Einherji


Einherji - 29.02.1968, Side 2

Einherji - 29.02.1968, Side 2
2 EINHERJI Blað Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra Ábyrgðarmaður Jóhann Þorvaldsson Árgjald kr. 50,00 Gjalddagi 1. júlí Siglufjarðarprentsmiðja STIÚRNARANDSTtDA 1 lýðræðisríkjum er stjómarandstaða hvarvetna talin eiga miklu hlutverki að gegna. í Bretlandi, móðurlandi lýðræðis og þingræðis, er þvílík áherzla lögð á megin- þýðingu stjómarandstöðunnar, að höfuðforingi hennar er launaður af almannafé. í einræðisríkjum er opinber stjómarandstaða ekki lej'fð. Þeim, sem gerast svo djarfir að gagnrýna ríkis- stjómina, er blátt áfram „stungið inn“. Hvemig er umhorfs hjá okkur? Víst er hér lýðræði. Enginn þarf að óttast tugthús- vist vegna skoðana sinna eða gagnrýni á stjómarvöld. Þetta er guðsþakka vert. Þó er á margan hátt höggvið , eins nærri sönnu lýðræði og frekast er unnt — án þess beinlínis að brjóta hið ytra form. Þetta kemur engum á óvart, þeim sem þekkir feril Sjálfstæðisflokksins nokkuð aftur í tímann eða hefur gert sér far um að kynna sér hann. Fyrir þremur ára- tugum var flokkurinn holgrafinn af nazisma. En hann heyktist á að koma „hugsjón“ nazismans í framkvæmd. Hann skorti hervald. „Hugsjónin“ datt niður með falli nazismans í Þýzka- landi — og það svo rækilega fyrir manna sjónum, að fáir hafa sungið lýðræði og þingræði hástemmdara lof en forystumenn íhaldsins með núverandi forsætisráð- herra, þann hinn mikla lýðræðissöngvara, í fyrstu rödd. En sá er gallinn á, að stundum er eins og röddin sé ofurlítið fölsk. „Stjámarandstaða Framsóknarflokksins hefur verið neiltvæð og yfirborðsleg.“ „. . . . er vissulega illt til þess að vita, að hún (stjórnarandstaðan) skuli vera svo aum hér.“ Framsóknarflokkurinn hefur í raun og veru eng- an tilverurétt. Þetta og þvíumlíkt hefur verið hið gómsætasta tyggigúm stjómarblaðanna. Hörð stjómarandstaða er „neikvæð' og „aum.“ Framsóknarflokkurinn þyrfti að hverfa af sviðinu. Fyrir hverju þingi liggur fjöldi þjóðnytjamála, sem Framsóknarmenn bera fram. í því er vísast fólgin hin „neikvæða“ stjómarandstaða. Þessi mál fá ekki einu sinni þinglega afgreiðslu. Svo er því raunar einnig farið með stjórnarfrumvörpin flest, þau sem afdrifaríkust em til góðs eða ills. Um þau fæst ekki fjallað með þing- ræðislegum hætti. Stjómin varpar þeim inn á Alþingi og lætur þingmenn sína afgreiða þau í einu vetfangi. Sjálft þingræðið gert að skrípaleik. Farið að heillandi fordæmi einræðisstjóma,, sem kveðja saman einskonar „þjóðþing“ — halelújaþing — í því skyni einu, að fá þjóðarstimpil á fyrirfram ákveðnar stjórnarathafnir. Bráðabirgðalögum haugað upp. Bilið ekki breitt yfir í j ,ð, að stjómað sé með tilskipunum einum. Þetta er trúlega hin „jákvæða“ stjómarstefna. liáðherrarnir verða með engu móti sakaðir um óhæfi- lega litla ósannsögli né heldur um of mikla ástrlðu til að efna gefin heit (landlielgismálið, hermannasjónvarp- ið, framlögin til vegamála, hinn „trausti grunnur“, „höftin“, verðstöðvunin, verndun gjaldmiðilsins, Vest- fjarðaáætlun og Norðurlands o. in.fl.). Og hví þá að vera að fetta fingur út I það, þótt orð og eiðar vald- stjómarmanna standi ekki eins og stafur á bók? Hitt er ómetanlegur ráðherrakostur, að vera