Einherji


Einherji - 28.02.1967, Blaðsíða 2

Einherji - 28.02.1967, Blaðsíða 2
2 EINHERJI I»riðjudagur 28. febrúar 1967. ##v##s#>#s#s#-#s#'##v#>#>##s##-#>#>####s#n##s#n##v#>#######'##s#>##s#'#s##>#'#'#s#>#\#>#s#'##s#\##s#> Blað Framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi vestra Ábyrgðarmaður: Jóhann Þorvaldsson Árgjald kr. 50,00. Gjalddagi 1. júlí Siglufjarðarprentsmiðja Þetta eru hagsmuiiamál, sem þarf að hrinda í framkvæmd Á fundi bæjarstjórnar Siglufjarðar 10. febr. sl., er fjárhagsáætlunin var til fyrri umræðu, voru mörg merk mál tekin til umræðu og afgreiðslu. Var þar um að ræða mál, sem áður hafa verið gerðar samþykktir í, en nú ítrekuð, svo og einnig ný merk mál. Eftirfarandi samþykktir voru samþ. af öllum bæjarfulltrúum, sem sýnir einhug Siglfirðinga um nauðsyn þess að þessi mál nái fram að ganga, enda er það lífsnauðsyn fyrir at- vinnulíf og íbúafjölgun í Siglufirði. Dráttarbraut í Siglufirði „Bæjarsjórn Siglufjarðar ítrek- ar við Eínahagsmálastofnun ís- lands og ríkisstjórn, sem nú vinna að gerð framkvæmdaáætlunar Norðurlands,, að gerð dráttar- brautar hér í Siglufirði og rekst- ur, yrði mjög jákvætt innlegg til atvinnuaukningar hér, m.a. með tilliti til fjölmennrar iðnaðar- mannastéttar, sem býr við minnk- andi verkefni, og samj). að endur- nýja umsóloi um tilskilin leyfi í þessu sambandi. Þá áréttar bæj- arstjórn í þessu sambandi þær staðreyndir, að Siglufjarðarhöfn er ein bezta höfn á landinu og hagkvæmar aðstæður eru fyrir hendi í svokallaðri Innri-höfn til gerðar dráttarbrautar.“ Bæjarstjórn hefur áður óskað eftir að fá slík leyfi, en því miður hefur það ekki borið árangur enn. Hér er þó um stórt hagsmunamál að ræða fyrir Siglufjörð og ó- verjandi að frekari dráttur verði á ákvörðun þess opin- bera, að nauðsynleg leyfi verði veitt. Aulíin útgerð „Með tilvísun tU tilkomu at- vinnujöfnunarsjóðs og gerðar framkvæmdaáætlanir fyrir Norð- urland, sem fyrst og fremst á að miðast við atvinnulega uppbygg- ingu í landsfjórðungnum, beinir bæjarstjórn Siglufjarðar þelm til- mælum til.stjórnar Útgerðarfélags Siglufjarðar h.f., að hún kanni nú þegar þá möguleika, er nú kunna að vera fyrir hendi í sambandi við frekari skipakaup félagsins, með aukna hráefnisöflun tU frysti húsa í bænum fyrir augum.“ Þegar Útgerðarfélag Siglu fjarðar h.f. var stofnað, var gert ráð fyrir því að félagið keypti eða léti byggja báta til þorskveiði. Er því sannar- lega kominn tími til að félag- ið hefjist handa í þessu efni og láti verða af framkvæmd- um. Bókasafn „Bæjarstjórn Siglufjarðar beinir þeim tilmælum tll viðkomandi stjórnvalda, að hlutur ríkissjóð í rekstri bókasafna verði aukinn verulega frá því sem nú er, og miðaður við ákveðlnn hundraðs- hluta í heildarrekstrarkostnaði safnanna, en ekki ákveðið fram- lag pr. íbúa viðkomandi sveitar- félags, sem að sjálfsögðu kemur mjög hart niður á fámennari sveitarfélögum, sem bókasöfn reka.