Mjölnir - 10.11.1943, Blaðsíða 3
rr
MJÖLNIR
3
*
f
Kósakkar.
EFTIR
John Gibbons
Moskvafréttaritara Lundúnablaösins Dailij Worker
£**'*'.r^r\*.^r<rsr<r^srsrsr\rvrNrvrsrNrsrsrvr\rvr>rsrvr'rsrvrvr‘
M J Ö L N I R
I— VIKUBLAÐ — l
Útgefaadi: • j
Sósíalistafélag Siglufjarðar 2
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: 2
Ásgrímur Albertsson ?
Áskriftargjald kr. 10.00 árg. 2
1 lausasölu 25 aura eintakið. 2
Afgreiðsla Suðurgötu 10. í
Símar 194 og 270. ||
Blaðið kemur út alla miðvikudaga. |
<r\rNrNrr\rsrr\rvrNrsrsrsrrNrsrNrNrsryrsrsrrsr\rsrsrsrsr.rsrsr'r\r
Verkalýðsfélögin eru líftaug
alþýöunnar.
í síðasta blaði Mjölnis var birtur
dómur Félagsdóms í máli Ríkisverk-
smiðjanna við Þrótt út af eftir-vinnu-
kaupi þeirra, sem vinna á vöktum hjá
verksmiðjunum.
Deila þessi reis í byrjun vinnslu-
tímans s.l. sumar. Ætlaði stjórn verk-
smiðjanna með rangri og ósvífinni
túlkun á samningnum að hafa af verka
mönnum fé, sein nema mundi á annað
liundrað þús. króna. Þróttur skarst í
málið og eftir nokkurt þóf var sœtzt
á að greiða skyldi fyrir 5 stunda eftir-
vinnu í stað 414 ein , og verksmiðju-
stjórn taldi rétt vera, en málinu að
öðru leyti skotið til Félagsdóms og ef
liann dæmdi verkamönnum meira
skyldi það greiðast.
Nú er þessi dómur fallinn og stað-
festir liann alvég skilning verkamanna
á samningnum, Félagsdómur tclur ó-
tvírætt, að verkamenn eigi lieimtingu
á greiðslu fyrir 5% stunda eftinúnnu.
Ennþá liefur ekki verið reiknað ná-
kvæmlega hve miklu þessi viðbót, sem
verkamenn nú fá, nemur, en líklega
er það á milli 60 og 100 þús. kr.
Þegar þar við er bætt greiðslunni fyrir
liálftímann, sem sætzt var á í suinar
að greiða, þá má segja að Þróttur hafi
þarna fært verkamönnum þessum á
annað hundrað þúsund krónur.
Þótt þetta sé að vísu eitt einstakt
dæmi og það sinávægilegt, samanborið
við það, sem verkalýðsfélögin i heild
færa verkalýðnum, þá er þetta svo
augljóst dæmi, að enginn getur komist
hjá að viðurkenna það.
Dæmi eins og þetta hljóta að opna
augu þeirra, sem álíta verkalýðssam-
tökin fánýt, fyrir gildi þeirra. Flestir
skilja, þegar hægt er að sýna tölur
og það er hægt í þessu tilfelli. En það
er ekki hægt að sýna með tölum hver
mundu vera kjör verkamanna e.f eng-
in verkalýðssamtöíi væru til. En þó
munu flestir geta orðið sammála um
það, að þessar rúml. 100 þús. eru
aðeins örlítið brot af því, sem verka-
lýðssamtökin eru búin að færa með-
limum sínum og öðrum, sem fyrir
kaupi vinna.
Þó eru til menn, að vísu fáir sem
betur fer, er telja peningum þeim
kastað á glæ, sem þeir greiða til
stéttarfélaganna og það eru margir
sem að vísu greiða gjöld sín skilvís-
lega og sjá ekki eftir, en sem alls ekki
Þó að þessi önnur heimsstyrjöld
sé að mjög miklu leyti vélastyrj-
öld, flest sé vélrænt og vélknúið,
þá fyrirlítur Rauði herinn engan-
veginn hlutverk hins lítilmótlega
hests.
Riddaraherfylki í tugatali eru
óaðskiljanlegur hluti herafla
Sovétríkjanna og í hinum nafn-
frægu orrustum við Moskva, Stal-
íngrad, Taganrog, Tsernigov og
við Desna skrifuðu þessir hug-
djörfu riddarar, mestmegnis kós-
akkar, nýjan, glæsilegan kafla í
gera sér ljóst, að það er ekki nóg.
