Einherji


Einherji - 29.02.1968, Page 6

Einherji - 29.02.1968, Page 6
6 EINHERJI DAGUR 50 ára Blaðið Dagur á Akureyri átti fimmtugsafmæli þann 12. febrúar s. 1. Dagur minntist hálfrar aldar starfs síns með myndarlegu afmælisblaði. í>ar eru rifjuð upp tildrög að stofnun blaðsins og segir: „Dagur var til læss stofn- aður fyrir hálfri öld að vera opinbert málgagn Norðlend- inga og norðlenzkt fréttablað og hefur verið það síðan“. ....Og það er rétt. Dagur hef- ur ætíð verið sterkasta fram- fara- og baráttublað þess fólks, er Norðlendingafjórð- ung byggir. Bitstjórar Dags hafa verið hver öðrum snjall- ari með pennann, enda studd- ir mörgum og góðum mönn- um og málefnum. Einherji vill ílytja Degi beztu afmælisóskir og væntir þess að Norðlendingar megi á næstu 50 árum njóta og nota Dag góðum málum til framdráttar. Prestskosning á Siglufirði Eins og áður er getið fhitti sóknarprestur Sigl- firðinga, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, til Reykjavíkur um s. 1. áramót. Honum var veitt 'þar Hallgrímspresta- kall. Umsóknarfrestur um Siglufjarðarprestakall var útrunninn 1. febr. s. 1. Að- eins einn umsækjandi sótti um brauðið, séra Kristján Róbertsson. Prestskosning fer fram sunnudaginn 10. marz n. k. og hefst kl. 10 f. h. í Siglufjarðarkirkju. Séra Kristján er nú prest- ur í Ameríku, en 'hann var sóknarprestur hér 4 undan sr. Ragnari Fjalar. Sr. Krist- ján var vinsæll og vel met- inn af sóknarbörmnn sínum, sem nú hafa allmörg óskað eftir að hann sækti og heitið honum stuðningi sínum. Nú sem stendur þjónar séra Ingþór Indriðason, prestur í Ólafsfirði Siglu- fjarðarprestakalh og verður svo þar til séra Kristján er tekinn við. Flugfélag íslands flutti yfir 180.000 farþega á s. 1. ári MILLILAND AFLU G Farþegar Flugfélags íslands í áætlunarflugi milli landa voru á síðastliðnu ári 59.600, en voru 48.604 í fyrra. Aukning er 22.6%. Vöruflutningar milli landa námu 752 lestum á móti 614 síðastliðið ár. Aukning 22.5%. Póstflutning- ar milli landa námu 182 lestum, en 149 lestum árið áður. Aukn- ing 22%. INNANLANDSFLUG Farþegar félagsins í áætlunar- flugi innanlands voru síðastliðið ár 117.778, en voru 111.052 árið áður. Aukning er rúmlega 6%. Vöruflutningar innanlands juk- ust hinsvegar verulega. Fluttar Karlakórinn Vísir hlýtur alþjóðlsg verðlaun fyrir söng á hljómplötu Vísir veitti verðlaimum viðtöku á tónlistarhátíð í Cannes þann 27. janúar s.l. Lagt upp í langa ferð. Aðfaranótt sunnudags 21. jan. s. 1. lagði Karlakórinn Vísir, 47 manna hópur, af stað frá Siglu- firði og var förinni heitið til Cannes i Suður-Frakklandi. Hafa varð hraðann á, því að norðan hríð hafði skollið á síðari hluta dags, og var hætta á að leiðin til Sauðárkróks tepptist, en á Á undanförnum árum hef- ur það orðið föst venja að Leikfélag Gagnfræðaskóla Siglufjarðar sýni einn gam- anleik á vetri til fjáröflunar fyrir ferðasjóð skólans. Þá hefur Leiikfélag Menttaskól- ans á Akureyri einnig kom- ið og sýnt leik 1 sama til- gangi fyrir sinn skóla. Er það mikill tími og erfiði sem fer í þetta hjá hinu unga námsfólki. voru 2656 lestir, á móti 1925 ár- ið áður. Aukning. 38%. Póstflutn- ingar námu 428 lestum á móti 351 lest árið áður. Aukning 22%. FLUGIÐ í HEILD Samanlagður fjöldi farþega Flugfélags Islands á áætlunar- flugleiðum innanlands og milli landa árið 1967 var því 177.380. Auk þess nokkuð á fimmta þús- und farþegar í leiguflugferðum, þannig að samanlagt fluttu flug- vélar Flugfélags Islands árið 1967 yfir 180.000 farþega. Sauðárkróki var ákveðið að flug- vé lfrá Loftleiðum tæki hópinn kl. 8 á sunnudagsmorgun. Ferðin þennan 1. áfanga gekk vel og með aðstoð snjóýtu skiluðu lang- ferðabílar Siglufjarðarleiðar hópnum til Sauðárkróks i tæka tíð. Þaðan var flogið til Kefla- víkur og stanzan þar nokkra stund, en kl. 10,30 var haldið af SAKLAUSI SVALLARINN Að þessu sinni sýndi Gagn fræðaskóli Siglufjarðar gamanleikinn Saklausi svall- arinn eftir Arold og Bach. Leikstjóri var Júlíus Júlíus- son. Með aðalhlutverkin fóru Jónas 'Valtýsson, Guð- mundur Pálsson, Sigurlaug Þórhallsdóttir og Hrafnhild- ur Guðnadóttir, en alls voru leikendur 12. Yfirleitt fóru hinir ungu leikendur vel með hlutverk sín og sumir ágæt- lega. Það sem einkum