Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1943, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1943, Blaðsíða 6
þörf fer lil skipa, og þar eru enn engar hagnýtar leiðir þekktar til þess að notfæra orku þessa. Notkun jarðhitans til þessa. Eins og eg drap á í upphafi, er jarðhitinn liér enn sein koniið er nær eingöngu notaður til upphit- unar. Allur fjöldinn af virkjunum er gerður af ófaglærðum mönnum. Hefir viðhaldskostnaður á virkjunum þessum af þeim ástæðum verið óeðli- lega mikill og nýting orkunnar mjög lítil. Virkjanir þessar hafa þó gefið mikla reynslu, sem gæti verið mjög verðmæt væri hún komin sainan á einn stað. Af þessum ástæðum væri þýðingarmikió að faglærð- ur maður væri kostaður til þess að ferðast um laud- ið og skoða allar virkjanir og fá þær upplýsingar um þær sem hægt er. A ferðum mínum um landið hefi eg séð allmargar virkjanir og ætla hér að lýsa aðalgerðunum. Ekki má líta á þetta sem fullkomið yfirlit, heldur aðeins sundurlausar athuganir, til jiess að benda á ýms vandamál, sem samfara eru virkjun jarðhitans. 1. Hilalagnir í íbúðarhúsum eða gróðurhúsum. Hitalögnum í húsum má skipta í tvo flokka: A. Virkjun vatns. B. Virkjun gufu. A.a. Gegnumrennsli. Þessi aðferð er víðast not- uð þar sem uppspretturnar eru nægilega hátt liggj- andi til þess að heita vatnið geti runnið frjálst gegn- um kerfið. Við laugina er steypt lítil þró, sem vatnið safnast í, eða þróin er steypt umhverfis laugina eða stífla er sett framan við laugina eftir ástæðum. Frá þrónni liggur aðallögnin heim að húsinu, þar sem hitinn á að notast. Viðast eru notaðar vatnsveitupíp- ur, en síðustu árin hafa verið notaðar asbestpipur á nokkrum stöðum. Sumstaðar eru tréstokkar. Húsalagnirnar eru með svipuðu móti og venjuleg miðstöðvarlögn og gegnumstreymið oftast stillt með loka við frárennslið. Sumstaðar er stigpípa sett við frárennslisopið, sem á að hindra það að kerfið tæm- ist. Aðferð þessi mun gefa hezta nýtingu varmans, ef rétt er virkjað. Aðferðin er þó víða ekki nothæf, a. m. k. ekki með þeim útbúnaði, sem almennt er not- aður nú. Heita vatnið er víða inengað ýnisum efn- um, sem tæra mjög rör og ofna, svo kerfið eyðileggst á stuttum tíma. Ennfremur sezt víða kísilsambönd eða önnur föst efni i kerfið og stíflar það eða draga fljótlega úr afköstum þess. Er hér mikið vanda- mál sem þarf að levsa, ef hagkvæm virkjun á að fást á mörgum stöðum. Varðandi tæringu kerfisins, þá kemur hún fram bæði innan frá og utan. Þar sem lieitar járnpípur iiggja í jörðu tærast þær oft mjög fljótt, ef raki kemst að þeim. Þessar skemmdir er hægl að liindra með hæfilegri einangrun. Tæring innan frá er al- varlegri. Gætir liennar aðallega í ofnum og heit- vatnsdúnkum. Víða má mjög hindra þessar skemmd- ir, ef kerfið er þannig útbúið, að loft komist ekki inn í kerfið. Heita vatnið, sem upp kemur úr jörð- inni, er oft mettað af ýnisum lofttegundum og verð- ur fyrst og fremst að sjá um það, að hiuar frjálsu lofltegundir, sem streyma út um vatnsopin, fari ekki inn í kerfið. Þetta er þó ekki fullkomin trygging. Ef þrýstingur verður lítill einbversstaðar í kerfinu, losnar nokkur Iiluti loftlegundanna úr upplausninni og safnast í ofnana eða hné á pípum. Þar orsakar loftið bæði skemmdir á kerfinu og minnkun af- kasta. Víða hafa heitvatnskranar verið settir beint á hitakerfin. Fer þá oft svo, sérstaklega ef mikið er látið renna, að ofnar tæmasl að nokkru leyti í kerfinu. Slíkt fyrirkomulag er að sjálfsögðu ónot- bæft. En enda þótl allrar varúðar sé gætt varðandi of- annéfnd atriði, er svo að sjá, sem jafnvel mjög lireint vatn hafi álirif á kerfin, a. m. k. þegar vatn- ið er lieitt. Öllum, sem hér eru, mun vera kunnugt um ]iað, að heitvatnsdúnkar í húsum skenímast oft tiltölulega fljótt, enda þólt aðeins hreint Gvendar- brunnavatn sé látið streyina í gegn um þá og hitna þar. Útfelling ýmsra efna, aðallega kísilsamhands i eða á kerfinu, er alþekkt fyrirbrigði. Útfellingar þessarar gætir mjög mikið á sumum stöðum en gætir annarstaðar ekki. Þar sem um gegnstreymi er að ræða, lýsir útfelling þessi sér þannig, að kísill- inn sezt innan í allar pipur og ofna. Við þetta minnk- ar að sjálfsögðu gegnumstreymið, en samtímis verða ofnarnir að meiru eða minna leyti einangraðir inn- an fná svo að varmagjöf þerra fer stöðugt jiverr- andi. Kísilútfelling lýsir sér í aðalatriðum á tvenn- an liátt: 1) föst útfelling, þar sem kisillinn sezl i fasta hellu í kerfið og 2) laus útfelling, þar sem einskonar „kolloidar“ setjast í kerfið. Báðár þessar tegundir útfellingar koma ofl fyrir í sama kerfi. T. d. getur svo verið á langri heimtaug, að á fyrstu metrunum, næst hvernum, sé föst út- felling, síðan kemur all-langur kafli með lausri útfellingu, en síðan aftur föst útfelling. A.h. Hringrás. Þegar uni hringrás er að ræða, er það ávallt sama vatnið, sem strevmir gegnuni miðstöðvarkerfið. f lögnum þeim, sem mér eru hér kunnugar af þessari gerð, er orkunýting víðast lítil. í laugina eða hverinn er látinn miðstöðvarofn, eða þá að heita vatnið frá uppsprettunni er látið streyma í stevpta þró og miðstöðvarofn látinn i þróna. Mið- stöðvarofn þessi kemur i stað ketilsins. Hverinn eða þróin stendur lægra en húsið, sem upphita á, og kerf- ið vinnur á sama hátt og venjulegt miðstöðvarkerfi. Eini munurinn er upphitun ,.ketilsins“, sem hér er upphitaður af hveravatninu.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.