Margir félagsmenn láta ekki sjá sig
á fundum í félögum þeirra, jafnvel
svo árum skiptir. Þessir menn játa að
vísu, að verkalýðsfélögin séu þeim
nauðsynleg og þeir óska þess að þau
lifi og dafni, en þeir gera sér þaS
ekki Ijóst, a'ö rneð tómlæti sínii eru
þeir einmitt að gera sitt til þess að
brjóta þau niður, því að það getur
enginn félagsskapur lifað án þess að
haldnir séu fundir, þar sem félags-
menn ræði áhugamál sín. Til þess
eru einmitt félögin stofnuð, að menn
leggi sainan ráð sín og getu til fram-
dráttar sameiginlegum áhugamálum.
Það er enginn félagsþroski, að ætla
öðrum að taka ákvarðanir og sjá um
framkvæmdir, sem menn sjálfa varð-
ar.
Það er mönnum hollt, að þeir við
og við renni huganum til þess, sem
vera myndi, ef engin verkalýðsfélög
væru til. Það fer varla hjá því, að
þeir komi auga á það, að verkalýðs-
félögin eru það dýrmætasta, sem þeir
eiga, þau eru líftaug þeirya. Og menn
þurfa einnig að gera sér það Ijóst,
hvers félagsstarfsemi krefst til þess
að liún geti þroskast og dafnað. Skorti
á þann skilnig, þá mun illa fara, fé-
lögin munu lamast og visna og þá
munu verkamenn ekki aðeins þurfa
að vera án upphæðar eins og þessarar,
sem Þróttur liefur nú fært verkamönn-
um Ríkisverksmiðjanna, heldur tapast
þá miklu meira.
En í þessu efni er engin ástæða til
svartsýni. Skilningur verkalýðsins á
gildi samtakanna hefur aldrei verið
meiri en nú og liann fer vaxandi. Þó
eru það ekki nógu margir, sem sýna
hann í verkinu. Þ^r þarf að verða
meiri framför en verið hefur.
Verkalýðsfélögin eru nú að hefja
vetrarstarf sitt. Takið öflugan þátt í
því, Sýnið, að þið kunnið að meta
það, sem verkalýðsfélögin gera fyrir
ykkur. Aukum samlieldnina og látum
hana koma fram í meira og betra
starfi.
hinni löngu frægðarsögu sinni.
Hjá kósökkum kemur fram
samkonar hermannastolt af her-
deildarfánum sínum t. d. eins og
hjá Black Watch-herdeildinni og
öðrum fonrfrægum hersveitum
brezka hersins. Margir af þeim
fánum, sem Don- og Kuban-kó-
sakkarnir bera nú í orrustum,
blöktu yfir höfðum kósakkanna,
er sigursælar hersveitir þeirra riðu
um götur Berlínar í Sjöárastríð-
inu.
Ein herdeild Kúbankósakka ber
hreykin fána, sem á er letrað:
„Fyrir afbragðs framgöngu meðan
stóð á umsátinni um Sevastopol
1854—1855.“
Fyrir ekki löngu síðan var eg
staddur á markaðstorginu í Stan-
itsa óg horfði á riddaraliðsveitir,
sem riðu framlijá. Var það einhver
sú fegursta og áhrifamesta sjón,
sem eg hef horft á. Riddararnir
voru í fullum kósakkaskrúða. Þeir
báru hatta úr Karakúl-ull, þykkar
og hlýjar yfirhafnir úr hrosshári
og flóka, eldrauðar hettur og
skínandi sverð.
Sverð og söðlar eru ættárgripir
meðal Kósakkanna. Gamall,
skeggjaður bardagamaður, sem eg
hitti, benti mér á son sinn, sem
orðinn var hermaður og sagði, að
hann sæti ,,í sama söðlinum og
ber sama sverðið og ég barðist
með^ í rússnesk-japanska stríðinu.“
Ýmislegt hefur þó breyzt síðan
í gamla daga. Nú eru meðal ridd-
araliðssveita Rauða hersins dreka-
varnasveitir, vélbyssusveitir, loft-'
varnasveitir, deildir bifhjólamanna
og þær hafa yfir að ráða bryn-
vögnum og jafnvel skriðdrekum.
