Einherji


Einherji - 31.07.1969, Blaðsíða 2

Einherji - 31.07.1969, Blaðsíða 2
2 EINHEE JI Ábyrgðarmaður Jóhann Þorvaldsson Árgjald kr. 50,00 Gjalddagi 1. júlí Siglufjarðarprentsmiðja Blað Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra FLOTTI Islenzkt þjóðfélag er að sporðreisast. Fólkið þyrpist saman á einu landsliorni. Annars staðar er fólksfækkun, víðast hvar raunveruleg, á stöku stað hlutfallsleg, þ. e. miðað við mannfjölgun þjóðarinnar í heild. I orði kveðnu eru allir á einu máli um, að hér sé háski fram undan. Við það situr. Kíkisvaldið tók sig reyndar til og þóttist ætla að rétta hlut landsbyggðarinnar, svo að um munaði. Auglýst var með miklu brambolti, að nú skyldu gerðar heljarmiklar framkvæmdaáætlanir fyrir heila landsfjórðunga. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að farið var að hampa Vestfjarðaáætlun í ræðu og riti sem einu stórkostlegu viðreisnarplaggi. Þó hefur þessi mikla áætlun aldrei feng- izt birt, þrátt fyrir alla eftirgangsmuni. Hitt er vitað, að fenginn var erlendur maður (auðvitað) til þess að líta sem snöggvast á Vestfjarðakjálkann, og upp úr þvi bcðið um lán úr erlendum flóttamannasjóði (víða er nú knúið á!) til þess að hefja mætti nokkrar samgöngu- bætur. Það er allt og sumt, enn sem komið er. Norðurlandsáætlun átti, ef ég man rétt, að vera til- búin fyrir nálega tveimur árum og svo mikið haft við, að stofnað var sérstalct emhætti hennar vegna. En eitt- hvað hefur meðgönguthuinn verið misreiknaður eins og fleira, því að enn bólar ekki á fóstrinu, þótt fullburða ætti að vera íyrir langalöngu — og fara af því litlar sögur. Ilins verðm’ áþreifanlega vart, að framlög til verk- legra framkvæmda á Norðurlandi, t. a. m. samgöngubóta, fara stórum lækkandi, miðað við verðgildi peninga. Margboðaðar en alltaf ófæddar landsfjórðimgaáætlanir ríldsstjórnarinnar hafa engum hvörfum valdið, engan flótta stöðvað. Og það er ekki von. Fram að þessu hafa þær aðeins átt að gagna sem „snuð“, sem stungið er upp í óvær og ómálga böm. Nú hefur að vísu verið lögfest heunild til lántöku vegna þessara áætlau_ En hvar í ósköpunum eru þær — og hvernig líta þær út? En það er vissulega fleira en vanefndar framkvæmda- áætlanir, sem veldur flóttanum og herðir strauminn til höfuðborgarsvæðisins. Meginhluti þess fjármagns, sem þjóðin hefur yfir að ráða hverju sinni, rennur þangað með einum og öðrum hætti og æ vaxandi þunga. Lang- samlega flestar ríkisstofnanir em í Keykjavík, jafnvel þær, sem hafa starfssvið sitt að mestu eða öllu leyti utan höfuðborgarinnar og eru heirni lítið eða ekkert tengdar. Er þar að sjálfsögðu ekki við núverandi stjórn eina að sakast. En þarna er einn segulliim af óteljandi mörguin, sem soga fólk og fjánnagn í stríðum straumi utan af landsbyggðinni. Nágrannar okkar, Norðmenn og Bretar, kosta kapps um að dreifa mikils háttar ríkisstofnunum mn landið til þess að liamla þar gegn fólksfækkun og draga úr sog- krafti stórborganna. Við förmn öfugt að. — Og nú er kominn til sögunnar annars konar flótti — laudílótti. Fyrir fáum ámm var hér skortur á vinnuafli, svo að ráða varð erlenda verkamenn og sjómenn hundruðiun saman. Þá var að vísu góðæri, aflaföng mikil og mark- aðsverð hátt. Enn má heita góðæri, miðað við það sem kalla mætti meðalárferði á íslandi, útflutningur mikill og markaðsverð sæmilega hagstætt móts við það, sem oft hefur áður verið; þjóðartekjur hærri á hvern mann en annars staðar víðast, að því er hagfræðingar herma. Þrátt fyrir þetta er atvinnuleysi á Islandi mn hábjarg- ræðistímann á því herrans ári 1969 — á 10 ára afmæli lofsællar „Viðreisnar“. Þrátt fyrir þetta flýja menn land í hópum. Hvað veldur þessum ósköpum? Er það flótti land- stjórnarmanna