“ Tekjustofnar sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðurinn „Bæjarstjórn Siglufjarðar ítrek- ar þá áskorun til viðkomandi stjórnarvalda, að lögum um tekju- stofna sveitarfélaga og jöfnunar- sjóð sveitarfélaga verði breytt á þá lund: a. að ákvæðið um 20% á gildandi útsvarsstiga sem skUyrði fyrir aukaframlagi úr jöfnunarsjóði til sveitarfélaga verði afnumið, en í stað þess sett ákvæði sem eru í meira samræmi við jafn- rétti gjaldþegna gagnvart opin- berum álögum, án tiliits tU sveitfesti. b. að sérstaða þeirra byggðarlaga, þar sem atvinnureksturinn er að mestu leyti í höndum fyrir- tækja, sem gjaldskyld eru í jöfmmarsjóð sveitarfélaga, verði telcin meir tU greina en verið hefur, þannig að 3/á á- lagðra gjalda renni beint tU viðkomandi sveitarsjóðs.“ Vafalítið munu langflestir íbúar hinna einstöku sveitar- félaga sammála um að það sé óréttlæti og þjóðfélags- lega rangt, að íbúar þeirra bæjarfélaga, sem verst eru á vegi stödd í atvinnu- og f jár málum, þurfi að greiða 20% hærri útsvör, en íbúar betur stæðra bæjarfélaga, til þess að bæjarfélag þeirra njóti fyrirgreiðslu Jöfnunarsjóðs. Þetta rangláta ákvæði á því að fella niður. Þá er eigi síð- ur þörf á að meira tillit sé tekið til þess, þegar mörg og stór fyrirtæki eru með mik- inn atvinnurekstur í einu og sama sveitarfélagi, og eru gjaldskyld í Jöfnunarsjóð. Þyrfti þá meira en helming- ur álagðra gjalda, að renna beint til viðkomandi sveitar- félaga. Jarðgöngin, Strákavegur og flugvöllur „Bæjarstjórn Siglufjarðar skor- ar á samgöngumálaráðherra, að framkvæmdum við jarðgöngin og Strákaveg verði hraðað svo, að hægt verði að opna veginn tU um- ferðar eigi síðar en um miðjan maí. Ennfremur skorar bæjar- stjórn á ráðherra að sjá svo um, að iokið verði við flugvallargerð í Siglufirði að fullu sem allra fyrst.“ Segja má að ekki sé nú nema herzlumunurinn eftir til að Strákavegur og jarð- göngin komist í gagnið að fullu. Og sama er að segja um flugvöllinn. Hér eru um svo þýðingarmikil samgöngu mál fyrir Siglufjörð að ræða, að óverjandi er með öllu, ef ekki er allt gert, sem hægt er til þess að þau verði full- gerð á vordögum, og ekki síðar en um miðjan maí. En því er ekki að leyna, að ýms- ir bera ugg í brjósti um að svo verði ekki. Bæjarstjórn Sauð- árkróks mótmælir aukinni heimild til togveiða í landhelgi Eftirfarandi tillaga var samþykkt í bæjarstjórn Sauð árkróks, 24. jan. sl., með samhljóða atkvæðum: „Bæjarstjórn Sauðárkróks samþykkir að lýsa andstöðu sinni við framkomnar hug- myndir um aukna veiðiheim- ild togara í íslenzkri land- helgi. Bæjarstjórn telur að hagur bátaútvegsins á Norð- urlandi sé það bágborinn vegna langvarandi aflaleysis, að ekki megi gera neinar þær ráðstafanir, sem fyrir- sjáanlega hlýtur að skapa honum enn meiri erfiðleika.“ íbúðarhúsabyggingar í Siglufirði „Bæjarstjórn Siglufjarðar sam- þykkir að kjósa 4ra manna nefnd, sem ásamt fuUtrúa. frá verkalýðs- félaginu Vöku vinni að athugun á íbúðarhúsabyggingum hér í Siglufirði, samkvæmt byggingaá- ætlun ríkisstjórnarinnar í sam- ræmi við samninga við verkalýðs- félögin frá 1963, með það fyrir augum, að Siglufjörður gerist að- ili að fyrrgreindu samkomulagi.