Þannig útbúið er rauða riddara-
liðið fullkomnar hereiningar, og
því eru ætluð sjálfstæð og mikil-
væg verkefni, eins og t. d. að gera
hliðarárásir, komast að baki óvin-
unum og loka undanhaldsleiðum
þeirra. Einnig er þeim oft ætlað
það verkefni að brjótast í gegnum
víglínurnar og dvelja þar vikum
saman til þess að gera allskonar
usla í bakstöðum óvinanna, eyði-
leggja flutningalestir og ráðast á
setulið ýmsra þorpa.
T.d. vann Donkósakkaforinginn
Vladimir Viktorovitsj Krjukov sér
mikla frægð sem yfirmaður her-
fylkis, sem var á ferli vikum sam-
an að baki óvinunum á miðvíg-
stöðvunum. Kósakkasveit þessi
lifði á matvælum úr birgðalestum,
sem hún náði á vald sitt. Hún
sprengdi upp brýr og járnbrautar-
lestir, réðst á hersveitir og olli ó-
vinunum á margan hátt óútreikn-
anlegu tjóni.
Þegar Rauði herinn sótti til
Rostov í byrjun þessa árs, var
Kirisjenko hershöfðingja Kúban-
kósakkaherfylkis skipað að fara á
undan og ráðast yfir Don nokkuð
ofan við borgina. Kósakkarnir
börðust áfram að Don, en þá sáu
þeir fyrir sér ís, hálfrar mílu breið-
an og svo glerhálan, að hvorki
menn né hestar gátu fótað sig á
honum.
Án þess að hika andartak skip-
aði Kirisjenko mönnum sínum að
fara úr ,,burkum“ sínum, svört-
um hrosshárskápum, og breiða þær
á ísinn. Og á þessari ,,ábreiðu“ fór
svo herfylkið yfir fljótið og átti
ekki óverulegan þátt í sigrinum
við Rostov.
Nú alveg nýlega var Kósakka
Kirisjenko getið í fyrirsögnum
blaðanna. Urðu þeir þá frægir
fyrir það að fara 200 kílómetra
leið til að komast að baki óvin-
unum á Taganrog-svæðinu. Flestir
manna Kirisjenko eru bardaga-
menn frá fyrri heimsstyrjöld og
80 af hverjum 100 börðust þá
undir stjóm Budjennys marskálks.
í þessari herdeild er það alls
ekki óvenjulegt að hitta fyrir feð-
ur og syni, sem berjast hlið við
hlið. Tikon Sevsjenko liðsforingi
er þarna ásamt þrem sonum sínum
og einnig hinn sextugi Nikolai
Grachev, sem situr Kósakkahest
sinn með sömu prýði og þrír synir
hans og tveir sonarsynir.
Þessi sextugi bardagamaður
særðist við Rostov og þegar gert
hafði verið lítillega að sárum hans,
hljóp hann af stað og hrópaði til
sona sinna: „Drepið þá, drengir!
Munið að þið eruð Kúban-Kós-
akkar!“
Mestan heiður fyrir þjálfun og
útbúnað riddaraliðs Rauða hers-
ins á Budjenny marskálkur, sem
sjálfur er gamall riddaraliðsmaður
Stjórnaði hann 1. riddaraliðshern-
um í borgarastyrjöldinni. 1 félagi
við aðra bardagamenn, óbreytta
og foringja, frá dögum borgara-
styrjaldarinnar, hefur Budjenny
verið óþreytandi við að þjálfa og
útbúa riddaralið það, sem nú skelf-
ir einna mest þýzku hermennina.
Á tímabilinu milli heimstyrj-
aldanna vantaði ekki „sérfræð-
ingana, “ sem töldu að tilkoma'skrið
drekanna útrýmdi riddaraliðinu úr
nútíma her. Fáir í Rauða hernum
tóku þátt í slíkri röksemdafærslu
nema rétt fyrst í stað.
Stalín og aðrir í yfirstjórn
Rauða hersins gáfu lítinn gaum að
deilum þeim um skriðdreka og
riddaralið, sem fram fóru erlend-
is, en spöruðu enga fyrirhöfn við
að mynda nýjar riddaraliðsveitir
og útbúa þær, jafnframt því, sem
þeir komu upp skriðdrekasveitum