Einherji


Einherji - 22.07.1970, Blaðsíða 5

Einherji - 22.07.1970, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. júlí 1970. EINHERJI 5 Útgefandi: Kjördœmissamband Framsóknarmanna í Norðurl.kjördæmi vestra Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhann Þorvaldsson. Blaðamaður: Guðmundur Halldórsson. Skrifstofa og afgreiðsla: Suðurgata 3, Sauðárkróki. — Sími 5374. Pósthólf 32. Arsgjald kr. 150,00. Siglufjarðarprentsmiðja h. f. Verkföll og kjarabarátta Það er mikið búið að ræða um vinnustöðvanir og verk- föll að undanförnu. Allir virðast sammála um, að þau dragi slæman dilk á eftir sér, sem bezt væri að losna við. Langvinn verkföll hafi í för með sér f járhagslegt tjón fgrir einstaklinginn og þjóðfélagið í heild. Vafa- laust er þægilegt að sanna þá staðhæfingu með rökum. Það er t.d. dgrt spaug að láta fiskiskipaflotann liggja bundinn i höfn, þegar vel veiðist. Vinnutap í langvar- andJ. verkföllum er líka ekkert gaman mál fgrir fjöl- skgldumann. Þetta tvennt er auðvitað gott að sanna sér öðru hvoru. En hversvegna voru verkalýðsfélög stofnuð og hversvegna er boðað til vinnustöðvana? Hvaða or- sakír ráku þar á eftir? Um það eru auðvitað til heim- ildir, sem fólk getur kgnnt sér, ef það vill. Saga verka- lýðsfélaganna hefur verið rituð, ef ég man rétt. Lærdóm- at sögunnar eru góðir til að styðjast við, en staðreynd dagsins í dag er þó langtum betri og áreiðanlegri. Or- sakir verkfalla eru hinar sömu í dag og fyrir áratugum. Kjarabætur fást ekki nema með samræmdum og harð- sóttum verkföllum. Vinnustöðvanir eru varnarstríð laun- þega gegn atvinnurekendavaldi og öðrum kaupgreiðend- um, sem auðvitað vilja greiða sem minnst fyrir aðkeypta vinnu. Það er víst mannlegt eðli. Og vinnustöðvun er það alvarieg ákvörðun, að til hennar er ekki gripið fyrr en svo er komið, að láglaunafólk getur ekki dregið fram lífið fíf tekjum sínum. Hömlulaus verðbólga er þó oftast búin að éta upp fyrirfram það sem vinnast kann í kjara- bótum. Dýrtíðin er á svo hraðri ferð upp á við, að fólkið hefur tæpast við að bera sig eftir kauphækkunum, til þess að geta dregið fram lífið. Það er því stjórnarfarið, sem ber að sækja til ábyrgðar, þegar vinnustöðvanir eru fordæmdar. Islenzkur verkalýður er nýkominn úr langvinnu stríði út af sínum kjaramálum. Opinberir aðiljar höfðu lýst yfir, að atvinnuvegirnir þyldu kauphækkanir. Slíkar yfir- lýsingar eru heldur fátíðar og sennilega ekki gefnar út nema einhver veruleg innistæða sé til fyrir þeim. Samt réði gamla tregðulögmálið afstöðu atvinnurekenda, ef dæma má eftir tímanum, sem samningarnir stóðu yfir. En verulegar kjarabætur unnust í kauphækkunum og færslum milli launaflokka eða kauptaxta. Þá vaknar sú spurning, Iivað lengi fær fólk að búa að þeim óskertum. Hvað gerir ríkisstjórnin til að tryggja þessar kjarabætur fyrir hinum svoköluðu dýrtíðarráðstöfunum sínum, gengislækkunum, hækkandi tollum og sköttum. Bezt er að spá engu um það, heldur bíða átekta. En tími vinnustöðvana er áreiðanlega ekki liðinn. Þær eru enn sem fyrr eina vopn verkalýðsins, sem hann get- ur beitt í kjarabaráttu, er atvinnurekendur skilja og óttast. Og þessi vopn má liann ekki