Einherji


Einherji - 31.08.1967, Blaðsíða 2

Einherji - 31.08.1967, Blaðsíða 2
2 EINHERJI Ábyrgðarmaður • Jóhann Þorvaldsson Árgjald kr. 50,00 „ M Gjalddagi 1. júlí Blað Framsoknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra sigiufjarðarprentsmiðja *s#^s^rsrr>rsrrsrsrr^rsrrsrrs#srsrsrrsrsrsr^rsrsrrsrrsrrsrs#srsrsrsrr'rsr<rsrsrrrs#srrsrrs^rr^^s#'4 EFTiR KOSNINGAR Enn verðum við að búa við íhaldsstjórn í 4 ár, ef ekk- ert í skerst. Það er að vísu ekki langur tími. Þó er hann fjórum árum of langur að óbreyttu stjórnarfari. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur stórum minnkað, þrátt fyrir gegndarlausan fjáraustur og himingnæfandi loforð. Það er ánægjulegt. Alþýðuflokkurinn jók fylgi sitt nokkuð. Sízt bæri að sýta það„ ef flokkurinn ynni í sama anda og hér áður fyrr, með sama hugarfari og stjórnmála- flokkar með hliðstæðum nöfnum í öðrum lýðræðislönd•• inn. En það gerir Alþýðuflokkurinn ekki. Hann er í vist hjá íhaldinu, heillaður af Gróttasöng þess, haldinn há- launapest þvílíkri og bitlinga, að húsbóndinn og sjálfur kennifaðirinn kemst þar ekki öllu lengra. Og þess er engin von að þeir álagafjötrar, sem íhaldið hefur langt á Alþýðuflokkinn, bresti, meðan núverandi forystumenn hafa ráð hans öll í liendi sér. Ef rétt væri sú trú, sem ráðherrarnir prédikuðu fyrir kosningar, þá væri hér himnaríki á jörð —: Atvinnuveg- imir standa styrkari fótum en nokkru sinni fyrr; meira fé (þ. e. fleiri krónur) lagt til skólamála, til heilbrigðis- mála, til tryggingarmála, til samgöngumála — yfirleitt til allra góðra og nauðsynlegra mála en nokkm sinni áður. Og síðast, en ekki sízt: tvö þúsund milljóna gjald- eyrissjóður, heldur en ekkert. Nú er hvort tveggja, að margir hafa trúað, enda hefði sæluríkið átt að geta verið komið: 8 ára samfellt góð- æri, betri aflabrögð, meiri framleiðsla, hærra markaðs- verð á helztu útflutningsvömm, þrátt fyrir nokkurt verðfall á síðast ári, en áður em dæmi til I allri sögu — að ógleymdu því, sem vitaskuld var öllu öðm þyngra á metum: að hafa slíka forláta ríkisstjóm. En Tómasareðlið er löngum samt við sig. Efunarmað- urinn kemst að þeirri niðurstöðu, að ráðherrunum hafi orðið það á í prédikmi sinni, að hlaupa yfir ýmis smá- atriði, t. a. m. þau, að sumum atvinnugreinum liggur við stöðvun og hmni; að hátt á annað þúsund milljóna króna fer á þessu ári í alls konar uppbætur og niðurgreiðslur; að sveitir em margar á hreinu flæðiskeri staddar í skóla- málum og með öllu fyrirmimað að veita unglingum lög- boðna fræðslu, enda enginn héraðsskóli reistur síðan 1949; að heilbrigðismál og sjúkraliúsa standa þannig að dómi lækna, að til mikils háska horfir; að vegamál og hafna eru í stakasta öngþveiti og bróðurparturinn af þeim allt of naumu fjárhæðum, sem til þessara fram- kvæmda era veittar í orði kveðnu, gengur til greiðslu vaxta og afborgana af lánum; að jafnvel aukning sjálfs gjaldeyrisvarasjóðsins hrekkur naumlega eða ekki móti hækkun erlendra skulda — og loks, að veslings krónan er orðin svo pínu-pínu-lítil í höndum ríkisstjórnarinnar. Allt eru þetta staðreyndir, þótt reynt væri að breiða yfir þær fyrir kosningar með meira eða minna falskri verðstöðvun, með skmmi og aftur skrami. Fjármála- ráðherrann var þó svo hreinskilinn að lýsa því yfir undir lok síðasta