Einherji


Einherji - 31.08.1967, Blaðsíða 1

Einherji - 31.08.1967, Blaðsíða 1
Blaö Framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi vestra. 9. tölublað. Fimmtudagur 31. ágúst 1967 • Samvinnufélögin skapa sannviröi á vöru og auka öryggi hvers byggðarlags • Gangið í sam- vinnufélögin. • Verzlið við sam- vinnufélögin • Samvinnan skap- ar betrl lífskjör. 36. árgangur. Heim að Hólum Hversvegna þarf að flytja SUN til Reykjavíkur ? Byggðir Norðurlands mðtmœla Eins og fram kemur í samiþykktum Fjórðugsráðs Norðlendinga hér á öðrum stað í blaðinu hefur stjórn Síldarútvegsnefndar samþ. að flytja höfuðstöðvar nefnd arinnar frá Siglufirði til Reykjavíkur. Norðlending- um, og þá ekki sízt Siglfirð- ingum, mun hafa brugðið í brún við þessa frétt. Munu margir telja slíka ráðstöfim ganga í berhögg við hags- muni Siglufjarðar og Norð- urlands og ekkert það kom- ið fram sem réttlæti slíka ráðstöfun. Auk þessa stang- ast hún alveg á við jafnvægi í ibyggð landsins og megin- tilgang og markmið stjóm- arvalda varðandi Norður- landsáætlun, og gefin heit um tilgang hennar. Fjórðungsráð Norðlend- inga hefur þegar fjallað um málið og samþ. einróma mót- mæli gegn slíkri ráðstöfun og vísast til þeirra hér á öðr- um stað í blaðinu. Þá hefur bæjarráð Siglu- fjarðarkaupstaðar harðlega mótmælt og Framsóknarfé- lögin í Siglufirði gerðu eftir- farandi samþ. 21. ág. s. 1.: „Fundur haldinn í Fram- sóknarfélögunum í Siglufirði, mánudaginn 21. ágúst 1967, mótmælir harðlega þeirri á- kvörðun stjórnar Síldarút- vegsnefndar, að flytja aðal- skrifstofur og höfuðstöðvar nefndarinnar frá Siglufirði til Reykjavíkur. Þessi samþ. nefndarinnar er því furðulegri, þar sem Siglufjörður er nú að kom- ast í eðlilegt og gott sam- band við þjóðvegakerfi lands ins, flugvöllur byggður og símasamband stórbætt með f jarskiptastöðvum. Frá Siglu firði ætti nefndin því að geta veitt viðskiptavinum sínum fullkomna þjónustu, ekkert síður en frá öðrum stöðum á landinu.“ Síldarútvegsnefnd er stofn- uð með lögum frá 1934 og er þar svo fyrir mælt, að höfuðstöðvar nefndarinnar skuli vera á Siglufirði, og þar hafa þær verið alla tíð síðan. Með aukinni síldar- söltun á Austurlandi og Suð- urlandi hefur nefndin sett upp útibú, til aukinnar fyrir- greiðslu á þessum stöðum og er það eðlileg og sjálf- sögð ráðstöfun. Hverjar þær ástæður eru, sem nefndin telur svo mikil- vægar, að hún gerir samþ. sem brýtur 1 bág við þau lög og reglur, sem hún á að starfa eftir, skal ósagt látið. En vissulega eiga Norðlend- -ígar, og raunar allir lands- menn heimtingu á að fá að vita hverjar þær eru, því að mikilvægar 'hljóta þær að vera, að minnsta kosti í aug- um nefndarmanna. Er því hér með skorað á nefndina að birta greinargerð um þær og er henni heimilt rúm hér í blaðinu til þess, ef hún heldur þessum flutningum til streitu gegn vilja og hags munum norðlenzkra byggða. Það virðist augljóst, að þessi ráðstöfun nefndarinnar, ef framkvæmd verður, veikir aðstöðu Sigluf jarðar og eyk- ur á erfiðleika, sem æmir em fyrir, og í stað þess að styrkja og efla þarf stofn- anir á Norðurlandi, tengdar atvinnulífinu, er hér farið öfugt að, ef aðalstöðvar SÚN em fluttar ti'l Reykja- víkur. Slíkt er háskaleg öf- ugþróun, sem byggðarlög og valdhafar era að reyna að vinna á móti. Þessi fyrir- hugaða ráðstöfun nefndar- innar má því ekki ná fram að ganga og þjóðhagslega er hún röng. 