Einherji - 31.07.1969, Side 6
6
EINHER JI
Samvinnustarf
KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA 80 ÁRA
Aðalfundur Kaupfélags
Skagfirðinga var haldinn í
samkomuhúsinu Bifröst á
Sauðárkróki dagana 19. og
20. júní s. 1. Fundarstjori
var Gísli Magnússon, fimd-
arritarar Halldór Benedikts-
son og Halldór Hafstað. —
Fundinn sátu, auk félags-
stjórnar, framkvæmdastjora
og nedurskoðenda, 10 deild-
arstjórar og 46 kjörnir full-
trúar. Á fundinum var all-
margt gesta .
Fundarstj. minntist þeirra
félagsmanna, 10 alls, er lát-
izt liöfðu frá því er síðasti
aðalfundur var haldinn, þ.
14. og 15. júní 1968. Risu
fundarmenn úr sætum í virð-
ingarskyni við minningu
hinna látnu félagsmanna.
Formaður félagsstjórnar,
Tobías Sigurjónsson, skýrði
í stórum dráttum frá starf-
semi félagsins á árinu 1968.
Minnti hann á, að félagið
væri 80 ára á þessu ári.
Skýrði hann frá því í skýrslu
sinni m. a., að fjárfesting
hefði verið með minnsta
móti á síðasta ári, svo og
allar framkvæmdir. Kaup-
félagsstjóri, Sveinn Guð-
mundsson, lagði fram reikn-
inga félagsins og greindi frá
rekstri þess, svo og horfum,
í mjög giöggu og ýtarlegu
máli. — Framkvæmdastjóri
Fiskiðjimnar h. f., Marteiim
Friðriksson, skýrði frá
rekstri hennar og afkomu á
árinu 1968; var rekslur
hennar stórum hagstæðari
en 1967.
1 ræðu kaupfélagsstjóra
kom fram að félagsmenn í
árslok 1968 voni 1279. Á
framfæri þeirra, að þeim
sjálfum meðtöldum, voru
2937 manns. — Fastráðnir
starfsmenn við verzlun og
fyrirtæki voru 101 um ára-
mót. All stóku 466 manns
laun hjá félaginu. Greidd
vinnulaun, svo og greiðslur
fyrir akstur og þjónustu,
námu á árinu 1968 kr.
29.924.822,00. Sams konar
greiðslur Fiskiðju Sauðár-
króks h.f. voru 7.309.849,35.
Námu því launagreiðslur á
vegum félagsins alls rúmrnn
37,2 milljónum króna. Opin-
ber gjöld, þ. e. aðstöðugjald,
eignaútsvar, eignarskattur,
kirkjugarðsgjald, iðnlána- og
iðnaðargjald, námu samtals
kr. 1.644.319,00. Greiddur
söluskattur á árinu nam alls
kr. 6,4 millj. röskum, þar af
greitt með vörukaupum kr.
1,4 millj. tæpar.
Smásala á innlendum og
erlendum vörum, ásamt um-
boðssölu og þjónustu, nam
kr. 128,2 millj. tæpum, sem
er röskum 14 millj. kr.
hærra en 1937, eða 12,26%.
Söluverð landbúnaðarvara
nam kr. 151,3 millj. röskum,
og er það rúml. kr. 37,2
millj. kr. hærra en áður.
Heildarvelta félagsins var
279,5 millj. kr. rösklega.
Hækkun rúml. kr. 51,2 millj.
eða 22,34%. Framleiðsla
Fiskiðju Sauðárkróks h. f.
er hér ekki meðtalin, en hún
nam kr. 25.milljónum. Fram
leiðendur fengu greitt fyrir
landbúnaðarvörur 109,5
millj. kr. tæplega, eða 9,8
millj. kr. meira en árið áður.
Brúttótekjur af vörusölu
voi-u 17,65%.
Vörubirgðir verzlana og
fyrirtækja voru afskrifaðar
samkvæmt venju undaníar-
inna ára, og eru bókfærðar
til eignar á 22,5 millj. kr.
tæplega, hækkun um 7,8
millj. Er hækkunin aðallega
fólgin í auknum fóðurvöru-
birgðum, en samkv. áskorun
hafísnefndar og búnaðar-
samtakanna keypti félagið
fóðurvörubirgðir um og fyr-
ir áramót, sem nægja átLu
til maíloka með venjulegri
notkun. Bændur drógu mjög
úr fóðurvörukaupum með
þeim afleiðingum, að sam-
dráttur varð í mjólkurfram-
leiðslu fyrstu 3 mánuði árs-
ins 1969 um 19,6%, mióað
við fyrra ár. Fóðurvörubirgð
ir eru því miklar, voru um
mánaðamótin janúar—febr.
að útsöluverðmæti kr. 13,2
milljónir. Álagning 10% er
íalgeru lágmarki. Einnig
varð aukning vörubirgða
vegna tveggja nýrra verzl-
ana á árinu. Útibú í Varma-
hlíð hóf starfsemi sína í
maímánuði. Kaupfélag Aust-
ur-Skagfirðinga varð að
hætta starfsemi í nóvember-
mánuði vegna fjárhagseríið-
leika. Kaupfél. Skagfirðinga
leigði verzlunarhús félags-
ins, keypti vörubirgðir og
opnaði þar verzlun 3. des.