þings, að eigi væri auðið að gera neinar áætl- anir fram í tímann sakir þeirrar óvissu, sem fram und- an er í öllum efnahagsmálum. Mundi hann ekki hafa farið nærri sannleikanum ? Auðvitað hefur ríkisstjórnin ýmsa liluti vel gert. Það gera allar ríkisstjórnir. En þeim mun leiðinlegra er til þess að vita, hversu lirapallega henni hafa verið mis- lagðar hendur um hagnýtingu þeirra stórkostlegu skil- yrða, se mhagstæðari hafa verið þessari ríkisstjórn en nokkurri annarri frá upphafi vega og átt hefðu að valda aldahvörfum, ef vel hefði verið á lialdið og rétt stefnt. Gildir þetta jafnt um innanlandsmál og utanríkis. I þessu sambandi er fróðlegt að kynna sér og hugleiða feril samstjórnar Framsóknartlokksins og Alþýðuflokks- ins, sem þá var ekki tröllriðinn af íhaldinu, 1934—1937. Þá reið yfir heimskreppa. Þá varð markaðshrun á út- fluttri sjávarvöru. Þá var sala allrar húvöru skipulags- laus og í hinum mesta ólestri. Hvað gerði ríkisstjórnin ? Hún ruddi nýjar brautir. Hér skulu aðeins nefnd tvö eða þrjú af þeim mörgu lieillasporum, sem stjórnin steig. Hún bjargaði sjávarútveginum með því að koma á fót frystingu fisks og fiskiðnaði í landinu. Hún bjargaði landhúnaðinum með afurðasölulöggjöfinni. Hún reisti fyrsta stóriðjuverið við Sogið. Gegn öllu þessu barðist íhaldið af öllxun lífs og sálar kröftum. En þrátt fyrir þá hatramlegu andspyrnu lagði ríkisstjórnin grunninn að þeim stórfelldu framföram, sem liér hafa síðan orðið á flestum sviðum. Á fjórða tug þessarar aldar þjarmaði heimskreppan og afleiðingar hennar fast að íslenzkum atvinnuvegum. DAGINN VEGINN Nautgripaslátran stendur yfir. — Heyskapur góður, en spretta mjög misjöfn. Sauðárkróki, 25. ágúst Undanfarna daga hefur staðið hér yfir stórgripaslátrun hjá KS. Eru það aðallega geldneyti og mjólkurlausar kýr, sem fargað er. Venjulega hefur stórgripaslátrun farið fram á eftir sauðfjárslátrun á haustin og vafaiaust verður eitthvað um það nú líka, en þetta er gert nú til að létta á seinni slátruninni. Heyskapur í héraðinu hefur gengið vel að undanförnu. Þurrk- ar voru góðir umtíma og nýting því með bezta móti. Bezt mun sprettan hafa verið að austan- verðu og þá einkum í Blönduhlið, en mjög misjöfn og spratt seint að vestan og þá einkum á Reykja- strönd og Skaga. Sumir bændur munu langt komnir að slá og þurrka af túnum sínum, þó nokk- uð sé enn úti. Annars staðar er þetta styttra á veg komið og sums staðar fyrir stuttu byrjaö að heyja, þar sem verst var sprottið. Meira mun verða heyjað á útengjum nú en mörg undan- farin ár. T. d. munu bændur á Reykjaströnd og Skaga leita fyrir sér um heyskap á svo nefndum Borgarslcógum, sem ekki hafa veriö slegnir mörg undanfarin ár. Til sjávarins er mesta ördeyða. Ýmsar framkvæmdir eru hér í undirbúningi og sumar þegar nokkuð á veg komnar og mun nánar vikið að þeim seinna. Uítið er um nýbygging vega hér í héraðinu. Mikið minna en vera þyrfti. Mest af tíma og fé fer til endurbóta og Iagfæringa og er þó hvergi nærri nóg. Gísli Gísla- son, brúarsmiður, hefur verið með vinnuflokk sinn austur í Þingeyj- arsýslum mest í sumar, en er nú kominn í héraðið og er að byggja brú á GUshálsiæk í Lýtingsstaða- hreppl. Þar var gömul steinbrú, sem nú er að verða ónýt og var því mikU þörf á að fá nýja og stærrl stelnbrú. MHG. Heyskapur