Einherji


Einherji - 22.07.1970, Blaðsíða 8

Einherji - 22.07.1970, Blaðsíða 8
EINHERJI Miðvikudagur 22. júlí 1970. t Bjarni Jóhannsson KVEÐJA Þegar ég í fjarlægð frétti hið sviplega fráfall Bjama Jóhannssonar útsölustjóra, komu mér fyrst í hug orðin: Óhamingju íslands verður allt að vopni. Það var Siglu- fjörður er fyrst kom í huga minn og þeir miklu erfiðleik- ar, sem Siglfirðingar hafa orðið að glíma við á síðustu árum. Mér fannst, eins og þeim, er um hafði tilvitnuð orð um ísland, að „óham- ingja“ Sigluf jarðar hefði þeg- ar fengið næg vopn, þótt ekki bættist við, að burtu væri svipt, fyrir aldur fram, þeim úr framvarðasveit í vörn og sókn Siglufjarðar, sem enn stóðu þar báðum fótum; ódeigur, bjartsýnn og úr- ræðagóður á hverju sem gekk. En því skyldi svo mælt á tungu tilfinninganna. Hafði ekki Bjarni Jóhannsson með störfum sínum hér í Siglu- firði, um 35 ára skeið, lagt það mikið af mörkum fyrir samborgara og bæjarfélag, að aðrir höfðu ekki betur að unnið, og meira var en mátti krefjast. Jú, rétt er það, en þörfin er svo mikil og mann- valið svo fátt, af mönnum eins og Bjarna, að erfitt er að sætta sig við mannskað- ann á skjótan hátt. En sízt myndi það að skapi Bjarna vinar míns að sýta og kvarta, heldur safna liði og starfa, því merkið stendur þótt mað- urinn faili, og lífið heldur sinn gang. — Og svo mimdi Bjama bezt þakkað, að þeir, sem nú taka við störfum hans, á hvaða vettvangi sem er, störfuðu að þeim með réttsýni, bjartsýni og dugn- aði Bjarna, sem öllu vildi til vegs korna, er mátti verða samborgurunum og Siglufirði til framdráttar. •Ég mun ekki hér rekja ætt Bjama, æviferil eða einstök störf. Það mun gert á öðram vettvangi, sem verðugt er. Þessi fáu orð em aðeins kveðja mín og annarra sam- herja Bjarna hér í Siglu- firði. Konu Bjarna, Guðlaugu Þorgilsdóttur, þakka ég hennar góða hlut í störfum manns hennar og stuðning við hin mörgu góðu málefni, er hún lagði mikið lið. 'Ég bið henni, fjölskyldu þeirra Bjarna, svo og öllu ættfólki, jGuðs blessunar. Jóhann Þorvaldsson Til Dessa var ekki ætlazt Ábyrgðarleysi á engan rétt á sér Eins og öllum Siglfirðing- um er kunnugt, og mörgum öðmm, urðu úrslit bæjar- stjómarkosninganna hér þau að Alþýðubandalagið fékk 3 bæjarfulltrúa. Vann einn frá Sjálfstæðisflokknum. Hinir flokkarnir fengu 2 fulltrúa hver. F'ylgi flokkanna hafði hins vegar ekki breytzt mik- ið, sem bezt sést á því, að Sjálfst.fl. tapaði 5 atkv. Fékk 317 atkv. í stað 322 1966, en Alþýðubl. fékk nú 321 atkv., en 312 1966, eða bætti við sig 9 atkv. Það vom því að- eins 4 atkv. sem réðu því, hvor fengi þriðja fulltrúann kjörinn. En breytingin varð og Alþýðubandalagið varð stærsti aðilinn og sá eini, er vann á og bar því skylda til að taka að sér forustuhlut- verk í bæjarmálum, um sam- starf flokka og framvindu mála. Nú er liðinn einn og hálfur mánuður frá kosningum og þegar ráðinn bæjarstjóri, Stefán Friðbjarnarson, sem áður var bæjarstjóri og myndaður meirihluti þriggja flokka, Alþýðufl., Framsfl. og Sjálfstæðisfl., þeirra sömu og vom í fyrri meirihluta (með 6 bæjarfulltrúa af 9, í stað 7 áður). Það er meiri- hluti sömu flokka og var og sami bæjarstjóri. Nú er það augljóst mál, að þeir sem réðu því, að breyting varð á bæjarstjórn og styrkleika flokka og raunar miklu fleiri, ætluðust til að breyting yrði á samstarfi flokka og/eða ráðningu bæjarstjóra, en sú varð ekki raunin. Af þessari ástæðu telur Einherji rétt að rekja gang mála, svo lesendur geti sjálf- ir séð hvað gerzt hefur og dregið ályktanir af því. Nokkrum dögum eftir kosningar óskaði Alþýðubl. eftir fundi allra flokka. Þar lögðu þeir fram 3 atriði. 