Einherji


Einherji - 22.07.1970, Blaðsíða 4

Einherji - 22.07.1970, Blaðsíða 4
4 EINHERJI Miðvikudagur 22. júlí 1970. Samvinnustarf Sölufélag Austur- Húnvetninga AiÐALFUNDUR Sölufélags Austur-Húnvetninga var haldinn 11. maí s. 1. Árið 1969 greiddi Sölufé- lagið framleiðendum samtals kr. 107.550.000,00 fyrir inn- lagðar afurðir, en seldi af- urðir á sama tíma fyrir kr. 146.458.000,00. — Nokkur minnkun varð á innlögðum afurðum á árinu, sérstak- lega þó í sauðfjárafurðum. Innvegið mjólkurmagn hjá Mjólkursamlaginu minnkaði um ca. 6% og er nú 3.3 millj. kíló. Ur stjórn áttu að ganga Sigurður Þorbjarnarson, Geitaskarði og Ölafur Magn- ússon, Sveinsstöðum, og voru þeir báðir endurkjörn- ir. Á fundinum var stjórn fé- lagsins veitt heimild til að hefja framkvæmdir við slát- urhússbyggingu, svo fljótt sem að unnt væri. Kaupfélag Húnvetninga AÐALFUNDUR Kaupfélags Húnvetninga var haldinn 12. maí s. 1. Ur stjóm áttu að ganga Halldór Jónsson, Leys ingjastöðum, og var hann endurkjörinn, einnig HiLmar Frímannsson á FremstagiU. Baðst hann mjög eindregið undan endurkosningu, og var í hans stað kosinn Jóhannes Hinriksson, Ásholti. 1 þakk- lætisskyni fyrir langt og mikið starf hjá samvinnufé- lögunum var Hibnar Frí- mannsson kosinn heiðursfé- lagi. Kaupfélag Vestur- Húnvetninga HVAMMSTANGA AÐALFUNDUR Kaupfélags V.-Húnvetninga, Hvamms- tanga, var haldinn í húsi fé- lagsins á Hvammstanga dag- ana 19. og 20. júní. Fundinn sátu 18 kjörnir fulltrúar úr 6 félagsdeildum, stjórnarnefndarmenn, endur- skoðendur, mjólkurbússtjóri og kaupfélagsstjóri. Fundar- stjóri var kjörinn Eðvald Halldórsson, Stöpum. Fund- arritarar vom kjörnir Jó- hannes Guðmundsson, Auð- unnarstöðum og Ólafur Dan- íelsson, Sólbakka. Fundar- stjóri greindi frá hverjir fé- lagsmenn höfðu látizt frá því að síðasti aðalfundur var haldinn, þeir væm alls 10, sem er mikið mannfall í fá- mennu félagi. Fundarmenn risu úr sætum til að votta hinum látnu virðingu sína. Formaður félagsins, Eð- vald Halldórsson, Stöpum, flutti skýrslu stjórnarinnar. Gunnar V. Sigurðsson, kaup- félagsstjóri, lagði fram reikn inga félagsins fyrir árið 1969 skýrði þá og greindi frá rekstri og afkomu félagsins árið 1969. Vörusala félagsins með söluskatti nam tæpum 65 milljónum króna, sala þjónustufyrirtækja rúmum 5 milljónum og sala landbún- aðarafurða 96,6 milljónum og varð því heildarvelta fé- lagsins 166 milljónir 665 þús. Slátrað var hj félaginu 35.953 kindum sem er nokkm færra en árið á undan. Með- alfallþungi dilka var 14.375 kg., eða 1135 gr. lægra en 1968. Innlögð mjólk var 2.631.767 kg. og hafði minnkað Tim rúm 8%. Hagur félagsins út á við batnaði heldur á árinu. Innstæður í bönkum voru í árslok rúmar 10,6 millj. kr., þar af bundið fé hjá Seðla- bankanum 7,6 millj. rúmlega. Afkoma félagsins á árinu var sæmileg, afskriftir námu rúmlega 1.6 millj. króna og ákveðið var að endurgreiða félagsmönnum í stofnsjóðs- i-eikninga tæplega 339 þús. krónur. Félagsmenn voru í árslok 526. Nokkrar tillögur voru