Einherji


Einherji - 01.04.1992, Blaðsíða 3

Einherji - 01.04.1992, Blaðsíða 3
EINHERJI 3 Apríl '92 Herdís Sæmundardóttir: Breytt hlutverk félagsmálaráðs Félagsmálaráð einnig jafnréttisnefnd. I mars á s.I. ári voru samþykkt ný lög sem kveða á um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samanber 1. grein laganna er tilgangur þeirra að koma ájafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum og í 2. grein segir jafnframt: ”Konum og körlum skulu með stjórn- valdsaðgerðum tryggðir jafnir möguleikar til atvinnu, launa og menntunar”. 13. grein laganna hljóðar svo: ”1 sveitarfélögum með yfir 500 íbúa og annars staðar þar sem því verður við komið skal skipa jafnréttis- nefndir og skulu þær hafa með höndum jafnréttismál innan síns sveitarfélags sam- kvæmt lögum þessum. Skulu nefndirnar fylgjast með og hafa frumkvæði að sér- stökum tímabundnum að- gerðum til að bæta stöðu kvenna í sveitarfélaginu, taka við ábendingum vegna brota á lögum þessum og vera tengiliður við ráðuneyti og Jafnréttisráð. Enn fremur skulu nefndirnar vera ráð- gefandi fyrir sveitarstjórn í málefnum er varða jafnrétti kvenna og karla.” Samkvæmt þessu er Sauðár- króksbæ skylt að hafa starfandi jafnréttisnefnd. Ég veit hins vegar til að í nokkrum bæjarfélögum hefur verið valin sú leið að fela öðrum stafandi nefndum, t.d. félagsmálaráði, verksvið jafnréttisnefndar í stað þess að skipa sérstaka nefnd. Ekki er ólíklegt að bæjarstjórn Sauðárkróks kjósi einnig að fara þá leið og feli Félags- málaráði Sauðárkróks verk- efni jafnréttisnefndar. Slík ráðstöfun er að mínu mati alls ekki óeðlileg. Þvert á móti held ég að ýmislegt geti mælt með því að jafnréttis- málin heyri undir félags- málanefndir. Frístundafulltrúi A sínum tíma kaus bæjarstjóm Sauðárkróks þriggja manna nefnd sem í eiga sæti þeir Stefán L. Haraldsson, Snorri Bj. Sigurðsson og Björn Björnsson. Nefnd þessari er í stuttu máli ætlað að endurskoða samþykktir bæjarins með það að leiðar- ljósi að hagræða eða lagfæra það sem betur mætti fara varðandi rekstur bæjarfélagsias. Fyrir skömmu skilaði nefnd þessi tillögum að breyttu hlutverki félagsmála- ráðs og íþróttaráðs. Það er ekki ætlun mín að fara ítarlega ofan í þessar tillögur heldur einungis stikla á stóru varðandi helstu breytingar sem tillögur þessar hafa í för með sér, nái þær fram að ganga. Varðandi íþróttaráð, þá er gert ráð fyrir að það verði lagt niður í sinni núverandi mynd og þess í stað verði kosið íþrótta- og æskulýðsráð, eða FRÍSTUNDARÁÐ eins og ég kýs að kalla það, og sérstakur starfsmaður ráðinn til að sinna þeim mála- flokkum er undir ráðið heyra. Starfsmaður þessi hefði þá yfirumsjón með öllum íþróttamannvirkjum bæjarins, félagsmiðstöð, vinnu- skóla, leikjanámskeiðum og fleiru. Starfssvið Félagsmálaráðs Sauðárkróks myndi að sama skapi taka töluverðum breyt- ingum. Það hefur reyndar verið mín skoðun að unglinga- starfið, þ.e. vinnuskóli, félags- miðstöð, jafnvel skólagarðar og starfsvöllur, eigi ekkert sérlega vel heima með félagsmálunum og eðlilegra að það tengist því unglinga- starfi sem fyrir er, eins og t.d. íþróttunum. Ég, fyrir mitt leyti, tek þessum tillögum því fagnandi og sé fyrir mér meira og betra starf félags- málaráðs Sauðárkróks í þágu þeirra sem þurfa á félags- hjálp að halda og jafnframt að félagsmálaráð verði um leið virk jafnréttisnefnd er sinni starfi sínu eins og henni er ætlað. Það er einnig trú mín að skipan þessi leiði til samræmdara og betra ung- lingastarfs í bænum. Það skal þó tekið fram að ofangreindar tillögur um breytt hlutverk íþróttaráðs og félagsmálaráðs eru, þegar þetta er sett á blað, svo nýlega komnar fram að ekki hefur unnist tími til að ræða þær að gagni og alls ekki ósennilegt að þær taki einhverjum breytingum þegar farið verður ofan í kjölinn á þeim. Það er jafnframt ljóst að þessar tillögur gera ráð fyrir töluverðum breytingum í starfsmannahaldi íþrótta- mannvirkja bæjarins og sjálfsagt og eðlilegt að þeim starfsmönnum sem þar vinna gefist tími til að skoða þessar tillögur og gera sínar athuga- semdir við þær. Að lokum skal það ítrekað að það sem ég hef fjallað um hér að ofan, bæði hvað varðar skipan jafnréttismála og einnig það sem lýtur að íþrótta- og félagsmálaráði eru einungis hugmyndir og tillögur og engar ákvarðanir hafa ennþá verið teknar í þessu efni. Sauðárkróki 26. mars 1992. RAFMAGNSVERKSTÆÐI AlítlccUv MpMaymþjártutía HEIMILSTÆKJAVIÐGERÐIR ÚTVARPS- OG SJÓNVARPSVIÐGERÐIR KÆLITÆKJAVIÐGERÐIR MÓTORVIÐGERÐIR UÓSRITUNARVÉLAVIÐGERÐIR ÍSETNING Á BÍLTÆKJUM OG FARSÍMUM HÚSARAFLAGNIR OG MARGT FLEIRA ALFA LAVAL ÞJÓNUSTA ^eqnccl vócUttifiUvt! SÍMI95-35200 • FAX 95-36049

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.