Mjölnir


Mjölnir - 10.11.1943, Blaðsíða 1

Mjölnir - 10.11.1943, Blaðsíða 1
Þal þarf að fara ai hugsa fyrir hygginp nýs barnaskola. Skólamálin og uppeldi æskulýðs- ins hljóta alltaf að verða með mikilvægustu málum, sem á döf- inni eru. Uppeldi og kennsla ráða svo miklu um það, hversu nýtir þjóðfélagsborgarar börnin og ungl ingarnir verða, að til þess má ekki spara. Vanræksla þjóðfélagsins í þessum efnum kemur fram á því sjálfu. Það eru nú mörg ár síðan mikill bagi fór að verða af því við barna- kennslu hér í Siglufirði hve barna- skólinn er lítilL Þó verða að þessu Alþýðuflokkurinn verður f yrir barðinu á sinni eigin utangarðspólitík. Nýlega rann út starfstímabil manna í rannsóknarráði ríkisins. 1 lögum um það er svo fyrir mælt, að það skuli skipað einum fulltrúa frá hverjum af 3 stærstu þing- flokkunum. Þetta ákvæði var sett á þjóðstjómartímabilinu og með því átti að útiloka að Sósíalistafl. fengi þar fulltrúa. En nú er svo komið, að hann er einn af þrem stærstu þingflokkunum, og fékk hann því fulltrúa nú, en fullttrúi Alþýðuflokksins vék úr ráðinu. Sósíalistaflokkurinn tilnefndi í ráðið Björn Sigurðsson lækni, hinn hæfasta mann. Nú hefur komið fram á þingi frumvarp til breytinga á þessum lögum á þá lund, að f jórða manni skuli bætt þar við, svo að Alþýðu- flokkurinn fái þar fulltrúa. Ber nú öllum gömlu þjóðstjómarflokk- unum saman um að það sé hin mesta sanngirni að allir flokkar eigi þarna mann. Batnandi mönnum er bezt að lifa. En vel hefðu þeir mátt koma auga á sanngirni þessa fyrr en lögin fóru að bitna á þeim sjálfum. Alþýðublaðið kemst svo að orði í þessu sambandi, „Alþýðu- flokkurinn er nú sem kunnugt er fjórði stærsti þingflokkurinn“. Þetta er vel sagt. Það hljómar miklu betur eð segja „fjórði stærsti“ heldur en ,,minnsti.“ því meiri vandræði, sem lengra líður. Árlega fjörgar börnum í skólanum og verða því þrengslin æ tilfinnanlegri. Ennþá er að vísu hægt að koma börnunum fyrir til kennslu og skólastofurnar eru góðar, það sem þær ná. En þar fyrir utan er ekki húsrúm til neins. Kennaraherbergi og skólastjóraherbergi eru kytrur, sem varla er hægt að snúa sér við í. Þó er verst ástatt með geymslu- rúm fyrir áhöld skólans. Kennsla nú til dags krefst mikilla áhalda. Það þarf landabréf, hnattlíkön, ýms eðlisfræðiáhöld, áhöld til lestr arkennslu o. m. fl. Skólinn þarf að eignast gott náttúrugripasafn, bókasafn o. fl. þessháttar. En til þessa er sama og ekkert pláss. Því, sem skólinn á nú af slíkum tækjum, er alls ekki liægt að koma fyrir svo, að það komi að fullu gagni og liggur það jafnvel undir skemmdum. Húsrúm vantar til handavinnukennslunnar, þar þarf að koma upp vinnustofu til smíða og annars. í fyrra vetur var skólanum færð rausnarleg gjöf, er Guðmundur Kristjánsson, járn- smiðameistari gaf honum fullkom- in tæki til ljósbaða. Tækjum þess- um hefur verið komið fyrir í herbergiskytru í kjallaranum til þess að þau kæmu strax að nokkru gagni, en húsnæði það er algjör- lega ófullnægjandi og tæki þessi koma ekki að fullu gagni fyrr en hægt er að fá gott pláss fyrir þau. Svona mætti lengi telja. Ræsting og kynding skólans verður stórum erfiðari vegna þrengsla o. s. frv. Auk þessa eru þær breytingar orðnar á atvinnulífi í bænum síðan skólinn var byggður þarna, að stað urinn, sem hann stendur á, er mjög óheppilegur. Hann er nú alveg við hhðina á síldarverksmiðjunum með þeirri svælu og reyk, sem þeim fylgir. Umferð bíla er líka orðin svo mikil þarna, að hættu- legt er börnunum, þegar þau eru að leikjum hjá skólanum. Nú munu margir segja, að ekki séu yfirstandandi tímar heppilegir til þess að ráðast í byggingu nýs barnaskóla og er vissulega mikið til í því. Þó er það eftir því hvernig á það er litið. Við getum ekkert sagt um það, hvað næstu ár bera í skauti sínu. Margir gera ráð fyrir því, að styrjöldinni í Evrópu muni ljúka á næsta ári, en það mundi fljótlega hafa í för með sér, að flutningsgjöld lækkuðu stórum. Það er því ekkert