hófst um 20. júlí. Heyskapartíð í ágúst góð. — Göngur hefjast um 20. sept. Flatatungu, 27. ágúst í ágústmánuði hefur verið góð og hagstæð tíð tU heyskapar hér í fram-Sliagafirði. Heyskapur byrj aði ekki almeimt fyrr en um 20. júlí og var það um 2—8 vikum seinna en venjulega. Nú orðið er spretta sæmUeg, þó allmisjöfn. Flestir bændur eru langt komnir og að ijúka við slátt á túnum, en víða mikU hey enn úti. Jfey- fengur getur orðið upp undir meðaUag og nýting góð. Hér í Akrahreppi og fram-Skagafirði ber lítið á lcali. Aftur út með fjallgarðinum að vestan er mikið kal og sprettuleysi og því verra sem utar dregur. Kalið virðist fylgja nokkuð ákveðinni hæðar- iínu. — Heyfyrningar voru hér litlar eða engar frá síðasta vetri og verður þvi eingöngu að stóla á fóðuröflun frá jiessu sumri. — Göngur og réttir hefjast ekki fyrr en um 20. sept., en slátrun sauð- fjár nokkru fyrr. G. Ó. Heyskapur gengur vel. Reit- ingsafli á handfæri. Tíð hag- stæð við byggingastörf og aðra útivinnu. 8 sækja um kaupfélagsstjórastarf. Hofsósi, 25. ágúst Heyskapur mun hér viða langt kominn. Spretta var víða lítil og seint á ferð, en nýting heyja ágæt og heyskapur því gengið vel siðan hann hófst. Nú fyrir viku brá tU sunnan og suðaustan áttar og hlýnaðl þá mjög og úr- koma nokkur siðan. Einstaka menn munu reyna seinni slátt, einkum ef svona hlýtt verður næstu viku. — Bátar hér stunda allir handfæraveiðar. Stærri bát- arnir ísa fisldnn og koma til löndunar þriðja og fjórða hvem dag. Afli hefur verið misjafn, stundum aUgóður. Hér hefur því verið reitings vinna í frystihús- inu, þó vantar meira hráefni til vinnslu. Það má segja að aUir hafi vinnu yfir sumarmánuðina, enda hefur tíð verið hagstæð tU útivinnu. Nokkuð er um bygg- ingarvinnu og Uka unnið við hafnargerðina. Átta menn sóttu um kaupfélags- stjórastöðuna hér, sem auglýst var og mun verða ráðinn nýr kaupfélagsstjóri innan skamms. NH Bregður til hlýinda og úr- komu. Stórgripaslátrun að hefjast. Sauðfjárslátran hefst 11. sept. Blönduósi, 25. ágúst S. 1. viku hafa verið hér hlý- indi með úrkomu og slegið land sprottið nokkuð. En bændur báru yfirleitt ekki á túnin aftur eftir slátt. Bæði var seint slegið vegna sprettuleysis, og svo var tíð þann- ig í júU og þrjár vikur af ágúst, að ekki var Uklegt að nein háar- spretta yrði. Heyskapur hófst seint, en heyskapartíð hefur veriö góð og nýting heyja því ágæt og mun víða langt komið að slá það sem slægt er. Það er því útlit fyrir að heyfengur bænda verði lítill að vöxtiun, en gott fóður. Slátrun nautgripa hefst innan fárra daga. Áður hefur naut- gripaslátrun ekki farið fram fyrr en í lok sauðfjárslátrunar. Nú er þetta hugsað þannig, að melri hluti nautgripasiátrunar fari fram þetta á undan og þá seinni um- ferð eftir sauðfjársiátrun. Áætlað er að sauðfjárslátrun hefjist hér hjá K...H. um 11. sept. og mun ekki lokið fyrr en seint í okt. Og þá er eftir að lóga ein- hverju af nautpenlngi og hross- um, þannig að sláturtíð kemur til með að standa fram í nóv. 1 fyrra var slátrað hjá kaupfé- laginu hér um 45 þús. fjár og er líklegt að það verði ekki færra nú. Frekar fieira. Yfir hundrað manns vinnur við sláturstörfin, meðan þau standa yfir. Uaxveiði var ágæt £ Blöndu fyrst í sumar, en hefur síðan dregið úr henni og mun nú ná- lægt