Einherji


Einherji - 31.07.1969, Síða 1

Einherji - 31.07.1969, Síða 1
<£<$• Blaö Framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi vestra. 5. tölublað. Fimmtudagnr 31. júlí 1969 • Samvinnan skapar betri lifskjör. • Verzlið við sam- vinnufélögin. • Samvinnufélögin skapa sannvirði á vöru og auka öryggi livers byggðarlags. • Gangið í sam- vinnufélögin. 38. árgangur. Nýtt frystihús tekur til starfa í Siglufirði -j< Framleiddi fyrir 4 millj. kr. fyrsta mánuðinn. - Útborguð vinnulaun 1,2 millj. kr. á sama tíma. Sá ánægjulegi atburður * " / 'r skeði í Siglufirði s. 1. vetur, í - !' '.~Si :að stofnað var nýtt hluta- félag til kaupa og starf- rækslu á ,,lsafoldar“-eign- inni, sem áður var eign Þrá- ins Sigurðssonar, en ekki verið starfrækt sem frysti- hús um allmörg ár. Nú starf ar frystihúsið af fullmn krafti og veitir atvinnu milli 60—70 manns. Einherji hitti að máli niðri í „ísafold", þ. 16. júlí, þá Skúla Jónasson framkvæmda stjóra og Daníel Baldursson verkstjóra . Kjördœmisþing 1969 — Segðu mér, Skúli, hvað heitir nýja félagið? Það heitir Isafold h. f., eins og félagið sem áður átti eignina. — Hvenær, og í hvaða til- gangi var félagið stofnað ? Það var stofnað 4. febr. s. 1. til þess að kaupa og starfrækja „Isafoldar“-eign- ina, sem Þráinn Sigurðsson átti, eða Isafold s. f. Kaup- verðið var 4,2 millj. króna. — Þurfti ekki húsið að- gerðar og endurbóta við? Jú. Við fengum tækni- mann frá Sölumiðstöðinni til að skoða húsið og gera áætlun um viðgerð og end- urbætur. Áætlunin var upp á 3,2 millj. og við erum að vona að hún standist nokk- urn veginn. — I hverju voru endur- bæturnar fólgnar? Það má segja að það hafi farið fram algjör endurbygg ing innan húss, einkum á frystiklefum og vélabúnaði. — Hvar fenguð þið fé til endurbótanna ? Ritstjóri Einherja rœðir við framkv.stjóra og verkstjóra Isafoldar. Fyrir milligöngu atvinnu- málanefndar fengum við úr Átvinnujöfnunarsjóð um 3 millj. kr. — Daníel. Hvenær hóíst vinnsla í húsinu? 7. júní, og síðan hefur verið unnið svo til hvern virkan dag og stundum um helgar. Og núna höfum við þegar tekið á móti 350 tonn- um af fiski. — Hvernig er fiskurinn? Hvaða skip leggja upp hjá ykkur? Við höfum verið heppnir með hráefni. Það hefur ver- ið gott. Húni n. leggur upp hjá okkur. Hann er á tog- veiðum. Tjaldur er með nót. Hann landaði nú í gær 27 t. Auk þess eru smærri bátar (trillur). Svo höfum við tek- ið fisk af aðkomubátum og ögn af togaranum Hafhða. — Þú hefur áður fengizt Kvenfólk að störfum I hraðfrystihúsi Isafoldar. við verkstjórn í frystihúsi, Daníel? Já, ég var aðstoðarverk- stjóri hjá frystihúsi S. R. í 4—5 ár áður en við byrj- uðum hér. — Hvað vinnur margt fólk hérna núna? 66 manns, þar af 19 karl- menn. Nokkrar stúlkur vinna hálfan dagixm. — Hvert fer framleiðsl- an? Öll á Ameríkumarkað. Söluverð þeirrar vöru er við höfum unnið til þessa, er um ein millj. kr. á viku. — Skúh. Er ekki ætlunin að starfrækja húsið allt ár- ið? Jú, við munum reyna það, ef hráefni fæst. Á því bygg- ist rekstur hússins fyrst og fremst. — Er fyrirhuguð einhver frekari starfræksla en nú er? Já, við munum salta síld ef tækifæri gefst, því að hér er sæmileg aðstaða til þess. Og svo salta fisk, ef ekki er hægt að anna vinnslu á annan hátt. Hér eru líka hús til þess. — Hverjir eru hluthafar hins nýja félags? iVið erum 8. Sex ungir Siglfirðingar og Þráinn Sig- urðsson, sem átti „lsafoíd“ áðxrr og Bjöm Pálsson alþm. Skúli Jónasson er fram- kvæmdastjóri, Bjami Þor- steinsson form. félagsstjórn- ar, Daníel Baldursson vara- formaður og verkstjóri í frystihúsinu. Stefán Þór Haraldsson, Hinrik Andrés- son og Hilmar Steinólfsson. Kjördæmisþing Framsókn- armanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra var haldið í Siglufirði 19. og 20. júní s. 1. Þingið setti formaður sam- bandsins, Guttormur Ósk- arsson, Sauðárkróki. Fund- arstjóri var kjörinn Jóhann Þorvaldsson, Siglufirði. — Fundarritarar Ámi Gísla- son, Eyhildarholti og Kristó- fer Kristjánsson, Köldukinn. Þingið hófst kl. 17 á laug- ardag 19. júní og var lokið kl. 20 á sunnudagskvöld. Þingið sátu 53 fulltrúar frá flokksfélögum í kjördæminu. Þar af vom 14 fulltrúar frá félögum ungra manna. Auk þess 7 manna kjördæmis- stjórn, 3 þingmenn Fram- sóknarfl. í Norðurlandskjör- dæmi vestra: Skúli Guð- mundsson, Ólafur Jóhannes- son og Bjöm Pálsson. Þá sátu þingið: Þráinn Valdi- marsson framkvstj. Fram- sóknarfl. og Tómas Karls- son, ritstjórnarfulltrúi, auk nokkurra gesta. Á þinginu störfuðu eftirtaldar nefndir: Prófkjörsnefnd (11 menn), kjördæmisnefnd (13 menn), Skipulags- og blaðnefnd (10 menn), Landsmálanefnd (13 menn). Dagskrá var þann- ig. Fyrri dagur: 1. Skýrsla stjórnar og blaðið Einherji. 