Einherji


Einherji - 28.02.1967, Blaðsíða 4

Einherji - 28.02.1967, Blaðsíða 4
4 EINHERJI Þriðjudagur 28. febrúar 1967. Jörðin SKÁLÁ í Pellshreppi, Skagafirði, er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni er nýlegt steinstypt íbúðarhús, nýtt f jós yfir 16 gripi og nýtt fjárhús fyrir 60 fjár með grindum og kjallara, tvær nýjar hlöður, er rúma um 1000 hesta. Ræktað land ca. 20—25 ha. og auðvelt að auka ræktun upp í 40 ha. Sími og rafmagn frá héraðsrafveitu. Lax- og silungsveiði. Jörðin er skammt frá þjóðvegi. — Skipti á fast- eign í þéttbýli möguleg. Semja ber við Konráð Ásgrímsson, Skálá, sími um 'Fell. Skagafirði, 7. febrúar 1967. TILKYNNING frá Húsnæðismálastofnun ríkisins Húsnæðismálastofnun ríkisins vill hér með benda umsækjendum/væntanlegum umsækjendum um í- búða lán á neðangreind atriði: 1. — Einstaklingar og sveitarfélög, sem hyggjast hef ja byggingu íbúða á árinu 1967 svo og einstakl- ingar, sem ætla að festa kaup á íbúðum, og sem koma vilja til greina við veitingu lánsloforða hús- næðismálastjómar árið 1967, sbr. 7. gr. A., laga nr. 19/1965 um Húsnæðismálastofnun ríkisins, skulu senda umsóknir sínar, ásamt tilskildum gögnum og vottorðum, til Húsnæðismálastofnunar ríkisins eigi síðar en 15. marz 1967. — Umsóknir, sem síðar kunna að berast, verða ekki teknar til greina við veitingu lánsloforða á árinu 1967. 2. — Þeir, sem þegar eiga umsóknir hjá Húsnæðis- málastofnuninni og fengið hafa skriflega viður- kenningu fyrir að umsókn þeirra sé lánshæf, ÞURFA EiK'KI að endurnýja umsóknir. 3. — Umsóknir um viðbótarlán verða að bafa bor- izt stofnuninni eigi síðar en 15. marz n.k. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNTJN RÍKISINS KJÖRBÚÐ Glæsileg húsakynni Góð þjónusta — Allt á einum stað í BOLLA HVERJUM mnu\ Kaffibrennsla Akureyrar Verzlið í eigin búðum Komið - Sjáið Veljið VEFNAÐARVARA Á II. HÆÐ Nýkomið úrval af gluggatjaldaefnum Danskar hannyrðavörur: TJlpur — Skíðastakkar — Skíðabuxur — Hettukápur TJrval af léreftum, damaski og silkidamaski Robert snyrtivörur — 9-VA Hárlakk Búsáhaldadeild: Úrval búsáhalda, glervörur, leikföng, skíði og skíðaútbúnaður. — Ýmsar gjafavörur McCORMICK INTE R NATIONAL MEIRI ANÆGJA-MINNA STRIT Ármúla 3 Sfml 38900 Fasteignagjöld 1967 Fasteignagjöld 1967 féllu í gjalddaga 2. janúar sl. Þeir, sem enn hafa ekki lokið greiðslum þeirra, eru vinsamlegast hvattir til að gera það hið allra fyrsta. Siglufirði, 23. febrúar 1967. ur. BÆJARGJALDKERINN Foreldradagur á Sauðárkróki Fyrir nokkru voru haldnir foreldradagar í skólunum hér, barnaskólanum og gagn fræðaskólamun. Kennsla féll þá niður en kennarar voru til viðtals í skólastofum sínum. 