Einherji


Einherji - 22.07.1970, Blaðsíða 3

Einherji - 22.07.1970, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. júlí 1970. EINHERJI 3 Mökkur frá Heklu Sigurður J. Liíndal. Ritstjóri Einherja hefur beðið mig að festa á blað sitthvað um sendinguna frá Heklu, sem henni reyndist auðvelt að koma norður yfir fjöll í byrjun maí-mánaðar. Ijessi sending mun vera hin afdrifaríkasta af þessu tagi, sem við á vestanverðu Norð- urlandi höfum fengið, síðan Skaftáreldar gengu árið 1873 með þeim hörmungum, sem þeim fylgdu, og er þó ólíku saman að jafna, sem betur fer. Mun ég nú í stuttu máli víkja að því, hversu þessir atburðir hafa komið mér fyrir sjónir og hverjar af- leiðingar hafa orðið til þessa. !Eg sat við skrifborð mitt þetta kvöld, þegar Heklugos- ið hófst. Gosið mun hafa hafizt kl. rúml. 21, og með seinni fréttum fengust fyrstu fréttir um það, sem var að ske. Kl. rúmlega 23 fór ég að taka eftir því, að mér fannst kvöldið óeðlilega dimmt. Fannst kvöldið ætti ekki að vera dimmt, komið fram í mai Um kl. 23,30 gekk ég til svefnherbergis. Var þá sem næst aldimmt. Um leið og ég gekk, leit ég út um glugga til vesturs, og sýndist mér þá, sem dagrönd væri í vesturátt, að öðru leyti var himinn aldökkur. Ekki varð mér þó þetta frek- ar athugunarefni, og ekki kom mér í hug, að nú væri gosmökkurinn að koma yfir okkur. En nú var skammt til tíðinda. Eg lagðist til svefns, en litlu síðar talaði kona mín til mín og spurði, hverju það sætti, að hún sæi ekki fyrir glugganum í svefnherberg- inu. Þetta var vissulega rétt. Það var ekkert að sjá nema glórulaust myrkur. Var nú ekki um að efast, h'vað var að ske, enda mátti heyra öskuhríðina dynja á húsinu. Ekki vildi ég láta svo for- vitnilegan atburð fara fram hjá mér. Ég fór því á stjá, m. a. til þess að vita hvort gluggar væru nægjanlega lokaðir, því að askan smaug um allt, ef nokkra glufu var að finna. Til merkis um það hversu askan leitaði inn, vil ég geta þess, að inni í sæmi- lega þéttu geymsluhúsi hér í nágrenni sá ég öskulag sem var 1—2 mm á þykkt. Um kl. 24 fór ég út og vildi at- huga, hversu þetta nýstár- lega veðurlag hagaði sér. Það var ekkert að sjá, ann- að en kolsvarta myrkur. Strekkingsvindur var af suðri, enda er Hekla í há- suður héðan og öskufallið líkt því sem moksturskafald væri. Ekki mundi ég kjósa mér þess háttar veðurlag sem ferðaveður, á meðan annars væri kostur. Mér varð sitthvað hugsað á meðan ég stóð úti í öskubylnum, um það sem nú væri að ske. Ekki get ég neitað, að mér fannst það vera léttlynt fólk, sem ég heyrði skömmu síðar segja hvert öðru fréttirnar, og hlæja að ósköpunum. Um kl. 1 var að birta í lofti og sást þá vel til fjalla, svo sem venja er til. Eitthvert öskufall varð þó síðar um nóttina, en ekki svo að miklu næmi. Morguninn 6. maí var allt svart af öskufalli. Askan var kolsvart, fínt dust, mikið iaf því fínt sem hveiti, en grófast sem fínn sandur. Mest varð öskufallið um Víði- dai, Vesturhóp og Vatnsnes norðanvert. Minnst varð það uim Hrútafjörð, og á bletti á Vatnsnesi innanverðu að vestan. Mest varð öskufallið á bletti á austanverðu Vatns- nesi. Talið er, að þar hafi hafgola komið á móti ösku- fallinu, og þess vegna hafi þar fallið svo feikilega mikið. Á því svæði sem öskufall- ið varð mest, er talið að það hafi verið 4—6 rnm. Eina mæhngu vissi ég gerða í Vest- urhópi strax að morgni, og reyndist það vera 4 mm. Tal- ið er, að þetta öskufall nemi 40—60 tonnum á ha. Má svo reyna að reikna hversu miklu Hekla hefur spúð frá sér þessar fyrstu klukku- stundir. Einnig þann leiftur- hraða, sem á gosefnum varð hér norður á Húnaflóa. Eng- um mun hafa verið ljóst í byrjun, hver vá var nú kom- in