frá góðum ásetningi, gefnum loforðum, fögrum fyrirheitum? Eitt er víst: Ekki eru allar syndir Guði að kenna, eins og karliun sagði. Gísli Magnússon Híólbarðavsðgerðir, Siglufirði Hjólbarðaviðgerðaverkstæði hefur tekið til starfa að Aðalgötu 9. Gengið inn frá Vetrarbraut. Gert við allar tegundir hjólbarða. Framkvæmi einnig munsturskurð og neglingn hjólbarða, þegar líður að liausti. Opið á kvöldin og um allar helgar. Lítið inn og reynið viðskiptin. SIGURÐUR SIGURLAUGSSON Lækjargötu 6 — Siglufirði Ýmsar samjiykktir kjördæmishingsins Nauðsyn breyttrar stjórnar- stefnu. Kjördæmisþing Framsókn armanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra telur að núver- andi ástand í þjóðmálum sé órækur vottur þess, að ríkisstjórninni hafi mistek- izt í flestum greinum og stefna hennar reynst röng og háskaleg. Afleiðingarnar blasa hvarvetna við, og koma meðal annars fram í samdrætti í atvinnurekstri, atvinnuleysi, féleysi, getu- leysi til uppbyggingar og gengdarlausrar skuldasöfn- unar. Kjördæmisþingið leggur því áherzlu á nauðsyn þess, að gerbreytt verði um stefn- ur 1 efnahags- og atvinnu- málum og tekin verði upp ný stefna, er grundvölluð verði á samþykktum flokks- þings og miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, og laga- frumvörpum Framsóknar- manna um efnahags- og at- vinnumál. Sérstaklega leggur þingið áherzlu á, að tekin sé tafar- laust upp skipuleg heildar- stjórn á fjárfestingu, inn- flutnings- og gjaldeyrismái- rnn, að gætt sé meiri sparn- aðar í opinberum rekstri og skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis stöðvuð. Kjördæmisþingið telur að viðhorf frá síðustu alþingis- kosningum sé svo breytt og ástand þjóðmálanna þannig nú, að efna ætti tafarlaust til nýrra kosninga, svo þjóð- in geti markað nýja steínu og vahð nýja menn til for- ystu. i Iðnaður. Kjördæmisþing ályktar eftirf arandi: Stuðning við innlendan iðnað verður að framkvæma meðal annars með lækkun tolla á hráefnum til iðnaðar, með takmörkunum á inn- flutningi þeirra iðnaðarvaia, sem auðvelt er að framleiða í landinu sjálfu og samkeppn ishæfur er hvað útht og gæði snertir. Með auknum fjárstuðningi við iðnaðinn, m.a. með aukn- um lánveitingum og al- mennri fyrirgreiðslu, s. s. vaxtalækkun og fleira. Að íslenzk iðnfyrirtæki sæti ekki lakari kjörum hvað rafmagnsverð snertir, en er- lend iðnfyrirtæki sem í land- inu starfa. Sérstaklega skal styðja þann iðnað, sem vinnur úr íslenzkum hráefnum að mestu eða öllu leyti, og leggja áherzlu á að full- |VÍnna sjávar- og landbúnað- arafurðir sem mest í land- inu. Auka ber markaðsleit fyr- ir íslenzkar framleiðsluvör- ur til sölu erlendis. | Leitast skal við að stað- setja atvinnufyrirtæki á þeim stöðum í landinu, sem atvinnuþörfin er mest, og veita þeim fyrirtækjum sér- jstaka fyrirgreiðslu. | Gæta skal þess í sambandi við staðsetningu stóriðju- fyrirtækja með erlendu fjár- magni, að þau lúti íslenzk- um lögum og njóti 'engra sérréttinda fram yfir íslenzk fyrirtæki, og fái aldrei af- gerandi aðstöðu til að hafa áhrif á íslenzkt atvinnu- og efnahagslíf. Þingið átelur þann drátt, sem orðinn er á gerð Norð- urlandsáætlunar, og skorar á viðkomandi stjórnarvöld að leggja hana fram eigi sið- ar en á næstkomandi hausti. Sjávarútvegur. 1. Kjördæmisþingið lítur svo á, að rétt hafi verið að veita minni skipum undan- þágu til togveiða innan 12 mílna markaima, en óvíst sé nema of langt hafi verið gengið í því efni. Þingið leggur því áherzlu á, að hófs sé gætt í að stunda tog- og dragnóta- veiðar á uppeldisslóðum fisksins. Reynslan verður að skera úr hvað hagkvæmast er 1 því efni. Þingið vill þó leggja áherzlu á, að strangt eftirlit sé haft með því, að þeim reglum sem í gildi eru um landhelgisvörzlu, sé framfylgt. 