sam- þykktar á fundinum, meðal annarra eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Kaupfélags Vestur-Húnvetninga hald- inn að Hvammstanga 19. til 20. júní 1970, er ein- dregið þeirrar skoðunar að yfirleitt hafi sízt verið gert of mikið úr tjóni af margvíslegum erfiðleik- um héraðsbúa af Heklu- eldum, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Vænt- ir fundurinn því öruggrar og fullnægjandi aðstoðar af hálfu ríkisvaldsins til þess að koma í veg fyrir brottflutning fólks úr héraði, sökum búsifja af völdum fyrrnefndra nátt- úruhamfara, og lýsir yfir fullum stuðningi við tillög- ur héraðsnefndar til Harð- ærisnefndar og landbún- aðarráðherra, og væntir þess að bændur fái sem fyrst að vita hverrar að- stoðar þeir megi vænta af hálfu þess opinbera." Úr stjórn félagsins áttu að ganga þeir Eðvald Hall- dórsson, Stöpum og Jóhann- es Guðmundsson, Auðunnar- stöðum. Voru þeir báðir end- urkjörnir í stjómina til næstu þriggja ára. Björn Lárasson, Auðunnarstöðum, var endurkjörinn endurskoð- andi til tveggja ára. Fulltrúar á fundi Sam- bands ísl. samvinnufélaga voru kosnir Guðjón Jónsson, bóndi, Huppahlíð og Gunnar V. Sigurðsson, kaupfélags- stjóri, Hvammstanga. Fjölhæfasta einangrunarefnið er PQLYUREÞAN jafnt í ★ frystihús og kæliklefa k Skip og báta ★ panela og plötur ★ þolir 100° C að staðaldri ★ Lambdagildi er 0,022 Veljum íslenzkt Islcnzkan iðnað BÖRKUR h.f. Sími 52042 - Hafnarfirði Pósthólf 172 - Reykjavík Fimmti Október: Silkisií Tökum að okkur húsbyggingar, framleiðum á verkstæði glugga, útihurðir, innréttingar o. fl. Byggingafélagið Hlynur h.f. Sauðárkróki — Sími 95-5211 V.________________________________________ý HÖTEL MÆLIFELL AÐALGÖTU 7 — SEVH (95)5265 PÓSTHÖLF 39 — SAUÐÁRKRÓKI Eins manns herbergi, tveggja manna herbergi þriggja manna herbergi. Veitingar allan daginn. Leigjum sali fyrir samkvæmi Tökum á móti hópferðum. Útvegum svefnpokapláss. HÓTEL MÆLIFELL________________________ AÐALGÖTU 7 — SÉVH (95)5265 PÓSTHÓLF 39 — SAUÐÁRKRÓKI SAUÐÁRKRÓKUR: Aðeins 25 km frá Varmahlíð, aðeins 38 km til Hóla í Hjaltadal. Frá Blönduósi eru aðeins 122 km fyrir Skaga til Sauðárkróks. Byggðasafnið í Glaumbæ örskammt frá. Hver hefur ekki heyrt talað um Drangey og Glerhallavík ? SKAGAFJÖRÐUR: Fögur fjallasýn - Fjöldi sögu- staða. - Kynnizt af eigin raun hinni rómuðu náttúru- fegurð Skagafjarðar. ★ Sextán ára æska þín, óskafagur sumardraumur, vorsins ljóð með ljúfa óma. Fyrrframgreiðsla útsvara 1970 Brosið var þín guðagjöf; gullnir hljómar innstu strengja svifu á bárum bjartra hlátra. Hvítust allra rósa rós, rjóðast blóm við sólarhjarta, — Anna litla silkisif. Athygli útsvarsgreiðenda í Siglufirði skal vakin á lagaákvæði um fyrirframgreiðslu útsvara 1970, sem svarar helmingi útsvars viðkomanda 1969, fyrir 1. ágúst n. k., til að tryggja, að útsvar 1970 fáist dregið frá álagningaskyldum tekjum við út- svarsálagningu 1971. Siglufirði, 15. júlí 1970. BÆJARSTJÓRINN í SIGLUFIRÐI

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.