Einherji - 31.08.1967, Blaðsíða 6
6
EINHERJI
SAMVINNUSTARF
Kaupfélag V.-Húnv.,
Hvammstanga
Aðalfundur
K. V. H. var
haldinn í
fundarsal fé-
lagsins á
Hvamms-
tanga 20. og
21. júní s. 1.
Fundinn sátu
18 kjörnir
fuiltrúar frá félagsdeildum,
auk stjómar, endurskoðenda
kaupfélagsstjóra og mjólk-
urbússtjóra. Formaður fé-
lagsstjórnar, Skúli Guð-
mimdsson, flutti skýrslu
stjórnar. Kaupfélagsstjóri
lagði fram reikninga félags-
ins og skýrði leinstaka liði
þeirra. Mjólkurbússtjórinn
flutti skýrslu um rekstur og
hag mjólkurstöðvarinnar.
Sala aðkeyptra vara 1966
varð alls um 44 millj. kr.
Söluskattur varð um 1 millj.
753 þús. kr.
Árið 1966 greiddi kaupfé-
lagið til framleiðenda kr.
58 millj. 334 þús. kr. fyrir
framleiðsluvörur og er það
um 3,8 millj. kr. hærri upp-
hæð en árið áður.
Tala félagsmanna K.V.H.
var í árslok 1966 528 í átta
félagsdeildum. Stofnsjóður
félagsmanna var í árslok
6 millj. 366 þús. kr. og hafði
hækkað lá árinu um 785 þús.
kr. Innstæða innlánsdeildar
var í árslok rúmar 37,2 millj.
hafði hæfckað á árinu um
4,5 millj. kr.
Bimdið fé hjá Seðlabank-
anrnn nam í árslok 6 millj.
524 þús. kr.
Aðalfundurinn gerði ýms-
ar samþ., t. d. samþ. fund-
urinn iað K.V.H. tæki þátt
í kaupum á snjóbíl, ef um
kaup á slíkum bíl verður að
ræða, til úrbóta á samgöngu-
erfiðleikum. Beinit var samþ.
til S.I.S. og Dráttarvéla h. f.
að hafa ávallt til nægar
birgðir varahluta í þær
dráttarvélar og 'búvinnuvél-
ar, sem það hefur til sölu.
Fundurirm samþ. að stækka
geymslurými í frystihúsi fé-
lagsins. Aðalfundurinn samþ
að K.V.H. tæki þátt í útgáfu
byggðasögu héraðsins í máli
og myndum, ásamt Búnað-
larsambandi V.-Hún. o. fl.
aðilum. Þá var ákveðið að
gera umbætur á sláturhús-
inu. fyrir stórgripaslátrun.
Kaupfélagsstjóri K. V. H.
er Gunnar V. Sigurðsson.
Mjólkurstöð K.V.H. og
K.F.H.B.
Árið 1966 voru lögð inn
hjá mjólkurstöðinni á
Hvammstanga 2.832.279 ltr.
af mjólk og er það 7,8%
minna magn en 1965. Inn-
leggjendur voru 212, fæfckun
um 32 frá fyrra ári. Meðal
fitum'agn mjólkurinnar var
3,805% og var það heldur
lægra en árið áður.
Framleiðsla ársins var:
Smjör ........ 79242 kg
Ostur 45% 76923 —
Skyr ......... 35945 —
Þurkasein .... 29485 —
Flutningskostnaður af sam-
lagssvæðinu var að meðal-
fcali 43,1 eyrir á kg og er
það 6,5 anr. hærra en 1965.
Vinnslukostnaður varð 1,36
kr. á innvegið kg, að undan-
skildum dreifingarkostnaði.
Mjólkurbússtjóri er Brynj-
ólfur Sveinbergsson.
Nýung í niðursuðu
Kjötbollur frá Bíldudal
Fyrir skömmu kom á markaðinn frá Mat-
vælaiðjunni h. f. á Bfldudal, nýimg £ niðursuðu,
sem án efa verður vinsæl meðal ferðafólks og
þeirra, sem í flýti þurfa að grípa tfl matargerð-
ar. Er hér um að ræða tvær samansettar dósir,
sem í eru handsteiktar kjötboUur í kjötsoði
í annarri, en mismunandi sósur í hinni, sem er
heldur minni. TU að byrja með eru komnar á
markaðinn kartöflur í brúnsósu og hrísgrjón í
karrýsósu. I dósunum er góð máltið fyrir 2—4.