láta slá úr hendi sér. Fulltrúi vinnuveitendasambandsins, Barði Friðriksson, sagði framan við sjónvarpsskerminn nú fyrir skömmu, að verkföll væru úrelt og þau ætti að banna. Virðingar- verð hreinskilni það, en sannleikur þeirrar afstöðu úr þeirri átt kom víst engum á óvart. Kjarabætur verða seint bornar fyrir almenning á gulldiski, um leið og al- vinnuvegirnir standa undir þeim, því trúir enginn maður. Reynslan afsannar alla slíka bjartsýni. Og það er til- gangslaust að vera að þvæla um skaðsemi verkfalla fyrr en búið er að komast fyrir orsakir þeirra og afnema þær. En við búum ekki enn í samvirku þjóðfélagi. Við búum í samkeppnisþjóðfélagi, þar sem hver rakar eld að sinni köku. Það er víst mannlegt eðli. Og þangað til hugsunarháttur okkar hefur þokazt meira í átt til sam- hugs og bróðurlegra samskipta, þýðir ekki að kippa sér upp við árekstra, sem skapast í sambandi við kjaramál. G. H. Ánægður með úrslit bæjarstjórnarkosninga Rætt við Guð.jón Ingimundarson um úrslit bæjarstjórnarkosninga o. fl. Framsóknarflokkurinn á vaxandi fylgi að fagna hér á Sauðárkróki, það sanna tvennar síðustu bæjarstjóm- kosningar. Fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar 1966 átti flokkur- mn einn mann í bæjarstjóm, en bætti við sig tveimur mönnum í þeim kosningum, og meira en tvöfaldaði at- kvæðatölu sína. Eftir þær kosningar tók flokkurinn að sér forystuhlutverk í bæjar- málum Sauðárkróks. Við síð- ustu kosningar bætti flokk- urinn við sig miklu fylgi og er vafasamt, að Framsóknar- flokkurinn hafi unnið stærri sigur annars staðar á land- inu. Herzlumun vantaði til að fjórði maður á lista flokks- ins kæmist inn og þar með unninn meiri hluiti. Skýring- ar á þessari fylgisaukningu má eflaust finna margar og sneri blaðið sér til Guðjóns Ingimundarsonar fráfarandi forseta bæjarstjómar og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. — Hvað viltu segja um úrslit síðustu bæjarstjómar- kosninga hér á Sauðárkróki ? — Þegar þess er gætt, að úrslit kosninganna hér á Sauðárkróki eru stóram 'hag- stæðari fyrir Framsóknar- flokkinn en í nokkram öðr- um kaupstað á landinu, ligg- ur auðvitað í augum uppi, að ég er mjög ánægður með úr- slit þeirra. Listi Framsóknarflokksins hér fékk um 41,5% gildra atkvæða og vantaði raunar aðeins fá atkvæði til að fá hreinan meirihluta í bæjar- stjórn. Af kaupstöðunum sýnist mér við fljótlega at- h'ugun, að Keflavík komi næst með um 33%, og í öðr- um kaupstöðum verður flokk urinn að láta sér nægja enn minna hlutfall. Sést á þessu, að hlutur okkar er með ágæt- um. Einnig má benda á, að fylgi flokksins hér jókst um 3.8% kjósenda frá síðustu kosningum og er það mun meiri aukning en á nokkrum öðrum stað. — Hvernig gekk samstarf fráfarandi meirihluta? — Samstarf fráfarandi meirihluta gekk á margan hátt vel, en eins og ég hef áður sagt, að mínum dómi ekki áfallalaust. Sé ekki á- stæðu til að fara nánar út í þá sálma hér í þessu stutta samtali. Á hitt vil ég minna, að á liðnu kjörtímabili voru miklar framkvæmdir á veg- um bæjarins og atvinnulíf meira og betra en áður hafði verið, svo að trú manna á staðnum og möguleika hans jókst. Þessi ár voru ár at- hafna og framfara. — Á hverju strandaði samstaða þessara flokka um áframhaldandi bæjarstjóm? — !