Kaupmaðurinn á-
kveður þá verðið nokkurnveginn eftir sín-
um eigin geðþótta. Hinsvegar stendur
kaupmaðurinn berskjaldaður fyrir smjör-
gæðunum, því hver smáaðfinsla getur
valdið flutningi viðskiftanna yfir til
næsta kaupmanns.
Engar tvær húsmæður, er nú fram-
leiða smjör, tilreiða það á sama hátt, lit-
un, söltun og umbúnaður fer eftir skap-
gerð og fegurðartilfinningu húsmóður-
innar í það og það skiftið. Af því er
sprottinn talshátturinn: ,,Ég kaupi að-
eins smjör frá þeim bæjum er eg þekki“.
Það sem hjer þarf að gera er: Alþingi
ætti að setja lög til verndar og styrktar
smjörsamlögum.
Hugsanlegt væri t. d. að í landinu væri
ein aðalsölumiðstöð, er hefði útibú þar
sem þörf væri á. Á sölumiðstöðinni skal
smjörið metið, það sem nær settu gæða-
lágmarki, skal selt tilsettu lágmarksverði
og því skal leyfilegt að blanda í smjör-
líki. Sölumiðstöðin semur reglur um
framleiðslu smjörsins og mjólkurfram-
leiðslu heimilanna, og heldur uppi leið-
beiningastarfsemi þar að lútandi. Einn-
ig skal hún sjá um innkaup allra vara,
sem til framleiðslunnar þarf s. s. salt,
umbúðir o. fl., útvegun hnoðunartækja,
skilvindna o. s. frv.
Ég varpa þessari hugmynd fram til
alþjóðar og skora á þá, sem hafa áhuga
og aðstæður til, að athuga hvort þjóðin
þarfnast ekki einrnitt þessa fyrirkomu-
lags á smjörframleiðslunni.
Landið- okkar er fátækt og strjálbýlt,
og samgöngur víða slæmar. í Noregi
hafa smjörsamlögin blómgast í þessu
Nokkur orð til bænda
á mæðiveikisvæðinu.
Víða í Borgarfirði og sumstaðar annar-
staðar hefir mæðiveikin geysað á þriðja
og fjórða ár í sauðfje bænda.
Bændur hafa nokkuð lært af reynslu
þessara ára. Margir þeir, sem lengst hafa
haft mæðiveikina í fé sínu, missa nú orð-
ið hlutfallslega færra fé árlega af henn-
ar völdum, heldur en í byrjun. Ber það
vott um, að nokkur hluti fjárins muni þó
líklega geta staðið af sér veikina. Fjár-
stofnar sumra bænda virðast líka mun
ónæmari fyrir þessari plágu, en annara.
Sömuleiðis segja margir, sem halda ætt
artölur yfir fé sitt, eða þekkja það vel,
að vissar ættir í fénu sé ónæmari en aðr-
ar.
Allt þetta hefir gefið bjartsýnu bænd-
unum von um að sumt af fénu geti ekki
drepist úr mæðiveiki, og hægt yrði að ala
stofn upp að nýju út af því fé.
Nokkur reynzla hefir líka fengist um
það, hvernig takast myndi með uppeldi
lamba. Sumir bændur hafa alltaf látið
lifa nokkur lömb, þótt veikin hafi verið í
fé þeirra. Hefir reynsla þeirra margra
orðið sú, að tiltölulega margt drepst á
fyrsta og öðru ári, af lömbum þeim, sem
sett voru á, meðan veikin var að byrja í
fé þeirra, en meiri hlutinn af lömbum
þeim, sem alin hafa verið upp, eftir að
veikin hefir geysað í stofninum tvö til
þrjú ár, lifir enn. Því miður hefir þessi til-
raun með að ala upp stofn að nýju ekki
staðið enn nógu lengi yfir, til þess að
hægt sé að fullyrða um, hvernig hún muni
heppnast.
Nokkrir bændur segja, að þótt mæði-
umhverfi og þau munu einnig gera það
hjer, 1 Sveinn Tryggvason,