I’essi framleiðsla er sniðin eftir amerískri fyrir-
mynd. Áður voru komnar úrvalsvörur frá Mat-
væiaiðjunni á Bildudal, svo sem: Grænar baunir,
gulrætur, þorskhrogn, rækjur, Hfrarpylsa og
blóðmör. AUt eru þetta úrvals vörur.
Gerið góðan mat betri. Kaupið úrvals vörur
frá Bíldudal.
Enn eru um 750 býli án rafmagns
5200 býli í byggð á íslandi um síðustu áramót. Af
þeim voru 4454 rafvædd, en um 750 býli höfðu ekkert
rafmagn, eða um 14% allra sveitabýla landsins.
1 15. hefiti ,,Orkumála“,
sem Raforkumálastjórnm
gefur út, segir, að á síðasta
ári hafi býlum, sem Raf-
magnsveitur ríkisins hafi
rafvætt, fjölgað um 215 á
árinu 1966. Þar að auki séu
235 býli rafvædd af öðrum
rafveitum og séu því alls
3323 býli tengd við samveit-
ur, en 1131 býli hafi raf-
magn frá eigin rafstöðvum.
Þannig séu alls á landinu
4454 býli með rafmagn, en
um 750 býli enn rafmagns-
laus.
Glæsilegt héraðs-
mót
Héraðsmót Framsóknarmanna
I Skagafirði fór fram að félags-
heimilinu Miðgarði í Varmahlíð
laugardaglnn 26. ágúst s. 1.
Bæður fluttu Ólafur Jóhannes-
son alþm. og Heimir Hannesson.
Leikaramir Bóbert Amflnnsson
og Búrik Haraldsson skemmtu
með gamanþætti. Söngvaramir
Jóhann Daníelsson og Eiríkur
Stefánsson frá Akureyri sungu
etnsöng og tvísöng við undlrleik
Áskels Jónssonar. Að lokum Iéku
hinir vinsælu Gautar fyrir dans-
inum.
Mótið tókst með ágætum vel
og yfir 1000 manns sóttu sam-
komuna. Mun þetta ein sú fjöl-
mennasta samkoma, sem haldin
hefur verið innanhúss í Skaga-
firði og þó víðar væri leitað.
GlæsUeg og góð húsakynnl uku
á ánægjuna.
Umsjónarmaður hins nýja fé-
lagsheimUis er Kristján Sigur-
pálsson, Lundi.
ÞAKKARÁVARP
Innilegar þakkir til allra þeirra, er glöddu mig
með gjöfum og heillaóskum á sjötíu og fimm ára
afmæli mínu, 24. júlí s. 1.
SOFFlA JÖNSDÖTTIR
Ellideild Sjúkrahúss Siglufjarðar
Ullarmóttaka
Tökum aðeins á móti ull fram til 15. sept. n. k.
Kaupfélag Siglfirðinga
GÍSLI MAGNtJSSON:
Búnaðarþing
Framhald frá fyrra blaði
DJÚP14ÍYSTING SÆÐIS
(Búnaðarsamb. S.-Þing.)
Ályktun Búnaðarþings:
„Búnaðarþing telur það miklu
varða að allir þeir, sem stunda
nautgriparækt, hvar sem þeir
búa á landinu, fái aðstöðu til að
fá kýr sínar sæddar við álitlegum
nautum. Þetta getur aðeins orðið
með iþví að hagnýta djúpfryst
sæði. — Vitað er, að Búnaðarfél.
Islands hefur um nokkurt skeið
kannað möguleika á því að hefja
hér framleiðslu á djúpfrystu sæði
og x því sambandi kvatt til
norskan sérfræðing til þess að
kynna sér aðstæður hér á landi í
þessu máli og vera til ráðuneytis
um væntanlegar framkvæmdir.
— Búnaðarþing væntir þess, að
það reynist fjárhagslega kleift að
koma á þessari skipan í sæðing-
armálum, þar sem hún býður að
sjálfsögðu upp á markvissari kyn-
bætur og um leið aukið valfrelsi
bænda í kynbótum nautgripa."
GENGISÁHÆTTA
(Bxinaðarsamb. S.-Þing.)