að dyrum þeirra. Þetta var heldur ekki á neinn hátt óeðlilegt. Heklugosið 1947 reyndist ekki bráðhættulegt, og gaddur og liðaveiki komu ekki fram fyrr en löngu síð- ar. I frásögn af Kötlugosinu 1918 er heldur ekki talað um vanhöld af eiturefnum. Þá var það jökulhlaupið, sem olli mestum usla. Rannsóknir sérfræðinga okkar á flúor- magni hófust fljótlega, og sagt var að fyrstu niðurstöð- ur væru væntanlegar eftir nokkra daga. En síðan kom löng þögn, það var ekki fyrr en 27. maí að niðurstöður voru birtar. Hvað þeim drætti olli veit ég ekki, en betra hefði verið að heyra strax hvað í Ijós kom, þó að ótíðindi væru. Aðstaða manna til að taka fé sitt á innistöðu var | mjög misjöfn. Raunar voru það þeir einir, sem áttu næg ! hey og höfðu vatnsleiðslu í hús sín, sem gátu verið nokk- urn veginn tryggir með skepnur sínar, að minnsta kosti þar til óumflýjanlegt var að láta út vegna sauð- burðarins. Nokkra bændur vissi ég, sem gáfu öllu sínu fé inni fram yfir fardaga, og tel ég það næstum furðulegt úthald. Ég átti eina á úti nóttina sem gosið hófst. Hún hafði leitað til fjalls, eins og sauðkinda er von á vordög- nm. Hún kom heim á þriðja degi, lagðist fyrir og var dauð næsta morgunn. Ekki tók ég nema óverulegt mark á þessari aðvörun, en síðar sá ég að sama gerðist hjá nágranna mínum, sem missti nokkrar kindur til fjalla. Sumar þeirra voru dauðar eftir 3—4 daga. Um miðjan maí var farið að leita eftir heykaupum, einkum úr Eyjafirði. Þau komu að miklum noturn, og þörfin fyrir þau var víða mjög mikil. En að hægt sé að flytja hey til annarra en þeirra, sem mesta hafa þörf- ina, er óhugsandi, þegar heil héruð verða fyrir barðinu á öskufalli, eins og hér skeði nú. Ég held að það hafi tek- izt að útvega næg hey, til þess að hægt væri að gefa kúnum inni nú fram um mán- aðarmótin, og sauðfé höfðu flestir á gjöf að meira eða minna leyti fram yfir far- daga. Alls munu hafa verið flutt að um 200 tonn af heyi. Ég mun ekki reyna að rekja hér annál vanhalda og erfiðleika, sem komu í kjöl- far öskufallsins. Skýrslum verður nú safnað um van- höldin, sem þegar hafa orð- ið. Þeir munu sárafáir, sem ekki hafa orðið fyrir meiri eða minni vanhöldum, cg þau hafa að einhverju leyti náð til allra búfjártegunda, þ. e. sauðf jár, hrossa og nautgripa. Mest hafa van- höldin orðið á sauðfé, og ég held, að ekki sé áætlað um of, þó að talið sé að þeir, sem verst hafa orðið úti, eigi nú aðeins þriðjung verð- mætis í sauðfé, miðað við það sem væri, ef áfall hefði ekki ciðið af öskufallinu. Um það segir dauðatalan ekki alla sögu. Vanhöldin komu fram í ýmsum myndum. Auk þess sem hreinlega fór yfir um, létu ær lömbum, þau fædd- ust fyrir tímann, og sumar ærnar eru aumingjar, og nú má sjá ær ganga á hnján- um, þó að hressilegar séu á annan hátt. Eitt af því, sem einkenndi þessi veikindi af öskufallinu, var það, að ærn- ar voru sinnulausar um lömb- in og mjólkuðu ekki. Jafnvel þó að þær hresstust á ný, kom ekki í þær dropi af mjólk. Það mun líka vera þekkt fyrirbæri, að flúoreitr- un fylgir lítil mjólkurmynd- un. Ég tel, að lítil mjólkur- myndun ánna muni vera höfuð ástæðan til þess, að al- mennt kom korka í lömbin, eítir að ánum var hleypt út. Veikindi komust í nautgripi á nokkrum bæjum, með drykkjarvatni, að því er tal- ið var. Ekki varð það þó að miklu tjóni, en einni kú varð að lóga. Hross voru vel undan vetri gengin, en jafn illa farin hross og sumar hryssur voru á þessu vori, hef ég aldrei séð. Folöldin, sem fæddust í maí, urðu flest vesahngar, þau sem lifðu. Hvað verður um heilsufar hrossanna í haust, get ég ekki sagt um, en fiest munu þau vera að ná sér að nýju. Stærsta áfallið var það, þegar það sýndi