1 báðum tilfellum not- færðu foreldrar sér þetta vel og fjölmenntu til þess að ræða við skólastjóra og kenn ara um nám barna sinna og almennt um skólahaldið og uppeldismálin. Það er mikil nauðsyn á því, að sem bezt og nánast samstarf sé á milli skóla og heimila. Með góðu samstarfi milli þesara aðila er vafa- laust hægt að leysa úr mörg- um vanda, sem annars kann að reynast báðum aðilum erfiður við að fást. iÞetta er í fyrsta skipti a.m.k. um langt skeið, sem haldinn er foreldradagur hér en vegna þeirrar reynslu, sem nú fékkst verður sá háttur, að hafa foreldrafund árlega, vafalaust upp tekinn. G.I. FRÁ SAMVINNUTRYGGINGUM Samvinnutryggingar hófu bif- reiðatryggingar í janúar 1947, og eru því, um þessar mundir, liðin 20 ár, síðan sú starfsemi félags- ins hófst. Á þessu tímabili hafa Samvinnu tryggingar beitt sér fyrir marg- víslegum nýjungum og breyting- um á bifreiðatryggingum, sem all- ar hafa verið gerðar með tilliti til hags hinna fjölmörgu viðskipta- manna. HÁLF-KASKÓ Nú hafa Samvinnutryggingar þá ánægju að kynna nýja tegund bifreiðatryggingar, sem nefnd hef- ur verið hálf-kaskó, og er nýjung hér á landi. Trygging þessi er hentug fyrir allar tegundir og gerðir bifreiða. Tryggingin bætir skemmdir, sem verða á ökutækinu sjálfu af völdum BRUNA — ÞJÓFNAÐ- AR — VELTU og/eða HRAPS, og auk þess RÚÐUBROT af hvaða orsökum, sem þau verða. Iðgjöld fyrir þessa nýju trygg- ingu eru sérlega lág, og um veru- lega iðgjaldalækkun á bruna- tryggingu bifreiða er t.d. að ræða. Ársiðgjald nokkurra bifreiðagerða eru sem hér segir: EINKABIFREIÐIR ............. ársiðgjald frá kr. 850.00 FÓLKSBIFREIÐIR, gegn borgun . — — — 1.200.00 JEPPABIFREIÐIR ................. —------- 850.00 VÖRUBIFREIÐIR, einka ........... —------- 850.00 VÖRUBIFREIÐIR, atvinnu ......... —----- 1.000.00 VÖRUBIFREIÐIR, gegn borgun ..... —----- 1.050.00 SENDIFERÐABIFREIÐIR ............ —------- 950.00 REIÐHJÖL m/hjálparvél .......... —--------150.00 DRÁTTARVÉLAR ................... —------- 450.00 Við undirbúning þessarar trygg- ingar hefur verið leitazt við að koma til móts við þá mörgu bif- reiðaeigendur, sem ekki telja sér hag í því að hafa bifreiðir sínar í fullri kasko tryggingu. UPPHAFIÐ 1 ársbyrjun 1947 voru hér mun færri tryggingafélög en nú, og höfðu þau flest starfað í áratugi í sátt og samlyndi og því lítið um samkeppni að ræða milli þeirra. Forráðamenn Samvinnutrygginga voru í upphafi ákveðnir að gefa bifreiðaeigendum kost á ýmsum nýjungum í bifreiðatryggingum, sem þá höfðu rutt sér braut er- lendis, svo sem hinu svonefnda afsláttarkerfi (bónus), sem Sam- vinnutryggingar tóku strax upp og valdið hefur byltingu í þessari tryggingagrein hér á landi. Flest önnur tryggingafélög hafa síðan tekið upp þetta kerfi, sem eins og flestum er kunnugt, byggist á því, að menn fá verulegan afslátt af iðgjaldinu, ef þeir valda ekki tjóni, og er mönnum þannig mis- munað eftir hæfni þeirra í akstri. Afsláttur þessi nemur nú stórum upphæðum, sem varkárir öku- menn og bifreiðaeigendur hafa sparað á þennan hátt. Bónuskerf- ið hefur nýlega verið tekið til endurskoðunar, og fá nú gætnir ökumenn allt að 60% afslátt af ið- gjaldi ábyrgðartrygginga bifreiða

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.