2. Stjómmálayfirlit og um- ræður .Síðari fundardagur: 1. Álit og tillögur nefnda, mnræður og afgreiðsla. 2. Ýmsar kosningar. Stjómmálayfirlit og umræður. Að lokinni skýrslu stjóm- ar kjördæmissambandsins flutti Ólafur Jóhannesson, alþm., formaður Framsókn- arflokksins, ýtarlegt erindi um landsmálin og atvinnu- málaþróunina í kjördæminu Keypt hefðu verið skip til Sauðárkróks og Skagastrand ar og væntanlegt nýtt skip til Hofsóss. Frystihús ena- urbætt á Siglufirði og einn- ig gangsett frystihús á Sauðárkróki og Hofsósi, og fleiri atvinnutæki sett á stofn og væntanleg, svo sem sútunarverksmiðja á Sauð- árkróki. Þá ræddi hann um hafnarbætur og skólamál og fjárframlög til þeirra. Gat um Norðurlandsáætlun og hvernig hún væri til komin, en þrátt fyrir gefin loforð og ítrekaðar eftirgrennslanir væri áætlunin ekki enn fram komin. En væntanlega yrði fé, sem áætlunin hefði yfir að ráða, úthlutað á þessu ári, — en þá af ríkisstjórn- inni. Taldi Ólafur það var- hugaverða braut, sem á síð- ustu árum hefði verið farið inn á, þegar ríkisstjórnin sjálf væri farin að úthluta á eigin spýtur himdruðum milljóna af því fé, sem frarn- kvæmdaáætlanir ættu að hafa til umráða. Benti Ólaf- ur síðan á ýmislegt, sem úr- skeiðis hefði farið og hvaða leiðir Framsóknarflokkurinn vildi fara, til þess að leysa ýmis vandamál, sem við er að etja. Að loknu erindi Ólafs tók Skúli Guðmundsson alþm. til máls. Gat um hina gífurlegu hækkun, sem orðið hefði á erlendum skuldum þjóðar- innar, og þá hættu, sem af því stafaði. Ræddi um raf- væðingu sveitanna og átaldi hversu seint gengi að ljúka henni. Miklar umræður fóru síðan fram að framsöguer- indum loknum og tóku 11 fundarmanna til máls, auk frummælanda. Samþykktir og kosningar. Seinni fundardaginn lögöu nefndir fram ályktanir og tillögur, sem voru mikið ræddar og síðan afgreiddar og vísast til þeirra á öðrum stað í blaðinu. Síðan fóru fram kosning- ar. Kosin var stjórn kjör- dæmasambandsins, en hana skipa 9 menn. 7 menn í mið- stjórn Framsóknarflokksins. 5 menn í kjörstjórn og 10 menn í Framboðsnefnd. Á sunnudagskvöld lauk þingið störfum. Fundarstjori Jóhann Þorvaldsson þakk- aði þingfulltrúum og öðrum gestum komuna til Siglu- fjarðar og góð og mikil þingstörf. Guttormur Ósk- arsson mælti lokaorð. Taldi þing þetta hafa unnið vel og hvatti Framsóknarmenn til sóknar hér í kjördæmmu. Þakkaði starfsmönnum þings ins góð störf. Siglfirðingum góðar móttökur. Óskaði öll- um góðrar heimferðar og sagði þingi slitið. Auk þeirra Þráinn og Björn, eins og áður er sagt. Einherji þakkar þeim Skúla og Daníel samtalið og upp- lýsingamar, og áttmenning- unum fyrir þeirra lofsverða framtak til atvinnuuppbygg- ingar í Siglufirði. J. Þ. Afli fogara og togveiðíbáta mun meiri en í fyrra Sigluf., 23. júli Aflabrögð fyrir Norður- landi á togurum og togveiði- bátum hafa verið mun betri það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Hafliði landaði í gær 225 lestum og hefur þá fiskað 2600 tonn síðan um áramót, þar af landað á Siglufirði um 2500 tonnum. Er það um 700 tonnum meira aflamagn en á sama tíma í fyrra. Tog- bátarnir Siglfirðingur og Margrét hafa einnig fiskað vel. Aftur hefur afli smæiri báta (trillur og htlir dekk- bátar), sem eru með hand- færi, verið minni en í fyrra. Gæftir hafa verið stopular og afli rýr. Frá Siglufirði stunda nú handfæraveiðar 20 opnir vélbátar (trillur) og 5 tíu til tólf tonna dekk- bátar. Auk aðkomubáta er leggja hér upp við og við. Frystihús S.R. hefur þeg- ar tekið á móti mun meiri afla en í fyrra og 15. júlí hafði það framleitt 42 þus. kassa eða um 1100 tonn af frystum flökum. Frá því frystihúsið ísafold tók til starfa 7. júlí s. 1. hafði bað tekið á móti um 350 tonm um um miðjan júlí.

x

Einherji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.