svo íþróttum búinn, að geta hvar sem er og hvenær sem er farið í gegnum sjálfan sig. Það em jákvæðar stjómarat- hafnir. Framsóknarmenn hafa barizt gegn þeirri stefnu í efnahagsmálum, sem leiðir til hverrar gengislækkunar- innar á fætur annarri, til allsherjar upplausnar og hvers konar óreiðu. Þess vegna á Framsóknarflokkurinn eng- an tilverurétt. Slíkan rétt eiga þeir flokkar einir, sem láta skeika að sköpuðu um alla stjóm efnahagsmála — og bæta svo bara núllum aftan við mynteininguna, þeg- ar allt er að sökkva. Núllin geta verið tilvalin flotholt um stund. Framsóknarmenn hafa fellt á stjóraina þungan dóm fyrir það, hvílíka frábæra lipurð hún sýnir í öllum liða- mótum, er hún stendur andspænis erlendum mönnum. Skárri er það nú stjórnarandstaðan! Vitaskuld er það ekki annað en „hugsjónalaust og neikvætt nöldur,“ eins og forsætisráðherrann segir, að vera að finna að því, þegar íslenzkir valdamenn og höfðingjar sýna útlenzk- um þá sjálfsögðu hæversku, að hneigja sig til jarðar og láta íslenzkan manndóm og íslenzka hagsmuni lönd og leið (landhelgin enn og Keflavíkursjónvarpið, her- námið, Hvalfjörður, EBE, Gylfi og stórskipið, atkv. ísl. WUM DAGINN OG VEGINN Batnandi horfur í atvinnu- málum. Siglufirði, 25. febrúar Síðan í desember hefur verið mikið atvinnuleysi á Siglufirði. Að undanförnu hafa verið allt að 200 manns á atvinnuleysis- skrá. Nú hefur nokkuð rætzt úr og horfur á, að þegar kemur fram í marz, verði atvinnuleysi að mestu úr sögunni, í bili að minnsta kosti. Meiri hluti þeirra, sem enn vantar atvinnu, eru kon- ur og margar af þeim húsmæð- ur .Ástæðan fyrir atvinnuvöntun hjá kvenfólkinu er fyrst og fremst sú, að niðurlagningarverksmiðjan hefur ekki getað lagt niður síld, vegna þess hve hráefnið er nýtt. Vonir standa til, að verksmiðjan taki til starfa í byrjun marz og fær þá mikill meiri hluti kvenn- anna vinnu. í Tunnuverksmiðjunni vinna nú um 40 manns venjulegan dag- vinnutíma. Þá hefur hráefnisöfl- un hjá Frystihúsi SR aukizt að mun nú í febrúar. Má segja, að þegar þessi þrjú atvinnutæki: Tunnuverksmiðjan, Niðurlagningarverksmiðjan og Hraðfrystihús SR eru í fullum gangi, hafa flestir Siglfirðingar atvinnu, nema helzt iðnaðar- menn. Bætt aðstaða til iþóttaiðkana. Um nokkurn tíma hefur það verið i undirbúningi, að setja upp svo kallað íþróttagólf í Sundhöll Siglufjarðar. Þegar sundkannslu lauk í haust var hafizt handa um uppsetningu gólfsins og skömmu eftir áramótin var íþróttahússgólfið tekið í notkun. Er þar mjög góð aðstaða til íþróttaiðkana innan húss í 450 ferm. sal. Er salurinn nú notað- ur 8—10 tíma dag hvern. Hefur öll aðstaða fyrir íþróttastarfsemi stórbatnað við þetta. Áður fór allt slíkt fram í leikfimisal barnaskólans. Var hann í stöð- ugri notkun frá kl. 9 á morgn- ana til kl. 23—24 á kvöldin. Jarðlaust í allan vetur. Brætt yfir allt. Haganesvík, 24. febr. 1 Fljótum er mikill snjór og brætt yfir allt. Má segja að jarð- laust hafi verið í allan vetur. Fóðurbirgðir munu misjafnar og sums staðar í knappara lagi. Það þarf mikið fóður til að gefa inni öllum búpeningi frá vetrarnótt- um til sumarmála. Siglufjarðar- vegur er lokaður vegna snjóa- laga, en fært úr Haganesvik til Sauðárkróks. Mjólk er flutt þá