Einherji


Einherji - 01.04.1992, Blaðsíða 8

Einherji - 01.04.1992, Blaðsíða 8
I Wág AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Eins og margsinnis hefur verið bent á er Einheija dreift inn á hvert heimili á Norðurlandi vestra. AUGLÝSING ÍEINHERJA KEMST TIL SKILA! /cnz) Nýtt og glæsilegt skip til Siglufjarðar Fimmtudaginn 5. mars kl 16.00 kom til Siglufjarðar nýtt og glæsilegt skip, Vaka SU. Vaka var smíðuð á Spáni og afhent Eskfirðingi h/f á Reyðarfirði á síðasta ári. Skipið er 620 brúttórúmlestir en lestarrými er 995 rúmmetrar. Vélarafl er 3600 hestöfl og togkraftur á milli 46 og 47 tonn. Til samanburðar má geta þess að skip Sjólastöðvar- innar í Hafnarfirði, Haraldur Kristjánsson HF-2, semhvað mest íslenskra fiskiskipa hefur sótt á úthafskarfa, er með tæplega 3000 hestafla vél og þar af mun minni togkraft en Vaka. Þettagefur skipi mikla möguleika á úthafsveiðum. Fyrir á Þor- móður rammi tvo ísfisk- togara, Stálvík SI-1 og Sigluvík SI-2. Blaðamaður Einherja fór á fund annars framkvæmdarstjóra Þormóðs ramma, Olafs Marteinssonar og leitaði svara við eftirfar- andi spurningum. Hvað kostar skipið og hver verður skipstjóri? Róbert Guðfinnsson forstjóri og Ólafur Marteinsson framkvæmdastjóri við hið nýja skip Siglfirðinga. VANDAÐ, ÓDÝRT, ÍSLENSKT VAKTKERFI Hentar sérstaklega vel sveitarfélögum til sameiginlegrar vaktgæslu og einnig fyrirtækjum stórum sem smáum! GÆSLA: Fyrirtæki, heimili, stofnanir verslanir GÆSLA HJÁ NOTANDA DREIFIKERFI PÓSTS & SÍMA VAKT rHíMj)—(•) SKYNJARAR: Reykur, hiti umgangur, vatn o.fl. Boðkerfi P&S 984-xxxxx Vaktboði VB-3 Símboði SB-1 eða SB-2 L VAKTMIÐSTÖÐ PS-tölva Landshlutastöð "Friðþjófur" [...1 Vaktstöð VS-1 | Sendir VAKT: í hverju byggöariagi SLÓKKVISTÖÐ, LÖGREGLA, SJÚKRAHÚS Sími á gæslustað SIMSTÖÐ P6S Vaktboði eða símboði hringir í allt að sex símanúmer á hvorri af tveimur rásum og aðvarar vaktstöð eða í síma með tónmerkjum, VAKTKERFI BAKVAKT: Hjá sérhverjum notanda FORSVARSMENN, STARFSFÓLK RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Borgarflöt 27 Sauðárkróki S: 95-35997 Skipið án kvóta kostar um 420 milljónir kr. Skipstjóri verður Hinrik Hringsson, en yfirvélstjóri verður Hörður Erlendsson. Hvað verða margir í áhöfn og er búið að ráða áhöfnina? Ahöfnin er 16 manns ogbúið er að fullráða á skipið. Nú er búið að skíra skipið Sunnu. Hvers vegna Sunnu en ekki eitthvert víkurnafn eins og á hinum togurum fyrir- tækisins? Sunna er fallegt nafn sem ber bjartsýni ákveðinn vott og við vonum að skipið beri nafnið með sóma. A hvernig veiðar verður farið og hvenœr verðurfariðífyrsta túrinn? Skipið fer til rækjuveiða fyrst um sinn. Ákveðiðer aðskipið verði tilbúið til veiða öðru hvoru megin við mánaða- mótin. Einherji óskar hinum nýju eigendum og Siglfirðingum öllum til hamingju með hið nýja skip. S.G.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.