'Sunnudaginn 13. ágúst s.l. var hin árlega hátíð Hóla- félagsins haldin að Hólum í Hjaltadal, í fögra veðri og við fjölmenni. Fyrir hádegi samdægurs var aðalfundur félagsins haldinn að Hólum. Fóra þar fram venjuleg aðalfundar- störf. Að þessu sinni áttu að ganga úr stjóm félagsins sr. Sigurður Guðmundsson, Grenjaðarstað, sr. Pétur Sig- urgeirsson, Akureyri, frú Emma. Hansen, Hólum og sr. Gísli Kolbeins, Melstað. í þeirra stað vora kjömir í stjornina: sr. Bolli Gúst- afsson, Laufási, Finnbogi S. Jónasson, Akureyri, frú Helga Kristjánsdóttir, Silfra stöðum og sr. Pétur Ingj- aldsson, Höskuldsstöðum. Eftir hádegið hófst há- jtíðarmessa í Hóladómkirkju. |Fyrir altari þjónuðu sr. Þór- j.ir Stephensen og sr. Björn Björnsson, dómkirkjuprest- ur. Sr. Benjamín Kristjáns- son flutti prédikun. Kirkju- kór Sauðárkróks annaðist kirkjusöng undir stjórn Ey- þórs Stefánssonar tónskálds og við undirleik frú Guðrún- ar Eyþórsdóttur. Söng kór- inn m. a. stólvers eftir Ey- þór Stefánsson, nýtt, fagurt og stílhreint tónverk, sem höfimdur helgar minningu Jóns biskups Ögmundssonar. Að messu lokinni nutu menn um sinn staðarins, góðviðris og veitinga, en síð- an var gengið til dómkirkju á ný. Þar flutti sr. Þórir Stephensen erindi um Hóla- félagið, störf þess og stefnu- mið, Steindór Steindórsson menntaskólakennari á Akur- eyri talaði snjallt mál um Jón biskup helga, líf hans og störf og áhrif á samtíð og sögu. Kirkjukór Sauðár- króks söng milli ræðna. — Lauk svo samkomunni með því að sr. Pétur Sigurgeirs- son flutti 'bæn, en kirkju- gestir sungu sálminn Víst ertu Jesús kóngur klár. Meðan dvalizt var í kirkju í síðara sinnið sáu þau sr. Jón Bjarman og Unnur Ha'll- dórsdóttir um barnaskammt- un í leikfimihúsi skólans. mhg. Miðgarður, nýff félags- heimili í Varmahiíð Laugardaginn 12. ágúst s. 1. var nýtt félagsheimili vígt í Varmahlíð. Er það hið glæsilegasta hús, svo sem eitt sæmir á þeim stað. — Hlaut það nafnið Miðgarður og var nafngefandinn Valdís Óskarsdóttir í Brekku í Seyluhreppi. iHátt á fjórða hundrað manns sátu vígslu- hófið. Undu menn við rausn- arlegar veitingar, ræður og söng lengi dags, en um kvöldið var dansað. Stærð 'hússins er 667 fer- metrar, en 4400 rúmmetrar, tvær hæðir auk kjallara, sem er undir hálfri bygging- unni. Aðalsalur er tæpir 300 ferm., en sena 80 ferm., bú- in hinni fullkomnustu tækni til leiksýninga. Á efri hæð er svo m. a. minni s'alur fyr- iir fundi og minni samkom- jur. Teikningu að húsinu Igerði teiknistofa Gísla Hall- dórssonar o. fl., bygginga- meistari Guðmundur