Einherji


Einherji - 01.04.1992, Blaðsíða 5

Einherji - 01.04.1992, Blaðsíða 5
Apríl '92 EINHERJI 5 1991. -1061. ár frá stofnun Alþingis 115. löggjafarþing. - 64. mál 65. tillaga til þings- ályktunar um endurmat iðn- og verkmenntunar. Flutningsmenn: Stefán Guðmundsson, Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir, Guðni Ágústsson. Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að kveðja saman starfshóp er hafi það verkefni að endurmeta iðn- og verkmenntun í landinu og gera tillögur að breyttu og bættu skipulagi. Starfshópurinn ljúki störfum eigi síðar en í janúar 1993. Röst SK-17, skip Dögunar, í Sauðárkrókshöfn. Kvótasala Er óhætt að aðrir en heimaaðilar hafi meirihluta- vald í fyrirtækjum í þeirra heimabyggð? Þessari spurn- ingu hafa sjálfsagt margir velt fyrirsérað undanförnu í kjölfar þeirra frétta að rækjuverksmiðjan Dögun standi í samningaviðræðum við Granda h/f í Reykjavík um kaup á kvóta frá verksmiðjunni. Það kom mjög á óvart þegar þessar fréttir spurðust út, því ekki höfðu bæjaryfirvöld á Sauðárkróki hugmynd um málið, a.m.k. ekki þá vitneskju sem þeir vildu hafa. Nú fyrir skömmu ákvað bæjarráð Sauðárkróks, sam- kvæmt tillögu Stefáns Loga Haraldssonar oddvita fram- sóknarmanna, að ráða lög- fræðing til að kanna stöðu bæjarins í þessu máli. Það hlýtur að vera samdóma álit allra sem láta sig skipta atvinnumál á Sauðárkróki að flutningur á kvóta burtu úr byggðarlaginu sé hlutur sem ekki má eiga sér stað. Ekki er þó hægt að álasa þeim Dögunarmönnum fyrir að reyna að bjarga sínu fyrir- tæki, en sé það rétt að þeir hafi ekki haft samband við önnur fiskvinnslufyrirtæki á Sauðárkróki mun ég ekki vorkenna þeim. Það skal þó tekið fram að þetta eru einungis vangaveltur urn gang mála. Það hefur lengi verið markmið framsóknarmanna að heimaaðilar skuli Itafa meirihlutavald í fyrirtækjum í heimabyggð. Það mun einhverntíma koma skýrt í ljós að sú stefna er okkur öllum til góðs sem á landsbyggðinni búum. G.B. •FATNAÐUR A HERRANN •FATNAÐUR Á DÖMUNA •FATNAÐUR Á PABBA OG MÖMMU •SKÓR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA •SKARTGRIPIR •SNYRTIVÖRUR •ÚR OG KLUKKUR •GJAFAVÖRUR •MYNDAALBÚM *FILMUR H LJOMF LUTNINGSTÆKI ÚRVAL FERMINGARGJAFA •ALLT í HÁTÍÐARtyATINN •KERTIROG SERVIETTUR / « Verið velkomip sk\(.iu:i)i\(.\iti i)

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.