hægt að segja um það, hvenær heppilegasti tím- inn kemur. Það er bezt að slá engu föstu um það, heldur fara að hugsa um, hvernig þessu yrði bezt komið í framkvæmd. Eitt er að minnsta kosti, sem hægt er að gera nú þegar og ekki má bíða lengur og það er að velja skólanum stað. Skólanefnd samþykkti fyrir nokkru, að mælast til þess við bæjarstjórn, að skólanum yrði val- inn staður nú þegar á skipulags- uppdrætti. Bendir skólanefndin á og mælir með sem heppilegum stað fyrir barnaskóla, túninu fyrir enda Eyrargötu, þar sem setuliðs- brakkarnir eru nú. Var skólastjóra Friðrik Hjartar falið að semja greinargerð fyrir þessu áliti sínu og nefndarinnar. Hníga mörg rök að því, að skól- anum yrði ekki valinn annar heppi- legri staður. Ekki getur komið til mála að hafa skólann utan við bæinn, því að það myndi gera börnum úr fjarlægasta hluta bæj- arins svo erfitt fyrir með skóla- göngu, að óþolandi væri. En hvað þetta snertir væri staður sá, sem hér um ræðir mjög æskilegur, því að hann liggur miðreitis í bænum. Á túninu væri ágætt svæði fyrir leikvöll. Falleg bygging eins og hinn nýi barnaskóli mun að sjálf- Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í gær, lá fyrir tilboð um sölu á hluta af nýju. tankskipi, sem varð fyrir tundur- skeyti og hlutaðist í sundur. 1 skipi þessu er hægt að fá lýsis- geymi og mjölgeymslu handa Rauðku og með því að sökkva því við'verksmiðjuna myndi fást ágæt hafnarbryggja með bómum og vindum og öðru slíku. Eftir langar umræður var fellt að taka tilboði því, sem fyrir lá, en samþykkt gagntilboð. Verður nánar sagt frá þessum málum í næsta blaði. sögðu verða, myndi njóta sín ágæt- lega þarna fyrir enda Eyrargöt- unnar og loka henni. Hann yrði þannig hin mesta bæjarprýði. Ýmislegt fleira mætti benda á, sem mælir með því, að skólanum verði ætlaður staður þarna, en út í það skal ekki farið frekara. Mál þetta þolir enga bið. Það má ekki koma fyrir, að byggt verði og byggt þangað til ekkert svæði er eftir fyrir skólann nema með því að rýma burt húsum. Með byggingu barnaskóla myndu leysast fleiri vandamál heldur en það, að skólinn fengi betra húsnæði. Bókasafn bæjarins er nú í óhæfilega þröngu húsnæði, svo að það háir mjög starfsemi þess. I barnaskólanum, sem nú er mætti fá afbragðsgott húsnæði fyrir safnið, þótt það stækkaði mikið og notkun þess ykist. Skrif- stofur bæjarins eru einnig í ófull- nægjandi húsnæði, en þær væru prýðilega komnar í núverandi barnaskólahúsi. Það sem svo bær- inn þyrfti ekki sjálfur að nota, mætti leigja út og hafa upp úr því góðar leigutekjur. Allt þetta þurfa menn að fara að gera sér ljóst. Skólinn getur ekki til frambúðar verið þarna og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Og hvað sem öðru líður, þá er hægt nú þegar að ákveða skól- anum stað og fara .að hugsa fyrir teikningum og öðru varðandi fyrirkomulag hins nýja húss. Baráttan um f járlögin. Nefndarálit um frumvarp til fjár- laga fyrir árið 1944. — Frá tninni hluta fjárveitinganefndar. ★ „Nefndin hefur ekki getað orðið sammála um frumv. Meiri hluti nefnd- arinnar hefur vikið svo verulega frá þeirri meginstefnu, er við hefðum kos- ið, að farin yrði, að við teljum ólijá- kvæmilegt að gefa út sérstakt álit og leggja fram ýmsar breytingatillögur, sem marka frumv. nýja stefnu. Við teljum, að óverjandi sé að af- greiða svo fjárlög fyrir næstkomandi ár, að ekki séu gerðar stórfelldar ráð- stafanir til þess að efla aðalatvinnu- vegi landsins og stuðla þannig að því, að þeir verði færir um að taka við sem mestu af vinnuafli landsmanna og mæta á þann hátt því atvinnuleysi, sem annars er hætta á, að skelli yfir. Þau höfuðátök, sem gera þarf í þessu efni, er endurbygging fiskiskipa- stólsins og nýsköpun í landbúnaðinum. Nú skal nokkuð vikið að einstökum hreytingatillögum og helztu ágrein- ingsefnum okkar við meiri hluta nefndarinnar. Verzlunin Geislinn SKÍÐASTAKKAR og SKÍÐABUXUR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.