Máras- son í Þormóðsholti og með Ihonum unnu að staðaldri smiðirnir Bjöm Gíslason og Eggert Ólafsson. Múrverk önnuðust Jón Dagsson, Ragnar Guómundsson og Ölafur Ólafsson, raflagnir Þórður P. Sighvats og Olaf- ur Pálsson, miðstöðvar- og vatnslagnir Eyjólfur Finn- 'bogason, málningu Sigurður Snorrason, itrésmiðjan Borg ' á Sauðárkróki sá um verk- stæðisvinnu, vélsmiðjan Oddi á Akureyri smiðaði og setti upp loftræstingu og lofthita- kerfi, Stáliðn á Akureyri smíðaði húsgögn og Álafoss ann'aðist teppalagnir. Byggingarkostnaður húss- ins, þar með talin tækniað- stoð, nemur nú 9,5 millj. kr. Eftir er þó nokkuð ógert, aðallega í kjallara, en því verki verður væntanlega lok- ið í haust. Gjafir til bygg- ingarinn'ar, í vinnu og fjár- framlögum, nárnu um s. 1. áramót um 600 þús. kr. Mik- ið hefur þó bætzt við þann lið síðan, en enn ekki verið metið til verðs. Vinna var hafin við húsið 6. júní 1963 og hafði þá verið kosin bygg ingarnefnd, en hana skipa: Sigurpáll Ámason, Lundi, formaður, sr. Gunnar Gísla- son í Glaumbæ, Sigurður Haraldsson á Varmahlíð, Jó- hann L. Jóhannesson, odd- viti, Silfrastöðum, Óskar Magnússon, Brekku, Björn Ólafsson, Krithóli og Her- fríður Valdemarsd., Brekku. Eigendur hússins era: Seylu hreppur, Akrahreppur, ung- mennafélag Seyluhrepps, kvenfélag Seyluhrepps, karla kórinn Heimir og ungmenna- félag Staðarhrepps. Vígslúhófið á laugardag- inn ihófst með því, að for- maður ibyggingamefndar, Sigurpáll Árnason, bauð gesti velkomna. Því næst flutti sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ bæn, en Kirkju- kór Víðimýrarsóknar söng við undirleik Björns Ólafs- sonar. Þá tók form. bygg- ingarnefndar aftur til máis og rakti sögu byggingar- málsins frá því að fyrst komst á það hreyfing og til þessa dags, og færði þakkir öllum 'þeim,, sem þátt hafa átt 1 því, á einn eða annan hátt, að þessum áfanga er náð. Halldór Benediktsson á Fjalli lýsti nafni hússins, Óskar Magnússon, Brekku, talaði fyrir hönd eigenda hússins almennt, Guðmund- ur Márusson, byggingameist ari, lýsti gerð hússins, Þor- st'einn Einarsson, íþrótta- fulltrúi, flutti eigendum hamingjuóskir, Hermann Jónsson Yzta-Mói, talaði fyrir hönd sýslunefndar Skagafjarðarsýslu, en hún, sem eigandi Varmahlíðar, lét í ité ókeypis lóð undir húsið. Jóhann L. Jóhannesson, Silfrastöðum, talaði fyrir hönd Akrahrepps og Magn- ús Kr. Gíslason, Vöglum, mæl'ti nokkur orð. Sr. Gunn- ar Gíslason, sem var veizlu- stjóri, gat iþess, að 'húsinu hefðu borizt ýmsar góðar gjafir, s.s. flygill frá Kirkju- kór Víðimýrarsóknar, ræðu- stóll frá trésmiðjunni Borg og peningagjafir frá Birni Guðmundssyni á Akureyri, Bjarna Halldórssyni, Upp- sölum, Sölva Sveinssyni frá Valagerði, systkinunum frá Syðra-Vallbolti. Karlakórinn Heimir, undir stjórn Jóns Björnssonar frá Hafsteins- stöðum, söng milli ræðna og að endingu söng Kirkjukór Víðimýrarsóknarundir stjóm Árna Jónssonar á Víðimel. mhg.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.