leið annan hvorn dag. Erfiðast er við veginn að eiga hjá Vatni og í Hegranesinu. Heilsufar er hér gott. Fátt er um mannfundi eða skemmtanir, en Þorrablót höldum við Fljóta- menn að Ketilási og var svo enn nú á Þorra. E. Á. Allar skepnur á fullri gjöf. Svellalög um allt. Eyhildarholti, 24. febr. Hér er jarðlaust fyrir allar skepnur og má segja, að svo hafi verið síðan um áramót. Snjór er ekki mikill i lágsveitum, en mun meiri fram til dalanna. Vegir eru sæmilegir yfirferðar eins og er. Svellalög um allt, og hross, hvað þá annað, á fullri gjöf hér i Hegranesinu. Við hér í Eyhildar- holti þurfum nú að gefa fulla gjöf: 40 hrossum, á fimmta hundr að fjár og sjö kúm, og enginn veit hvað það verður lengi, segir Kolbeinn Gíslason bóndi i Ey- hildarholti í viðtali við Einherja. Þrír bræður búa í Eyhildarholti, þeir: Kolbeinn, Árni og Bjarni, allir synir Gísla Magnússonar, sem einnig býr þar, en lesendum Einherja er Gísli að góðu kunn- Gæftaleysi og aflatregða. — 250 tonna stálskip keypt til Sauðárkróks. Sauðárkróki, 24. febr. Það má segja að hér hafi ver- ið algjört aflaleysi i allan vetur. Fiskiðjan var með bát á leigu í tvo mánuði: nóvember—des. Fiskað var með net, en afli reyndist sáratregur. Aðeins reit- ingur fyrst þegar reynt var. Þá tóku tveir menn Æskuna, 85 t. bát frá Siglufirði, á leigu og var hún með linu. En það var sömu sögu að segja. Aflinn varð sára- tregur. Og um síðustu mánaða- mót var bátnum skilað aftur. Stórtap hefur orðið á báðum þessum tilraunum. Aðrir bátar eru allir smáir og geta ekki sótt sjó á þessum tíma. Það hefur því verið sáralítil vinna í frysti- húsinu og atvinnuleysi mikið það sem af er vetri. Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f. sem stofnað var fyrr í vetur, hef- ur keypt 250 t. stálskip, Fróða- klett frá Hafnarfirði, en hann var byggður 1964. Skipið er nú í slipp í Hafnarfirði, en gert ráð fyrir að það komi norður um næstu mánaðamót, og hefji þá togveiðar fyrir Norðurlandi. Er vonandi að það bæti ögn úr hrá- efnisskorti hér og auki atvinnu. Ekki veitir af. M. F. Gæftaleysi í janúar. Reit- ingsafli á línu nú — Unnið við félagsheimilið. Skagaströnd, 25. febr. Snjór er ekki meiri hér en oft áður, en svellalög mikil og jarð- laust að kalla. Allt sauðfé á fullri gjöf síðan fyrir áramót og hross hafa litla sem enga haga, nema þá ef þau komast í fjöru. Ekki hefur enn verið talað um fóður- skort hjá bændum. Vegir eru vel færir um héraðið, en Holtavörðu- heiði ófær um lengri tíma og því engir aðdrættir að sunnan nú lengi, þar til nú fyrir helgina að leiðin opnaðist. Var þegar farið að bera á vöruskorti, því vöru- birgðir eru hér litlar. En nú hef- ur úr rætzt í bili. Mikið gæfta- leysi var hér í janúar, en skárra í febrúar, einkum nú upp á síð- kastið. Fjórir bátar róa hér með línu, einn 100 lestir, en hinir 20 —30 lestir. Afli hefur verið bezt- á þingi Sameinuðu þjóðanna, hlunnindin til handa alú- mín-kóngunum, Emil á Allsherjarþinginu, viðbrögðin í Grikklandsmálinu — svo að nokkuð sé nefnt). Framsóknarflokkurinn á engan .tilvemrétt, segja stjórnarblöðin. Hann er á móti stjórninni. Hitler og Stalín og aðrir einræðisherrar þoldu ekki stjórnarandstöðu. Stjómarflokkarnir em tveir á íslandi — að