“ Það þarf ekki að rök- styðja það með löngu máli, hversu brýn nauðsyn það er að á komandi sumri geti hafizt bygging allmargra íbúðarhúsa.. Á undanförnum árum hafa sára fá íbúðarhús verið byggð. Og þó að fólkinu hafi fækkað, og mörg gömul hús séu til sölu, vantar ungt fólk húsnæði, sem það getur gert að framtíðar heimili sínu. Hér er því hrundið af stað þörfu og nauðsynlegu máli og hefði átt að vera búið að því fyrr. Og hér má ekki láta sitja við samþykkt- irnar einar, heldur hefjast handa, og bæjarfélagið verð- ur að sjá um að lóðir og önn- ur aðstaða verði fyrir hendi, þegar á komandi sumri. Niðurlagning síldar „Bæjarstjórn Siglufjarðar sam- þykkir að beina þeirri áskorun til sjávarútvegsmálaráðherra — og viðskiptamálaráðherra — að þeir beiti áhrifum sínum til þess að niðursuðuverksmiðju ríkisins í Siglufirði verði úthlutað a.m.k. helmingi þeirrar framleiðslu nið- urlagðrar síldar, sem seld hefur verið til Sovétríkjanna árið 1967. Bæjarstjórn vUl jafnframt vekja athygU á, að niðursuðuverksmiðja ríksins hefur mjög mUda þýðingu fyrir atvinnulíf kaupstaðarins, og að framtíð verksmiðjunnar veltur að miklu leyti á því, að hún fái að annast sem mestan hluta þeirrar framleiðslu sem hverju sinni er fyrir fram seldur af stjórnarvöldunum.“ Það mun nú hafa tekizt að selja á þessu ári niðurlagða síld til Rússlands fyrir allt að 24 millj króna. Niðurlagningarverksmiðja ríkisins í Siglufirði hefur starfað af fullum krafti síð- an í okt. sl. Um mánaðamót- in jan.-febr. fékk hún aukið húsrými til afnota og vinnur nú að niðurlagningu síldar í þeim. 1 samþykkt bæjarstj. er bent á hina miklu þýðingu verksmiðjunnar fyrir at- vinnulíf kaupstaðarins og að framtíð verksmiðjunnar velti mikið á því að hún fái að annast niðurlagningu á sem mestum hluta þeirrar fram- leiðslu, sem seld er fyrir fram af stjórnarvöldunum. Stefnubreyting til bota i fjármálum Siglufjarðarkaupstaðar, sem glöggt kemur fram í fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir 1967 Á fundi bæjarstjórnar Siglufjarðar, 17. febr. sl., varu fjárhagsáætlanir bæjarsjóðs, vatnsveitu, hafnarsjóðs og Rafveitu Siglufjarðar endanlega samþykktar við síðari um- ræðu. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs eru 27 millj. 419 þús. og 500 kr. Hækkun frá 1966 4.069.500,00 kr., eða um 17.42%. Áðalhækkanir fjárhagsáætlunarinnar eru á tveim liðum: Afborganir lána hækka um 2 millj. 440 þús. kr. og hækkun fjárfestingar er um 970 þús. kr. Hækka þannig framlög til fjárfestingar og afborganir lána um 3 millj. 410 þús. kr. T.d. hækka afborganir lána um 84.3% frá áætluninni 1966. Aðeins lítill hluti hækkimarinnar, eða um 660 þús. kr., fara í aukin kostnað af völdum aukinnar verðbólgu á árinu 1966 og má vera að það reynist þröngur stakkur. Hér er um verulega stefnubreytingu, til bóta að ræða á afgreiðslu fjármála Siglufjarðar, þar sem liðir eru teknir inn á fjár- hagsáætlunina, sem þar eiga að vera en ekki fengust tekn- ir inn af fyrrverandi meirihluta og afborganir lána stór- auknar, en sem allra minnstur hluti af hækkuninni látinn fara í verðbólguhítina. Verður vikið nánar að þessu síðar. FJÁRHAGSÁÆTLUN BÆJARSJÓÐS SIGLUFJARDAR 1967: TEKJUR: 1. Utsvör ................................ 