var áfátt var framsögnin. HALLÓ, DOLLÝ Þá kom leikflokkur frá Menntaskólanum á Akur- eyri og sýndi gamanleikinn Halló, Dollý, eftir Thomton Wilder. Leikstjóri var Arnar Jónsson. Hið unga fólk sýndi góðan leik. Öllu þessu unga f ólki j þakka Siglf irðingar góða skemmtun. stað aftur og nú var fiogið í ein- um áfanga til flugvallarins við Nice, og þar lent eftir 7 klst. flug. Aðdragandi verðlaunaveitingar- innar er sá, að skömmu fyrir jólin 1966 komu út á vegum Fálkans h. f. í Reykjavík tvær hljómplöt- ur sungnar af Karlakórnum Vísi, önnur platan með 4 lögum, en hin með 14. Hljómplötur þessar náðu strax mjög miklum vin- sældum og á rúmlega hálfu ári, eða til 1. júlí 1967, munu hafa selzt af stærri plötunni um 3500 eintök, og mun það vera hæsta sala á íslenzkri hljómplötu hér á landi. Alþjóðasamband hljómplötu- framleiðenda, M.I.D.E.M., veitir árlega verðlaun þeim aðila i hverju landi, innan sambandsins, sem hefur mesta hljómplötusölu. Að þessu sinni varð það því Karlakórinn Vísir, sem þessi verðlaun hlaut, og í desember- mánuði s. 1. kom bréf frá Har- aldi Ólafssyni, forstjóra Fálkans, þar sem MIDEM kunngerði að Vísir hefði .hlotið þessi alþjóð- legu verðlaun og jafnframt var kórnum boðið að koma til Cann- es, kynna sig þar með söng og veita verðlaununum viðtöku. Móttaka verðlaunanna. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika við að fara í svo langt og dýrt ferðalag, ákváðu Vísismenn samt að taka boðinu, og var lagt af stað, eins og áður getur, þann 21. janúar og komið heim 28. janúar. Var þá lent á Akureyri og flutti hinn góðkunni Drangur hópinn síðasta áfangann til Siglufjarðar. Verðlaunaafhendingin fór fram laugardaginn 27. janúar á mikl- um hátíðahljómleikum, í sam- komusal, sem tekur um 1700 manns í sæti. Var hvert sæti skipað í þessum stóra sal. Vísir var fyrstur á dagskránni, kynnti sig með söng og veitti söngstjór- inn, Gerhard Schmidt, verðlaun- unum viðtöku. Var það kl. 18,10 eftir íslenzkum tíma, en hátíða- dagskráin hófst hálfri klst. fyrr en augiýst hafði verið, vegna mjög mikillar þátttöku. Verð- launin eru líkan af hljómplötu, með áletruðu nefni þess, er þau hlýtur. Öllu, sem fram fór á þessum hátiðahljómleikum, var samstund- is útvarpað um þrjár útvarps- stöðvar í Vestur-Evrópu, þ. e. Monte Carlo, Luxemburg og Ev- rópa I. Auk þess var því einnig sjónvarpað um franska sjónvarp- ið, bæði í litum og svarthvítu. Þátttaka í þessari hátíðadag- skrá var talin hafa mikið aug- iýsingagildi fyrir þá, sem þar komu fram, en meðal skemmti- krafta á dagskránni mátti sjá mörg heimsþekkt nöfn. Verðlaun MIDEM-sambandsins voru veitt í 29 lönd og voru fulltrúar frá þeim viðstaddir á þessari hljóm- leikahátíð og veittu verðlaunum viðtöku. Vikuna frá 21.—28. janúar var samfelld tónlistarhátíð í Cannes. Voru á hvxerju kvöldi tónleikar í tveimur samkomuhúsum, í öðru klassískir tónleikar en í hinu tón- leikar af léttara tagi. Voru þá hljómleikar hvers kvölds í um- sjá einnar þjóðar, og tónlist þess lands flutt, og komu þar fram úrvals listamenn. Það, sem vakti sérstaka ánægju Vísismanna — auk þess að nafh Vísis var á skemmtiskránni með- al heimsþekktra skemmtikrafta, — var að sjá fána íslands blakta meða lfána stórþjóðanna. Voru fánar þátttökuþjóðanna dregnir að hún á aðalsamkomuhúsinu, og vildi svo skemmtilega til, að fáni Islands var staðsettur í miðri fánaborginni. Er vafalaust, að þessi þátttaka Vísis hefur verið ánægjuleg og vel heppnuð land- kynning. Að lokum vill Karlakórinn Vísir færa þakkir menntam.ráðherra Gylfa Þ. Gíslasyni fyrir ágæta aðstoð, einnig Haraldi V. Ólafssyni for- stjóra Fálkans fyrir mikið undir- búningsstarf vegna ferðarinnar. Þá færa Vísismenn fararstjóran- um, frú Láru Zóega, beztu þakkir fyrir ágæta fararstjórn og marg- víslega fyrirgreiðslu, svo og fjölda mörgum öðrum er unnu að þessari ferð Visis. Ferðaskrifstofan Útsýn skipu- lagði ferðina mjög vel og örugg- lega, en Loftleiðir lögðu til far- kostinn. Söngstjóri Vísis er Gerhard Schmidt, en formaður Sigurjón Sæmundsson. — 1 Karlakómum Vísi eru nú um 50 söngmenn. Skólafólkið leikur Leikstjóri (Júlíus Júliusson) og leikendur Leikfélags G. S.

x

Einherji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.