Þessi þjónusta var veitt
samkvæmt eindreginni ósk
stjórnar Kf. Austur-Skag-
firðinga og stjórnar S. 1. S.
Er nú unnið að sameiningu
félaganna.
Afskrift vörubirgða nam
alls kr. 13,26 milljónum. —
Bókfærð fjárfesting á árinu
var 3,5 millj. kr. Afskrift
umfram fjárfestingu um 1,3
millj. kr. Innstæður í við-
skiptareikningum nema rösk
lega 20,6 millj. kr. Innláns-
deild 34,5 millj. kr. Buridið
fé í Seðlabankanum vegna
Innlánsdeildar tæpar 7 millj.
kr. Skuldir viðskiptamanna
nema alls kr. 22,6 mihj.
tæpum. Hagur félagsins út
á við hefur batnað, m. a.
vegna þess, að birgöir
Mjólkursamlagsins hafa
minnkað og fjárfesting ver-
ið lítil.
Fasteignir félagsins, sem
eru að fasteignamati tæpl.
3,4 millj. kr., en að bókfærðu
verðmæti kr. 26,6 miilj.
rösklega, eru brunatryggð-
ar fynr kr. 103,5 millj. tæp-
iega.
Eins og fyrr var greint,
nam rekstrarhagnaður K. S.
á árinu 1968 kr. 978.619,59.
Var honum ráðstafað þann-
ig, samkv. tihögum stjórnar
og ályktun aðalfundar, að
í Varasjóð voru lagðar kr.
500.000,00, í Menningarsjóð
kr. 120.000,00, í Ferðasjóð
kvenna kr. 50.000,00, afhent
Héraðssjúkrahúsi Skagfirð-
inga til kaupa á lækninga-
tækjum kr. 300.000,00 og
yfirfært til n. á. kr. 8.119,59
Kaupfélag Skagfirðinga er
80 ára á þessu án, stofnað
23. apríl 1889. I kaffihléi
hinn fyrra fundardag flutti
Gísli Magnússon afmæiis-
ræðu. Að kvöldi þess sama
dags var fulltrúum og gest-
um sýnd kvikmyndin „79 af
stöðinni“, fyrsta kvikmynd,
sem gerð er út af skáldsögu
eftir skagfirzkan höfund.
! Frú Hólmfríður Jónasdótt
ir á Sauðárkróki flutti fé-
laginu ljóðakveðju ágæta,
og frú Hulda Sigurbjörns-
dóttir, bæjarfulltrúi, flutti
kveðjur og árnaðaróskir frá
verkakvennafélaginu Öld-
unni og verkamannafélaginu
Fram á Sauðárkróki.
Úr félagsstjóm átti að
ganga Gísli Magnússcn í Ey-
hildarholti. Var hann endur-
kjörinn. Aðrir stjórnarnefnd
armenn eru: Tobías Sigur-
jónsson í Geldingaholti, for-
maður, Jóh. Salberg Guð-
mundsson á Sauðárkróki,
ritari, Björn Sigtryggsson
á Framnesi og Jón Eiríksson
í Djúpadal, meðstjórnendur.
Árni Gíslason, Eyhildarholti
var endurkjörinn endurskoð
andi, en ásamt honum gegn-
ir því starfi Vésteinn Vé-
steinsson, Hofstaðaseli.
Á aðalfundinum voru að
venju samþykktar ýmsar
tillögur. En eigi er þess
kostur, sakir rúmleysis, að
rekja þær hér. G. M.
SkoðanakönnuR, prófkjör, sem undir-
búningur við val á mönnum á fram-
boðsiista til apngiskosninga.
Á kjördæmisþingi 1968 var
kjörin tíu manna nefnd er
tilnefna skyldi aht að 20
menn, er tækju þátt í próf-
kjöri til framboðs við næstu
aiþmgiskosningar. Formað-
ur nefndarinnar var Gísh
Felixson, Sauðárkróki. Neínd
in sldlaði hsta til formanns
kjördæmisstjórnar með 17
nöfnum. Kjördæmisþingið
samþykkti síöan framlagð-
an hsta. Þingið kaus síðan
nýja prófkjörsnefnd og lagði
hún íram eítirfarandi áiykt-
un, er þingið samþykkti:
„Almenn skoðanakönnun
skal viðhöfð, sem undirbún-
ingur við val á mönnum á
framboðslista flokksins fyrir
næstu kosmngar ú kjördæm-
inu, og skal henni hagað
sem hér segir:
1) Lagður skal fram listi,
samþ. af kjördæmisþingi,
meö nöfnum aht að tuttugu
manna, er samþ. hafa að
taka þátt 1 siikri könnun.
Nöfnum þessum sé raðaó á
listann eftir stafrófsröð.
2) Kjósandi skal velja
með númeraröð aht að fimrn
nöfnum, er - á hstanmn
standa, eða annarra er hann
vill að skipi efstu sætin og
skal talningu haga svo, að
fyrsti maður fær heilt atkv.,
annar maður 4/5, þriðji 3/5
o. s. frv.