1) Bæjarstjóra, Stefáni Frið- bjamarsyni verði falið að gegna embætti fyrst um sinn þar til nýr bæjarstjóri hafi verið ráðinn. Þessu var þeg- ar búið að ganga frá á síð- asta fundi fyrri bæjarstjóm- ar. Skrýtið að fara að end- urtaka það aftur nú! 2) Ekki yrði neinn sérstakur meirihl. innan bæjarstjómar. 3) að bæjarstjórastarfið yrði aug- lýst laust til umsóknar. — Þessum fundi óskaði Sjálfst.- flokkurinn eftir að yrði frest- að, þar til hann hefði rætt við sína fyrri samstarfs- flokka, því að þeir höfðu enn meirihluta innan bæjar- stjórnar. Þá boðaði Sjálfstfl. Alþfl. og Framsóknarfl. til við- ræðna um hvort fyrir hendi væri möguleiki á áframhald- andi samstarfi þessara aðila með Stefán Friðbjarnarson sem bæjarstjóra. Bæði Alþýðufl. og Fram- sóknarfl. töldu það ekki vera á þessu stigi málsins og Framsóknarmenn tóku fram að ekki væri fullreynt um hvort allra flokka samstarf næðist innan bæjarstjórnar, en það töldu þeir æskilegast. Þessi málalok vora kunn- gerð Alþýðubandalagi. Næst komu allir flokkar saman á frnid og þar er samþ. að skipa 4 manna nefnd, einn frá hverjum flokki, til að útbúa stefnuyfirlýsingu í bæjarmálum, sem allir flokk- ar stæðu að, og einnig var samþ. að auglýsa starf bæj- arstjóra laust til umsóknar, með umsóknarfresti til 25. júní. Meðan umsóknarfrest- ur liði áttu f jórmenningamir að vinna að málefnasamningi er allir flokkar stæðu að. Að umsóknarfresti lokn- um kom í ljós, að tvær um- sóknir höfðu borizt um bæj- arstjórastarfið frá: Stefáni Friðbjarnarsyni og Herði Sigurðssyni, Reykjavík. Þá lýsti Alþýðubandalagið því yfir, að það styddi hvorugan umsækjandann. Höfnuðu undirskrift á stefnuyfirlýs- ingu allra flokka, sem þeirra maður eins og aðrir höfðu unnið að og lá fyrir fundin- um, en óskuðu eftir að um- sóknarfrestur um bæjar- stjórastarfið yrði framlengd- ur og kosið yrði í nefndir bæjarstjórnar. Þegar málin voru þannig komin í fullkomna tvísýnu og engin samstaða flokka um nein aðalatriði, óskuðu Fram- sóknarmenn eftir fundar- frestun til frekari athugun- ar á mögulegu samstarfi flokka og ráðningu bæjar- stjóra. Síðan ræddust Fram- sóknarmenn og Alþýðufl.- menn við, en þeir eiga 4 bæj- arfulltrúa af 9 og varð því að reyna samstarf við annan- h'vom stærri flokkanna, eða báða, til þess að hægt væri að mynda starfhæfan meiri- hluta og standa að ráðningu bæjarstjóra. Þeir ákváðu síð- an að skrifa Alþýðubandal. bréf og spyrjast fyrir um hvort Alþýðubandalagið vildi taka þátt í allra flokka sam- starfi á grandvelli þeirrar stefnuyfirlýsingar, sem full- trúar allra flokka höfðu gert og fyrr er getið. Ráðinn yrði verkfræðingur eða tækni- fræðingur, sem hefði yfir- umsjón með öllum verkleg- um framkvæmdum á vegum bæjarins og Sitefán Friðbjarn arson ráðinn bæjarstjóri. Þessu b réfi svaraði Al- þýðubandalagið þannig, að þeir gætu ekki stutt Stefán sem bæjarstjóra, en ítrekuðu fyrri ummæh um, að enginn meirihluti yrði myndaður. Þannig lá þá fyrir engin samstaða allra flokka um málefnasamning eða ráðn- ingu bæjarstjóra og stærsti aðilinn, Alþýðubandalagið, sem bar skylda til, sam- kvæmt úrslitum kosninganna að hafa forgöngu um sam- starf flokka, allra eða ein- hvers meirihluta, hafði hrein lega gefizt upp og skorizt úr leik um að taka á sig nokkra ábyrgð. Neitað að styðja báða þá sem sóttu um bæjar- stjórastöðuna, sem þó var auglýst