Einherji


Einherji - 28.02.1967, Blaðsíða 6

Einherji - 28.02.1967, Blaðsíða 6
6 EINHERJI í>riðjudagur 28. febrúar 1967. SUM DAGINN3H Skog veginnS Snjólaust í héraði og tíð góð Blönduósi, 22. febr. I>að má segja að hér hafi verið hin mildasta og bezta tíð allan þorrann, og hefur jiað góð áhrif á menn og málleysingja. En um- skipti urðu með góukomu. Fauk þá í veðurguðina og var hér óláta veður á mánudaginn. Snjólaust hefur verið með öllu og enn er aðeins grátt í rót hér út við sjó- inn. Okkar gömlu og góðu veður- spámenn myndu ánægðir með veðurfarið, því þeir sögðu: I>urr skyldi þorri, þeysin góa, votur einmánuður og mun vel vora. Hjá bændum er nú þyngra fyrir fæti í fjárhagsmálum en oft áður. Mjólkurframleiðsla hefur minnkað og f ramleiðsluauluiing bú anna ekki nógu mildl tii að standa straum af hinum ört vax- andi tilkostnaði búanna. — O..S. Þorrablót, og sina brennd Hvammstanga, 22. febr. í dag er hér blíða og sólskin, og fyrstu sinueldarnir munu kveiktir í dag, enda er hér alveg snjólaust og vegir sem á sumardegi og meira að segja ný heflaðir. Hér hefur verið tekinn £ notkun hluti af nýju félagsheimili og hefur það gjörbreytt aðstöðu til félags- starfsemi og skemmtanahalds, mikið fjör og mörg blót um þorr- ann. Hér leggur einn bátur frá Hólmavík upp rækju til vinnslu og er það nýr liður í atvinnulíf- inu hér. Menn og skepnur aö mestu laus við óhreysti og vetrar- veður hagstæð frá áramótum. B. S. Frá Höfðakaupstað Höfðakaupstað, 22. febr. l>orratíð ágæt en með góu kom norðaustan stórviðri, en ekki festi snjó, og í dag er komið gott veð- ur, enda búnir 3 fyrstu dagar góu. Á þorranum aflaðist hér sæmilega og gæftir góðar. Xánu hafa stundað einn stór bátur, Helga Björg, og tveir minni dekk- bátar. Einn dekkbátur hefur stundað rækjuveiðar í Hrútafirði og rækjan verið flutt á bíl frá Hvammstanga og unnin hér í frystihúsi Hólanes h.f. Nokkrir erfiðleikar eru með rekstur frysti- hússins og eigi séð, hvað iengi það getur starfað áfram vegna f járhugsörðugleika. Gert er ráð fyrir að Helga Björg fari á neta- veiðar suður fyrir land. Eitthvað af fólki er farið í at- vinnuleit suður, en þó með færra móti. Heilsufar er gott. — J.P. Þorratíð góð. — Blés upp með góu. — Línubátar hætta — Mislingar herja. Siglufirði, 22. febr. Einmunatíð á þorra og snjór mikið farinn, en með góukomu hljóp í hann ofsi með norðan ó- látum og nokkurri snjókomu, en frost sáralítið eða ekki neitt. Nú virðist norðanáttin í rénum í biU, enda liðnir þrír fyrstu dagar góu. I>á virðist nokk ur tvíbending í veðurútliti eins og er og því bezt að spá engu um, í hvaða átt hann snýst. Tveir dekkbátar, sem stunduðu Iinu- veiðar, eru hættir, enda afli sára- tregur, þegar á sjó gaf. Munu þeir leita tU Breiðafjarðar og stunda netaveiðar þar. Siglfirð- ingur, 250 t. skuttogari, er byrj- aður togveiðar fyrir Norðurlandi. Er hann leigður frystihúsi SR. til aprílloka. Hafliði er á veiðum. Aðeins mun byrjað að leggja rauð maganet en sama og engln velði. | Tunuverksmiðjan er í fuUum | gangi og vinna þar um 40 manns. 1 niðursuðuverksmiðju ríkisins er nú unnið af fuUum krafti að nið- urlagningu síldar á Rússlands- markað. Yerksmiðjan fékk aukið húsrými í byrjun þessa árs, og er nú fullbyggður helmingur .þess húss, er fyrirhugað var að byggja í upphafi. Aftur er sáraUtU vinna eins og er í frystihúsi SR. Mislingar komu hér með jóla- gestum og hafa verið að smá færa út kvíarnar. 1 bamaskólann hefur vantað alUengi um 25% barnanna, og nú síðustu daga nokkru melra, og er Uklegt að úr þeim fari að draga eftir þessa viku. Eru aUar Ukur tU að fiest börn á skóiaaldri, sem ekki voru búin að fá þá, ljúki sér nú af. Fréttir frá Sauðárkróki FRAMHALD AF 3. SlÐU húsinu nýja, og áætlun gerð um að innrétta núverandi skrifstofuhúsnæði fyrir tann lækni. Mun starfsaðstaða á skrifstofum stórbatna við húsnæðisskiptin og bæjar- fyrirtækin fá skrifstofur þer einnig á sama stað. Verður að sjálfsögðu nokkur nýr stofnkostnaður við þessa breytingu. Ef litið er yfir frarnkv.