Einherji


Einherji - 01.04.1992, Blaðsíða 7

Einherji - 01.04.1992, Blaðsíða 7
Apríl '92 EINHERJI 7 Gunnar Bragi Sveinsson. Nýr ritstjóri Einherja FERMINGARTILBOÐ Skólaritvélar á ^ ^ | -goo og ny frábaru verði! tsöm sjöf BROTHERAX 110 KR. 1 7.500 STGR. T.A. GABRIELE 100 KR. 1 7.500 STGR. SILVER REED EZ22 KR. 18.100 STGR. FACITT120 KR. 18.500 STGR. Með útgáfu þessa blaðs hefur nýr ritstjóri tekið við störfum hjá Einherja. Örn Þórarins- son, sem gengt hefur ritstjóra- störfum frá því í október 1988, hefur nú látið af því starfi og nýr ritstjóri, Gunnar Bragi Sveinsson, ráðinn í hans stað. Jafnframt því að gegna starfi ritstjóra annaðist Örn framkvæmda- stjórn fyrir kjördæmissam- band framsóknarmanna í kjördæminu, sem er með skrifstofu að Suðurgötu 3 á Sauðárkróki, það sem blaðið hefur einnig verið með sína aðstöðu. A þessu tímabili hefur Einherji komið reglu- lega út nema yfir tvo aðal sumarmánuðina, júlí og ágúst. I ritstjómartíð Arnar hefur blaðið verið fjölbreytt og tekið á ýmsum málum kjördæmisins, auk þess að vera málsvari Framsóknar- flokksins í kjördæminu og landsbyggðarfólks. Einherji hefur verið prentaður í 3.600 eintökum, 8-12 síður, og sendur ókeypis inn á hvert heimili í kjördæminu. Þeir sem þekkja til blaða- útgáfu hafa örugglega séð, að Örn er fjölhæfur blaðamaður og hefur góð tök á sínu starfi og því hefur blaðið verið fjölbreytt og skemmtilegt aflestrar. Nú, þegar hann lætur af störfum, eru honum hér með færðar sérstakar þakkir fyrir frábær störffyrir blaðið og kjördæmissambandið frá blaðstjórn Einherja og stjórn kjördæmissambands- ins. Á þessu tímabili, hefur sá er þessar línur ritar, gengt formennsku í kjördæmis- sambandinu og því haft nána samvinnu við Örn, sem ég vil sérstaklega þakka fyrir, en okkar samstarf hefur verið eins og best verður á kosið þau rúmlega þrjú ár, sem við höfum unnið saman, að þessum málum. Gunnar Bragi Sveinsson er ungur og kraftmikill eldhugi sem vænta má mikils af. Hann hefur unnið mikið starf fyrir Framsóknarflokk- inn í kjördæminu á undan- förnum árum, og þá sérstak- lega í félagi ungra framsóknar- manna, og er nú meðal annars 1. varabæjarfulltrúi llokksins i bæjarstjóm Sauðár- króks og varaformaður kjör- dæmissambandsins. Einherji mun því áfram hafa góðum starfskröftum á að skipa og sinna því hlutverki, sem til er ætlast, það er, að vera öflugt baráttutæki framsóknar- og félagshyggjufólks í kjördæm- inu, jafnframt því að vera málsvari landsbyggðarinnar og þess fólks, sem þar býr. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn, þó ekki sé tekið dýpra í árina. Um leið og ég býð nýjan framkvæmdastjóra og rit- stjóra velkominn til starfa, óska ég honum og blaðinu góðs gengis á komandi tímum. Bogi Sigurbjörnsson formaður kjördœmissambands framsóknarmanna, Norður- landi vestra. Auglýsið í Einherja STL3LU sí Borgarmýri 1. Sími 36676__ TIL FERMINGANNA •5 GERÐIR RÓMA •NÁTTBORÐ •SKRIFSAMSTÆÐUR •SKRIFBORÐ •SKRIFBORÐSSTÓLAR COMFORTSTÓLUNN AÐEINS 6.600 SHELL STÓLLINN AÐEINS KR. 6.990 OSRA.IVI - DULUX BORÐLAMPAR KR. 3.390 OG 5.350 8 - 70 JAFNAR VAXTALAUSAR GREIÐSLUR AF SÓFASETTUM, HORNSETTUM, HJÓNARÚMUM OG HVÍLDARSTÓLUM HÁTÚN SÆMUNDARGÖTU 7 SÍMI35420

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.