Ályktun Búnaðarþings:
„Búnaðarþing beinir þeírri á-
skorun til stjórnar Búnaðarbanka
Isl., að láta fyrirvara um hækkun
stofnlána vegna hugsanlegrar
breytingar á skráðu gengi ísl.
krónu aðeins ná til lána, sem
veitt eru af erlendu fé, teknu að
láni eftir 1962, og einungis í þvi
hlutfalli, sem erlent fé er af
heildarlánunum. — Þingið telur,
að ekki sé heimilt að framkvæma
ákvæði 12. gr. stofnlánadeildar-
laganna þannig, að aðilar, sem
fengið hafa stofnlán eftir 1962,
greiði halla, sem hljótast kann
af gengisfellingu erlendra lána,
sem tekin voru fyrir þann tíma.“
AFRÉTTARMÁL
(Stjórn B. 1.)
Fyrir þingið var lagt „Frum-
varp til laga um afréttarmálefni,
fjallskil o.fl.“, mikill bálkur í 10
köflum og 69 greinum. Frumv.
var í öndverðu samið af stjórn-
skipaðri nefnd, lagt fyrir Búnað-
arþing 1962, ekki afgreitt þá, en
sent sýslunefndum og bæjarstjórn
um til athugunar, síðan endur-
skoðað af þriggja manna nefnd,
Árna G. Péturssyni, Jóni Egils-
syni og Gísla Magnússyni, og nú
loks afgreitt frá Búnaðarþingi til
ríkisstjómarinnar.
INNFLUTNINGUR
bUfjársæðis
(2 erindi: Jón H. Þorbergsson og
Búnaðarsamb. Sl.)
Fyrir Bþ. var lagt erindi um
innflutning sæðis úr Border-
Leicester-hrútum og annað um
innflutning búfjár með sérhæfð-
um eiginleikum. Búnaðarþing
samþykkti svofellda ályktun:
„Búnaðarþing vill enn einu
sinni ítreka nauðsyn þess að
kanna allar leiðir, sem tiltækar
þykja til þess að fá inn í landið
erlenda búfjárstofna með sér-
hæfðum eiginleikum, jafnframt
því að gætt sé fyllsta sóttvarnar-
öryggis. — Þar sem vitað er, að
með hverju ári, sem líður, vex
þekking og reynsla grannþjóða
vorra um flutning búfjár með
sæðisflutningum milli landa, þá
felur Búnaðarþ. Búnaðarféi. Isl.
að leita, í samráið við yfirdýra-
lækni, álits þekktustu vísinda-
stofnana, austan hafs og vestan,
á þessu sviði, um það, hvaða
leiðir væru vænlegastar til þess
að flytja erlent búfé til landsins,
án þess að eiga á hættu að flytja
um leið inn erlenda búfjársjúk-
dóma."
FISKIRÆKT
(3 erindi: Þór Kristjánsson, BSS
S.-Þing., Guðm. Jónasson)
Ályktun Búnaðarþings:
„Búnaðarþ. felur stjórn B. 1. að
vinna að því við ríkisstjórn og
Alþingi, að tryggt verði nægilegt
fjármagn til að efla framfarir i
fiskiræktarmálum í landinu með
því að:
a. Veiðimálastjórninni verði veitt
stóraukið starfsfé og þannig gert
kleift að sinna margháttuðum
verkefnum á sviði rannsókna og
leiðbeiningaþjónustu.
b. Framlög samkv. gildandi lög-
um til styrktar byggingar klak-
og eldisstöðva og annarra fram-
kvæmda við fiskirækt og fiskeldi
verði veitt á hverjum tíma svo
sem þörf krefur.
c. Stofnlánadeild landbúnaðarins
verði efld, svo að hún verði fær
um að gegna hlutverki sínu um
lánveitingar til fiskiræktarfram-
kvæmda og fiskeldisstöðva."
TILFÆRSLA ÁBI RÐAR,
TÆKNIBUNADUR O.FL.
(Þórarinn Kristjánsson)
Ályktun Búnaðarþings:
„Búnaðarþing leggur ríka á-
herzlu á, að endurskoðun laga
nr. 63 frá 1947, um eftirlit með
framleiðslu og verzlun með fóður-
vörur, verði hraðað svo sem unnt
er. —- Til þess að tryggja, að að-
eins fyrsta flokks vörur séu á
markaðnum, telur þingið óhjá-
kvæmilegt, að auk þeirra fyrir-
mæla, sem nú eru í lögunum,
Framhald á 4. síðu