- áætlun Sauðárkróksbæjar fyrir árið 1967 1 heild, sést greinilega að um stórstígar framfarir verður iað ræða og stórhuga framkvæmdir, mið- að við stærð bæjarfélagsins. Bæði er að kyrrstaða og aðgerðarleysi á undanförn- um árum kallar á aukinn framkvæmdahraða nú og ennfremur hitt, að vegna erfiðs atvinnuástands í bæn- um eru full rök fyrir því að framkvæmdir á vegum bæj- arfélagsins fyrir lánsfé séu meiri en ella. Skiptir því miklu, að áætlanir um tekju- öflun og lántökur standist eins og áætlunin gerir ráð fyrir. Helztu teknaliðir eru út- svör, um 8.2 millj., aðstöðu- gjöld 1850 þús., jöfnunar- sjóðsgreiðsla af söluskatti og landsútsvörum 'kr. 1680 þús., auk smærri liða. Framlag ríkissjóðs á fjárlögum til gagnfræðaskólahúss er kr. 2 milljónir. Fjárh.áætlun Rörasteypu iSauðárkróks er að niður- stöðu kr. 640 þús. Iþróttasjóður með kr. 395 þúsund til rekstrar og 1100 þúsund til eignabreytinga. Er þar áætlað til áframhald- andi byggingar sundlaugar- hússins kr. 930 þúsund og 150 þúsund til íþróttavallar. Niðurst. hitaveitunnar eru áætlaðar um 2 millj.,. og raf- veitunnar um 3.5 millj, og hafnarsjóðs um 1200 þús. Nú eru nýkomnar frá hafnarmálastjóminni nýjar áætlanir og teikingar um Sauðárkrókshöfn. Verði um að ræða framkvæmdir á ár- inu 1967, þarf til iþeirra sér- stakt lánsfé, sem ekki liggur enn fyrir hvar verður fengið, en búist við að þau mál verði tekin til ýtarlegrar meðferð- ar í áframhaldandi úrvinnslu Norðurlandsáætlunar. Nemendur Gagnfræðaskela Siglufjarðar sýna leikritið „Þorlákur þreytti" Það hefur verið venja um fjölda ára, að nemendur Gagnfræðaskólans æfðu og sýndu sjónleiik einu sinni á hverju skólaári. Að þessu sinni varð fyrir vahnu leik- ritið „Þorlákur þreytti“ eftir Arnold og Bach. Nemendur 4. bekkjar hafa nú um all- langt skeið æft leik þennan af miklu kappi undir góðri og öruggri stjórn Júlíusar Júlíussonar. Leikurinn verð- ur sýndur í Nýja Bíó fimmtu daginn 2. og föstudaginn 3. marz, og hefjast sýningar kl. 8.30. Barnasýning verður á föstudaginn 3. marz. Siglfirðingar! — Veitið athygli Kveðja til Siglfirðinga Vestfirðingafélagið í Siglu firði hefur ákveðið að beita sér fyrir fjársöfnun til styrktar aðstandendum þeirra, er fórust með vél- bátnum Svan RE 88, 22. des. sl., sem gerður var út frá Hnífsdal. Farið verður um bæinn með söfnunarlista og er þess að vænta að Siglfirðingar taki að venju vel á móti fulltrú- um góðs málefnis. Þá munu og söfmmarlistar liggja frammi í Kjörbúð KFS, Aðalbúðinni og Mjólk- ursamsölunni. Safnaðarheimili FRAMHALD AF 1. SÍÐU véla, skák og myntsöfnun. Þátttakendur eru um eitt hundrað. Sóknarpresturinn, sr. Þórir Stephensen, lét vel yfir starfseminni og taldi að slík starfsemi sem þessi væri hverju bæjarfélagi til mikils ávinnings. Sr. Þórir færði þakkir til bæjarstjórnar og áfengis- ráðs, sem hefðu veitt safn- aðarheimilinu mikinn stuðn- ing. Á húsinu hefir farið fram nokkur viðgerð, en ætlunin er að breyta því allmikið að innan samkvæmt íteikningum er nú liggja fyrir. Á 1. hæð hússins verður anddyri og fatageymsla, snyrtiherbergi, fundarherbergi og eldhús, einnig 70 m2 salur. Efri hæð hússins er að mestu óráð- stafað enn. Ekki fer það á miili mála, að þama hefir verið unnið mikið og gott starf og eiga allir þakkir skilið, er þar hafa lagt hönd að, en mest hefir starfið mætt á stjórn safnaðarheimilisins, en hana skipa: sr. Þórir Stephensen, Valur Ingólfsson, lögregluþj., Stefán Öl. Stefánsson, póst- meistari, frú iSigríður Árna- dóttir og frú Sólborg Valdi- marsdóttir. — St. G. Skaigfirðingar! Ferðafólk! Mjög fjölbreytt vömúrval Gjörið svo vel að líta inn Veljið vörumar sjálf. liilM JhU. o. KJÖRBÚÐ K. S. Sauðárkróki — Sími 22 og 162 Auglýsing um sölu húseigna Til sölu em eftirtaldar húseignir: Aðalgata 4 með tilheyrandi lóð. Ibúð að Laugaveg 27, 4 herbergi, bað og eldhús, ásamt geymslu og þvottahúsi á neðri hæð. Tilboðum sé skilað til Rafveitu Siglufjarðar, fyrir 15. marz n.k. RAFVEITUSTJÓRI Siglfirðingar, samankomnir á árshátíð Siglfirðingafélagsins, 25. febr. 1967, senda bæjarstjórn og bæjarbúum öilum beztu kveðjur. I>eir samfagna bættum sam- göngum við Siglufjörð og bví, að samstaða hefur náðst milli hinna ýmsu félagasamtaka um bygg- ingu félagsheimiiis á Siglufirði. Og síðast en ekki sízt að rekstur sjúkrahússins er nú fluttur í ný og glæsileg húsakynni. SIGLFIRÐIN GAFÉLAGIÐ í Reykjavík BÆNDUR! Það eru hyggindi sem í hag koma að verzla við Sölufél. Austur- Húnvetninga Blönduósi LÁTIÐ m | * l/ /tfi/ r hita húsin Olíusöludeild KEA AKUREYRI

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.