3) Rétt til þátttöku í skoð
anakönnun þessari hafa all-
ir flokksbundnir Framsókn-
armenn í kjördæminu, sem
náð hafa kosningaaldri er
skoðanakönnunin fer fram,
svo og þeir er gefa yfiríýs-
ingu um stuðning við flokk-
inn.
4) Undirbúningur skoð-
anakönnunarinnar er í hönd-
um fimm manna yfirkjör-
stjórnar, er kosin er af kjör-
dæmisþingi, skal hún annast
um framkvæmd hennar,
annast talningu og úrvinnslu
og skila síðan niðurstöðum
til framboðsnefndar. Skoð-
anakönnun þessari skal lok-
ið fyrir næsta kjördæmis-
þing.
5) Kjördæmisþingið kýs
110 manna framboðsnefnd er
vinni úr niðurstöðum skoð-
anakönnunar og leggi fram
rökstuddar tillögur um fuil-
skipaðan framboðslista til
kjördæmisþings th fullnaöar
samþykktar.“
Vinafundur samlanda úr tveímur
helmsáifum
Útibú K. S. í Varmahlíð, liggur um þjóðbraut þvera.
Frostastöðum, 12. júlí
SíðastUðiim föstudag kom í
heimsókn hingaö til Skagafjarðar
hópur Vestur-Islendinga, undir
leiðsögn og forystu Gísla Guð-
mundssonar. Voru ferðamennirnir
á ýmsum aldri, aUt frá unglingum
upp í níræða öldunga. Er ellin
þeim eklú þung, sem leggja í
þvílíkt ferðalag eftir 90 ára jarð-
vist.
Hópurinn gisti á Blönduósi
nóttina áður, ltom við í byggða-
safninu í Glaumbæ, ók svo til
Sauðárkróks, Hóla, út Skaga-
fjörð austanverðan, til Óiafs-
fjarðar, fyrir Múlann og tU Ak-
ureyrar. Lét ferðafólkið vel yfir
komu sinni í Skagafjörð, þótt á
skyggði nokkuð, að veður var
ekki sem bezt. Þokulaust var að
vísu og fremur hlýtt, en gekk
á með rigningarhryðjum.
Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu
og bæjarstjóm Sauðárkrókskaup-
staðar buðu ferðafólkinu til há-
degisverðar að Hótel MælifeUi
á Sauðárkróki. Mættu þar sýsiu-
maður,, bæjarstjóri, nokkrir sýslu
nefndar- og bæjarstjórnarmenn
ásamt frúm, — og Stefán Eiríks-
son í Djúpadal, sem árum sam-
an dvaldi í Kanada og fann nú
þama ýmsa fomkunningja.
Jóhann Salberg Guðmundsson,
sýslumaður, bauð gesti velkomna
með stuttu ávarpi. Gísll Magnús-
son í EyhUdarholti flutti stutta
héraðslýsingu, minnti á helztu
merkisatburði í sögu héraðsins
og gat þeirra manna sem hæst
ber í skagfirzltri „mannkyns-
sögu“. GísU Guðmundsson túUi-
aði síðan ræðu nafna síns, því
að sumir ferðamennirnir sldldu
ekld íslenzku, sér til gagns a.
m. k. Á. Basmussen frá Van-
couver þakkaðl móttökur fyrir
hönd Vesur-íslendinga.
Því næst var haldið heim tU
Hóla. Skammvinnur en skemmti-
legur vinafundur samlanda úr
tveimur heimálfum var að baki.
mhg—
(Jnglingavinna
1 júnímánuði fór fram athug-
un á því, hvað margir unglingar
væru atvinnulausir. Kom þá í
ljós að hér var um stóran hóp
að ræða, aðaUega á aldrinum
15—18 ára. Eitthvað af þessum
unglingum fékk vinnu er frysti-
húsið Isafold tók tU starfa. Var
þá ákveðið af bæjarstjórn, að
Siglufjarðarbær reyndi að hefja
unglingavinnu, tU að veita nokkra
úrlausn í þessu mikla vandamali.
Bærinn fékk 400 þús. kr. lán hjá
Atvinnumálanefnd gegn jafnháu
framlagi frá bænum, þannig að
unnið yrði fyrir um 800 þús. kr.
Hófst sú vina upp úr miðjum
júni og stendur enn. Verkefnin,
sem helzt var unnið við, voru:
Girða bæjarlandið, girðing um
svæði fyrir tjaldstæði og með-
fram Fjarðará. Þá er ráðgert að
girða flugvöllinn og reisa skýU
þar.
Húsmæður
Orlofsefnd húsmæðra í Siglu-
firði gengst fyrir orlofsferð um
miðjan ágúst n.k. Farið verður
með Esju 16. ágúst austur um
land tU Beykjavikur og land-
leiðina til baka. IJmsóknir um
þátttöku þurfa að berast fyrir
5. ágúst n. k.
TJpplýsingar í síma 714 83 og
7 12 24.
Orlofsnefnd húsmæðra