sig, að ný- græðingurinn var skepnun- um eitraður og að þær van- þrifust og kviðdrógust, þó að gróður væri orðinn næg- ur. Það var ekki fyrr en und- ir miðjan júní, að skepnur fóm að rétta við aftur, og fram að þeim tíma komu ærnar hlaupandi, ef að þær vissu að verið var með hey- tuggu. Nýgræðingurinn var í fyrstu gulur og korkuleg- ur, og úthaginn bar gulieitan blæ. Af þeim gróðri gat eng- in skepna þrifizt. Það var rétt fyrir miðjan júní, sem álftin kom allt í einu, og tók upp sína venjulegu háttu með kvak á tjörnum og fæðu- öflun á flóum. Það kann að virðast ólíklegt, að dýr og fuglar skynji hættu sem þessa, en engum alsjáandi gat þó dulizt, að svo var, svo greinilegt var það. Harðærisnefnd og sérfræð- ingar hafa komið hingað þrisvar sinnum á þessu vori og haldið fundi, fyrst 19. maí. Fjölmennastur var fund- ur í Ásgyrgi 12. júní. Hann sottu á þriðja hundrað bænd- ur, eða fylhlega jafn margir og alhr bændur sýslunnar. Nú þessa dagana er verið að flytja kvígur á öðru ári vest- ur á Snæfellsnes. Verða flutt- ar um 180 kvígur. Það er olrkar öryggisráðstöfun, ef illa tekst til um aðrar skepn- ur. Þetta eru þeir einu grip- ir, sem kostur er að koma á ómengaða haga. Það er oft sagt, að það sé auðvelt að vera vitur eftir á. Ég veit ekki hvort það er svo auð- velt í þetta sinn. Aðstæðurn- ar hverju sinni skapa þá möguleika, sem fyrir hendi eru. Ég held, að þegar á heildina er litið, þá hafa þeir verið notaðir. Hitt er mér fremur undrunarefni, hversu mikla varaorku bændur höfðu að láta, meðan erfiðleikarn- ir voru mestir, og hversu hey entust, eftir það hörm- ungarsumar, sem s. 1. sumar var. Hitt getur verið, að sumir hefðu haldið fé sínu meira mni en gert var á meðan hættan var mest, ef að full vitneskja hefði verið um hættuna. En hana vantaði, bæði hjá lærðum og ólærð- um. Og ennþá er það svo, að það er reynslan sem kennir. Sem betur fer eru áföll af eldsumbrotum sjaldgæf hér um slóðir. Um Heklugosið 1947 þarf ekki iað ræða í þessu sambandi. I Kötlugos- inu 1918 féll einhver aska, einkum í Skagafirði, og gam- all Skagfirðingur hefur sagt mér, að öskufallsnóttina hafi sumir, er á ferð voru, ekki náð náttstað vegna dimm- viðris af öskufalli og nátt- myrkri. En tjón mun ekki hafa orðið af því öskufalli. Heklugosið 1847 mun ekki hafa komið hér við sögu. En um Sikaftáreldana er annað að segja. Björn á Brands- stöðum kallar það ár bruna- árið. Þá féll niður notkun á afréttum árum saman og fjallagrös eyðilögðust. Enn- fremur segir í Brandsstaða- annál: „Þeir sem áttu töðu- fyrningar, héldu öllum kúm sínum, hinir ekki, því bæði fyrir heyleysi og liðaveiki varð að lóga þeim.“ Og einn- ig: „Allan veturinn varð féð, er lítið var annað en ær, smá skorið niður af vanþrifum og beinaveiki.“ Þorvaldur Thoroddsen seg- ir í riti sínu Árferðis-annáll 1865—1900 m. a. um árið 1884, þ. e. veturinn eftir Skaftárelda: „Þó varð fellir- inn fyrir norðan enn meiri en á Suðurlandi, en einna mest féll í Húnavatnssýslu vestarlega." Og ennfremur: „Vanþrif voru þó enn sem Framhald á 6. síðu Frá Gagnfræðaskola Sigluf jarðar I ráði er að starfrækja framhaldsdeild (5. bekk) við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar veturinn 1970— 1971, ef nægileg þátttaka fæst. Umsóknir um deild- ina skal senda fyrir 15. ágúst n. k. til Jóhanns Jóhannssonar, skólastjóra, eða Skúla Jónassonar, formanns fræðsluráðs, sem veita nánari upplýsingar. Nokkrir nemendur geta fengið skólavist í lands- prófsdeild, 3. og 4. bekk. Umsóknir sendist skóla- stjóra, eða formanni fræðsluráðs fyrir 15. ág. n. k. Siglufirði, 18. júlí 1970. FRÆÐSLURÁB SIGLUFJARÐAR

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.