20.000.000 2. Aðstöðugjöld ........................... 2.500.000 3. Fasteignask., lóðagj. og holræsagj...... 1.200.000 4. Lóðatekjur fasteigna ..................... 185.000 5. Aðstöðugjald Rauðku ...................... 100.000 6. Skemmtanaskattur .......................... 50.000 7. Aðrir skattar ............................. 24.500 8. Frá JÖfnunarsjóði og landsútsvör ....... 2.900.000 9. Frá ríkissjóði til innanbæjarþjóðvegar .... 460.000 27.419.500 GJÖLD: Stjórn kaupstaðarins brúttó 2 millj. og 12 þús. kr. Frá dregst þáttt. hafnarsjóðs, vatnsveitu síldarverksm. Rauðku, rafveitu o.fl. 470 þús. kr. 1. Það, sem bæjarsj. raunverulega greiðir .... 1.542.000 2. Skipulagsmál ............................... 300.000 Löggæzla alls 1. millj. 252 þús. kr. Greitt af rikissjóði 626 þús. kr. 3. Löggæzla, greidd af bæjarsjóði ............. 626.000 4. Brunavarnir ................................. 365.000 5. Framfærsla: a. almenn framfærsla ....................... 300.000 b. barnsmeðlög ............................ 550.000 d. sjúkraframfærsla ........................ 600.000 e. Kostnaður vegna framf. m.................. 60.000 6. Almannatryggingar og lýðhjálp: a. framlag til almannatrygginga .......... 2.057.000 b. framlag til sjúkrasamlags ............. 1.125.000 d. hækkun elli- og örorkubóta ............. 440.000 e. atvinnuleysistryggingarsjóður ............ 380.000 7. Félagsmál .................................. 650.000 8. Fræðslumál: a. barnaskólinn: það sem bærinn greiðir 985.000 b. gagnfræðaskólinn — 655.000 d. iðnskólinn — 45.000 e. tónlistarskólinn ........................ 100.000 9. Sundlaugin, það sem bærinn greiðir ........ 200.000 10. Framlag til 18 félaga ...................... 171.000 11. Til íþróttafélaga og Iþróttabandalags ...... 200.000 12. Til tómstundaheimilis ...................... 150.000 13. Framlag til barnadagh. Leikskála ........... 175.000 14. Skíðamót íslands 1967 ....................... 30.000 15. Barnaleikvellir ............................. 20.000 16. Bókasafn, rekstur sem bærinn greiðir ....... 547.000 17. Heilbrigðismál: Þar af til reksturs sjúkrahúss 800 þús.; alls ............... 967.000 18. Hreinlætismál: a. sorphreinsun ............................ 450.000 b. annað .................................... 70.000 19. Vegamál (viðhald gatna): a. vinnulaun og verkstjórn ................ 700.000 b. bílakostnaður og efni ................. 600.000 d. götuljós, snjómokstur, holræsarör o.fl. 710.000 20. Landbúnaður: þar af fjárgirðing 50 þús. 88.000 21. Fasteignir: viðhald og tryggingar .......... 125.000 22. Vextir og kostnaður af lánum'............... 700.000 23. Til hitaveitu (vegur og rannsókn) .......... 800.000 24. V. hallareksturs Hólsbús f. f. ári.......... 275.000 25. Til vatnsveitu Siglufjarðar, hallarekstur .. 300.000 26! Vmisleg vinna .............................. 10.000 27. Kostnaður v. flugþjónustu ................... 15.000 28. Til söguritunar ............................. 80.000 29. Kostnaður vegna atvinnumála ................. 80.000

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.