meðallagi, eða vel það. ÓS Þá bjargaði þjóðin sér af eigin ramleik. Á sjöunda ára- tugnum hefur, það sem af er, flest leikið í lyndi, svo að aldrei hefur betur blásið. Þó horfir, að dómi sjálfra valdhafanna, ekki betur en svo, að útlendir menn eru keyptir til að setja á laggirnar erlendan atvinnurekstur á fslandi. Er þetta það, sem koma skal? Á að reisa fleiri slíkar stoðir til að bera uppi atvinnu- og menningarlíf í hinu unga, íslenzka lýðveldi? Gísli Magnússon Heyfengur langt fyrir neðan meðallag. Fækka verður á fóðrum. Höllustöðum, 27. ágúst Hér var víðast mjög léleg spretta á túnum, þó að byrjað væri seint að slá. Þeir, sem létu túnin bíða og eru nú að slá, fá sæmilega sprettu, en það eru fáir, því flest- ir eru að Ijúka og hafa lokið fyrra slætti og seinni slátturinn verður enginn. Nýting heyja er góð, en heyfengur langt fyrir neðan meðaliag. Víða kal í túnum og sums staðar mjög tilfinnan- iegt. Augljóst er, að margir bænd- ur, eða flestir, verða að mmnl;a bústofn vegna fóðurvöntunar og verður þá líklega fælckað bæði sauðfé, kúm og hrossum. Sauð- fjársmölun, í alvöru, hefst hér um miðjan sept., en slátrun eitt- hvað fyrr. PP Léleg aflabrögð. .Góð hey- skapartíð. Fjármagnsskort- ur til framkvæmda. Höfðakaupstað, 28. ágúst Heyskapartíð hefur verið góð og heyfengur mun í meðállagi. Dauft er til sjávarins. Afli treg- ur hjá færabátum, og þeir sem eru að byrja með línu, fá lítið. Tveir stærri bátarnir eru með ufsanót fyrir austan og hafa eitt- hvað fengið og Stígandi er í slipp. Hér er því lítil og stopui vinna í frystihúsinu. Það er varla hægt að segja að allir hafi næga vinnu nú um hásumarlð. Um 20 manns. eru hjá SR á tryggingu, en lílc- lega Iýkur þeirri vinnu innan tíðar. — f fyrra var byrjað að byggja hér steinker til hafnar- gerðar á vegum hins opinbera. Voru tvö ker steypt í fyrra og fiutt til sinna heimastaða. í sum- ar var ætlunin að byggja önnur tvö og er eitthvað byrjað á öðru að minnsta kosti, en óvíst um framhald á því vegna vöntunar á fjármagni til verksins. Við lætta hafa unnið allmargir menn og hefur Guðm. Eárusson bygg- ingameistari séð um verkið. Eng- in íbúðarhús eru hér í smíðum nú. Unnið er við félagsheimilið við múrverk innan húss, en óvíst með öllu hve langt það kemst á þessu ári. Mikill áhugi er hér fyrir því að koma heimilinu sem fyrst í notkun, og hafa margir Iagt þar fram gjafavinnu og stutt að byggingunni á annan hátt. JJ Síldarskipstjórar og heildsalar í málgagni þeirra, sem með skattamál hafa farið í 9 ár, stendur þetta meðal annars: „Það heyrir til undan- tekninga, þegar maður les fréttir um niðurjöfnun út- svara, ef eltki er íengsæll skipstjóri í efsta sætinu. Síldarskipstjórarnir hafa há- ar tekjur, og eru vel að þeim komnir. Hins vegar er það hæpið réttlæti, að láta þá bera meginhluta skattabyrð- anna, en láta heildsala t. d. sem flytja inn hundruð bíla á ári, og eiga eignir upp á milljónatugi, sleppa með vinnukonuútsvar. Þetta sýn- ir, svo ekki verður um villzt, að á skattakerfinu eru herfi- legar gloppur — gloppur, sem þarf að staga í og það fyrr en seinna. Heildsalarn- ir eyða gjaldeyrinum, sem sjómennirnir afla með súr- um sveita og mikilli vinnu, og svo borga sjómennirnir útsvörin fyrir heildsalana.“

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.