nafni til. Annar kennir sig við sjálfstæði, hinn við alþýðu. Það er vel til fundið. Gísli Magnússon ur, þegar langt hefur verið sótt, allt upp í 8 tonn, en hjá minni bátum 3—4 tonn. Hér eru tvö frystihús, en vantar hráefni. Annað er gamalt og erfitt í rekstri en hitt ekkert starfrækt vegna hráefnisskorts Allmikið hefur verið rætt um frystihúsmálin og hvcrnig hægt væri að hagnýta þau eða sam- eina þau í eitt frystihús. En það mál er óleyst enn. Nokkuð er unnið hér við fé- lagsheimilið, sem er í smíðum. Unnið er nú innan húss. Við það eru nokkrir fastir menn við smíðar. Þá hafa allmargir unn- ið sjálfboðavinnu, er þeir höfðu lofað til byggingarinnar. Vonast er til að hægt verði að taka heimilið í notkun seinna á þessu ári. Þeir, sem áður hafa leitað suð- ur í atvinnuleit, sitja nú heima, þar sem enga vinnu er annars staðar að fá. J. P. Snjóa- og svellalög mikil. — Flest hross á gjöf. Skropp- ið 25 km á söngæfingu. Ártúni, 25. febrúar Það er ekki hægt að segja áð snjórinn sé mjög mikill, en svellalög og storka yfir allt. 1 dag er hlákustormur, sem litlu breytir, nema hlákan standi marga daga. Hér niður um sveit- ina eru snapir fyrir hross, en fram í dölunum er algjör jarð- leysa og hefur svo verið síðan um áramót. Vegir hafa ekki teppzt nema dag og dag. Mjólk- urflutningar hafa gengið sæmi- lega, en mjólkin er flutt 3—4 sinnum í viku yfir vetrarmánuð- ina. Við fóðurkönnun kemur í ljós að allmarga bændur vantar fóður til að hafa nóg til vor- daga. Hey voru með minnsta móti s. 1. haust, og bústofni, kind- um og hrossum, fækkaði ekki. enda hvatti hallærisnefndin bænd ur til að fækka ekki bústofni sínum. Hey mun ekki fáanlegt og verða því bændur vafalítið að kaupa mikinn fóðurbæti. Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps heldur uppi söngæfingum í Húna- veri. Þurfa sumir kórfélagar að fara 25 km leið á æfingarnar, því að þótt kórinn beri þetta nafn eru félagar hans líka úr Svínavatnshreppi og Engihlíðar- hreppi. Gert er ráð fyrir að koma á Heklumóti á vori komanda, en það fórst fyrir s. 1. vor. Þá verður líklega sungið á Húna- vöku, þótt það hafi ekki verið ákveðið enn. J. T. Einn snjóamesti og harðasti vetur. Sauðfé á fullri gjöf síðan fyrir jól. Hvammstanga, 24. febr. Tiðarfar hefur verið mjög erfitt það sem af er árinu. Tíð um- hleypingasöm og snjóalög í hér- aði með langmesta móti. Mjög erfitt hefur verið með mjólkur- flutninga innan héraðs, en þó | aldlrei teppst að fullu nema dag og dag. Hoitavörðuheiði var al- i veg lokuð allri umferð hálfan I j mánuð, en er nú opin aftur til umferðar. Mjög var orðið knappt um ýmsar nauðsynjar, en með Blik í gær kom allmikið af vör- um. Hér í sýslu hefur allt sauðfé verið á fullri gjöf síðan fyrir jól. Hrossahagar eru enn nokkrir víð- ast hvar Er þetta einn snjóa- mesti og harðasti vetur, það sem af er og fyrirsjáanlega þarf mik- ið fóður til framfærslu búpen- ings, ef svo verður vetur allur. Heilbrigðismál eru hér í góðu lagi og erum við þar betur stadd- ir en margir aðrir. Hér eru tveir læknar, Ásg. Jónsson héraðsl. síð- an í nóv. og mun verða hér tvö ár. Aðstoðarlæknir er nú Eyþór Stefánsson. Atvinnumál eru hér í svipuðu

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.