2. Kjördæmisþingið lýsir ánægju sinni yfir þeim á- huga og því framtaki, sem fólkið hefur sýnt á því að útvega fiskiskip og gera um- bætur á fiskvinnslustöðvun- um. Álítur þingið að halda beri áfram á sömu braut í því efni, enda öflun sjávaraf- urða einn gildasti þáttur þess að skapa fólkinu starfs skilyrði og viðunanlegri lífs- afkornu í kauptúnum og kaupstöðum. Atvinnujöfnunarsjóður. Kjördæmisþingið lítur svo i á, að atvinnujöfnunarsjóður eða aðrir hliðstæðir sjóðir séu þarfir og nauðsynlegir til aðstoðar og uppbygging- ar atvinnulífsins. Það skipt- ,ir miklu, að öllu fjármagni, sem slíkir sjóðir ráða yfir, sé vel varið og réttilega skipt. Telur þingið óeðlilegt að þeir aðilar, sem eiga að hafa eftirlit með og yfir- stjórn yfir slíkurn lánastofn- unum, annist sjálfir fram- kvæmd þeirra mála. Afurðalán. Endurteknar gengislækk- anir skapa aukinn rekstrar- fjárskort. Þingið leggur því áherzlu á, að reynt verði að lána hlutfallslega meira út á afurðir en verið hefur. Rafvæðing. Kjördæmisþingið telur þann seinagang, sem nú er á raf- væðingu sveitanna, með öllu óviðunandi, þar sem það skapar misræmi í aðstöðu manna á svo mörgum svið- um og í vaxandi mæli, m. a. í aðstöðu til sjónvarps. Er því bersýnileg hætta á, að haldi svo fram sem horfir, leggist byggð niður á þeim stöðum, sem ekki fá raf- magn. Telur því þingið að fram- sóknarflokkurinn eigi að leggja ríka áherzlu á að þessum málum sé komið í höfn, eftir því sem í hans valdi stendur. Jafnframt telur þingið að það misræmi, sem nú er á söluverði rafmagns, sé ó-1 sanngjarnt og telur að jafna beri rafmagnsverð um allt land. Landbúnaður. Kjördæmisþingið lítur svo á, að tímabært sé að breyta og endurskoða ýmis lög varðandi landbúnað, m. a. telur það varhugavert að skipta jörðum svo hömlu- laust, sem nú er leyfilegt, með það í huga að jarðirnar bera þá vélvæðingu sem ó- hjákvæmilegt má telja við nútíma búskap ,svo og ýms- ar aðrar aðstæður, sem út- heimta meira landrými. Þingið telur að leggja beri vaxandi áherzlu á aukna til- raunastarfsemi í jarðrækt, einkum með tilliti til kóln- andi veðráttu. Þá telur þingið, að vinna beri að vaxandi gróðurvernd og uppgræðslu lands. Enn fremur skorar þingið á flokksstjórnina og þingmenn kjördæmisins að beita áhrif- um sínum til endurbóta á áburðarverksmiðjunni, og framleiða áburð sem betur hentar íslenzkum jarðvegi. Samgöngumál. Kjördæmisþingið telur að viðhald og endurbætur á vegakerfi landsins hafi ver- ið vanrækt stórlega í tíð núverandi stjórnar, og lítur svo á, að allar tekjur, sem fást af umferðinni, eigi und- antekningarlaust að reima til samgöngumála. Aðstaða ungs fólks til menntunar. Kjördæmisþingið telur ó- viðunandi þann mun, sem nú er á aðstöðu ungs fólks í landinu til menntunar og leggur höfuðáhehrzlu á að úr því sé bætt hið bráðasta. Skipulag og blaðaútgáfa. Framsögumaður Stefán Guðmundsson lagði fram eftirfarandi ályktun: a) Kjördæmisþing fram- sóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi vestra, haldið á Siglufirði 21. og 22. júní 1969, leggur ríka áherzlu á aukna útbreiðslustarfsemi, erindrekstur á vegum flokks ins í kjördæminu. Sérstaklega álítur þingið, að stuðla þurfi að eflingu „Einherja“. Samþykkir þingið að kjosa 5 manna nefnd til athugun- ar á skipulagsmálum flokks- ins í kjördæminu, ásamt blaðaútgáfunni, og skili hún áliti til sambandsstjórnar fyrir lok ágústmánaðar n.k. b) Jafnframt lagði skipu- lagsnefnd fram frumvarp að lögum fyrir kjördæmasam- bandið. Fram kom tillaga um, að vísa lagafrumvarp- inu aftur til nefndarinnar, til frekari athugunar. Var sú tillaga samþ. Syndið 200 metrana

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.