að þeirra tilstilh. Hafnað að standa að mál- efnasamningi allra flokka, sem fulltrúi frá þeim hafði þó unnið að með öðrum. Þegar máhn höfðu þannig skipazt ákváðu Framsóknar- menn, Alþýðufl. og Sjálfstfl. að standa að starfhæfum meirihluta. Ráða Stefán Frið- bjarnarson sem bæjarstjóra og vinna að framgangi mála á þeim grundvehi, er stefnu- yfirlýsingin, sem fuhtrúar ahra flokka höfðu samið, felur í sér. Þannig em þá staðreynd- irnar. Sannarlega íhugunar- verðar fyrir alla Siglfirðinga og lærdómsríkar fyrir þá, sem trúðu því að aht væri fengið með því að Alþýðubl. fengi 3ja manninn frá Sjálf- stæðisfl. Þá myndi skapazt ný bæjarmálaforysta með ráðningu bæjarstjóra. Ein- herji benti á fyrir kosningar að meirihluti Siglfirðinga óskaði breytinga á forystu bæjarmála og benti á, að þar væri um að ræða tvo val- kosti: að Alþýðubandalagið fengi sinn 3ja mann kjörinn, sem og varð, eða Framsókn- armenn sinn 3ja mann og það myndi verða Siglufirði og Sigifirðingum farsælast og leiða til samstarfs og framsóknar í bæjarmálum. Úrslit bæjar- og sveitast jórnakosn- inga í NorðurLkjörd. vestra, 31. maí 1970. Framhald af 1. síðu Skagaströnd (Höfðahr.) A-hsti 57 atkv. 1 mann kj. B-listi 50 atkv. 1 — — D-listi 104 atkv. 2 — — G-listi 35 atkv. 1 — — Hreppsnefndina skipa: Af A-lista Guðmundur Jóhann- esson, af B-hsta Jón Jónsson, af D-lista Adolf Berndsen og Sveinn Ingólfsson og af G- hsta Kristinn Jóhannsson. Sveitarstjóri er Þorfinnur Bjarnason, oddviti Sveinn Ingólfsson og sýslunefndar- maður Ingvar Jónsson. Hvammstangi. Þar var óhlutbundin kosn- ing. Hreppsnefnd skipa nú: Brynjólfm- Sveinbergsson, Karl Sigurgeirsson, Sveinn Kjartansson, Þórður Skúla- son og Jakob Bjarnason. Oddviti Brynjólfur Svein- 'bergsson, sýslunefndarmað- ur Gunnar V. Sigurðsson. Hofsós. Þar fór fram óhlutbundin kosning. — Kosnir vom í hreppsnefnd: Óh M. Þor- steinsson, Þorsteinn Hjálm- arsson, Þórður Kristjánsson, Ambjörg Jónsdóttir og Guð- mundur Steinsson. Oddviti er Þorst. Hjálm- arsson, sýslunefndarm.: Þor- steinn Hjálmarsson. Það skal reynt næst. Þetta bar lítinn árangur, af því að þeir sem tækifærið fengu flúðu af hólminum. Vhdu heldur vera ábyrgðarlausir á kostnað þeirra sem treystu þeim. J. Þ. Skrá yfir útsvör og aðstöðugjöld Skrá yfir útsvör og aðstöðugjöld í Siglufjarðar- kaupstað, álögð 1970, liggur frammi á skattstof- unni og bæjarskrifstofunni frá og með mánudegin- um 20. júlí n. k. Frestur til að skila kæmm vegna álagðra útsvara og aðstöðugjalda er til 4. ágúst n. k. Útsvarskærum skal skila til Framtalsnefndar, en kærum vegna aðstöðugjalda til skattstjóra. Siglufirði, 15. júlí 1970. BÆJARSTJÓRINN I SIGLUFIRÐI SKATTSTJÓRINN 1 NORÐURL.UMD. VESTRA Útsvör og aðstöðu- gjöld í Siglufirði L,ögð hefur verlð fram skrá um álögð útsvör og aðstöðugjöld í Siglufirði 1970. Alögð útsvör eru 16 millj. 360 þús. kr. Þar af eru tekjuútsvör félaga aðeins 201 þús. kr„ eða mn 1,2% af útsvarsupp- hæðinni. Útsvarsupphæðin í heUd er nú ca. 2 millj. kr. hærri en í fyrra. Aðstöðugjöld eru nú 2 miUj. 930 þús. kr., eða um V2 miUj. lægri en í fyrra. Lagt vax á eftir lögboðnum út- svarsstiga, að viðbættum 12%, en í fyrra var viðbótin 10%. Hæstu útsvör bera: Arngrímur Jónsson, skipstj 126.000 Jón Jóhannsson Lækjg 11 119.400 Ólafur Þorst.son læknir 180.400 Sigurður Finnsson útg.m. 119.100 Sigurður Sigurðss læknir 123.000 Aðstöðugjöld: Hraðfrystihús S. B. 416.000 Kaupfélag Sigifirðinga 410.000

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.