Ég gat þess áður, að samstarf þessara flokka í bæjarstjórn hefði stundum verið nokkuð fyrirhafnar- sarnt og tel ég, að samstarfs- flokkurinn hafi ekki gert sér grein fyrir þeirri skyldu, sem aðild flokka að meiri- hluta krefst. Alþýðuflokkur- inn lét pólitísk sjónarmið sitja ofar öðrum í sumum til- fellum. Eftir kosningamar kom þetta enn skýrar í ljós. Þeir töldu sig hina sterku í odda- aðstöðu og í skjóli hennar gætu þeir sett fram miklar kröfur og gert kosti. Tregða þeirra til að hefja raunhæf- ar viðræður um áframhald- andi samstarf, sýndi það og einnig, að þeir höfðu meiri áhuga fyrir kaupmennsku en heilbrigðu samstarfi. — Nú hafa Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðis- flokkuriim tekið höndum saman um stjórn bæjarins. Hver em að þínum dómi brýnustu verkefnin, sem bíða þeiss meirihluta til úrlausn- ar? — Já, þessir flokkar -hafa nú -tekið höndu-m saman um stjórn bæjarmálanna. Eg vona, að samstarf þeirra verði gott og bænum og mál- efnum hans til heilla. Verk- efnin eru auðvi-tað næg. I vaxandi bæ er margs vant. Verkefnaskortur -er því ekki fyrir hendi, heldur hitt, að velja þau, sem fram-gang verða að hafa. Aukning a-t- vinnulífs til lands og sjávar er auðvitað efst á blaði. Stöðug atvinna án langra bláþráða er fyrir öllu. Jafn- framt þarf að hlúa að og Kalda áfram uppbyggingu - menningar- og félagsmála- stofnana. Auka þarf skiln- ing manna á nauðsyn meira samstarfs byggða og bæjar. Gömul einangrunarsjónarmið þurfa að -ví-kja. Margt bíður að sjálfsögðu, því að fjár- magn bæjarins til fjárfes-t- ingar og uppbyggingar er auðvitað takmarkað. Upp- talningu einstakra verkefna sleppi ég að sinni, þau eru svo mörg. — Eitthvað að lokum? Mér finst alveg sérstök ástæða -til að þakka öllum þeim bæjarbúum, sem lögðu okkur lið í bæjarstjórnar- kosningunum, ýmist með þátttöku í kosningaundirbún- ingi og að öðrum störfum á íkjördegi eða og við kjör- borðið. Úrslit k-osninganna eru okkur mikils virði. Þau sýna að kjósendur hafa met- ið forystu okkar í málefnum bæjarins síðus-tu fjögur ár- in og vegna hennar veitt okkur stórlega aukinn stuðn- ing. Við munum leitast við að standa að framhaldi upp- byggingarstefnunnar næstu árin og væntum stuðnings bæjarbúa í þeirri viðleitni og -góðrar samvinnu samstarfs- flokksins. Stjórnmálafundir Formaður Framsóknar- flokksins, Ólafur Jóhannes- son, boðaði til þriggja opin- berra -stjóramálafunda í NorðurlandS'kjördæmi vestra Var sá fyrsti á Blönduósi 25. júní, á 'Sauðárkróki 27. júní og á Siglufirði 28. sama mánaðar. Alþingismennimir Björn Pálsson og Jón Kjart- ansson mættu einnig á þess- um fudum. Ræða Ólafs fjall- aði aðallega um stjómmála- viðhorfið, hugsjónamál og grundvallaratriði Framsókn- arflokksins, en hinir ræddu meira um málefni kjördæm- isins. Verulegar umræður urðu á ef-tir framsöguræð- um. Þessir fundir voru allir vel sóttir og hinir gagnleg- ustu. G. H. Vegna þrengsla verður all- mikið lesefni að bíða næsta blaðs. Eru höfundar beðnir velvirðingar á því. Næsta blað kemur út í ágúst.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.