Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1944, Blaðsíða 6
20
TÍMARIT V. F. I. 1944
tekið að grænka, nema livað hvannirnar við ströndina
voru að bvrja að skjóta kollununi upp úr sinunni.
Trjágróðurinn var mjög kræklóttur, en ekki er okk-
uí kunnugt um það, livaða tegundir þar eru, en þar
mun mestmegnis vera björk.
Af farvegsbotninum neðan við hólmann, þar sem
stytzt er i land má sjá að erfitt er að vaða þar vfir,
því að dýpi verður þar allmikið og stríður strengur
vegna hallans. Það er mun grynnra að vaða frá hólm-
anum upp eftir ánni og svo í land allmiklu ofar.
Margir fóru einnig út í hólmann i írafossi. Er
hann gróinn grasi og var þar sina mikil.
Nokkuð af veiðimönnum hafði gerl sér ferð aust-
ur, en litið munu þeir liafa grætt á ferðinni, annað
en það að sjá veiðihyljina sina. Silungurinn bafði
nógan tíma til þess að fela sig í gjótum og gjám
áður en bjart var orðið og það voru ekki nema smá-
seiði, sem höfðu einangrazt í skessukötlum og bolum.
Steingrímur Jónsson. Steinþór Sigurðsson.
Kæling bræðslusíldar
í áliti nefndar þeirrar, er ríkisstjórnin skipaði 12. nóv. 1942.
Fyrir skömmu er komin út bók, sem nefnist:
„Rannsókn á rekstri síldarverksmiðja rikisins. Alit
nefndar þeirrar, er ríkisstjórnin skipaði 12. nóv.
1942.“ Er hún gefin út af stjórn og framkvæmda-
stjóra síldarverksmiðja ríkisins, i samráði við at-
vinnumálaráðuneytið.
Eg hefi alllengi beðið bókar þessarar með nokk-
urri eftirvæntingu, en útkoma hennar hefir ekki
stuðst við mikla auglýsinga- eða sölustarfsemi —
eins og tíðkast um bækur nú á timum og var það
aðeins fyrir liendingu, að eg rakst á hana i bóka-
verzlun nú nýverið.
Með ])ví að eg geri ekki ráð fyrir, að bók þessi
komist yfirleitt í almenningseign, ætla eg að geta
bennar hér að nokkru, enda býr hún vfir ýmsum
fróðleik, sem er of verðmætur til ])ess að glevmast.
Eg ætla þó límans og rúmsins vegna að einskorða
mig við aðeins eitt af þeim viðfangsefnum, sem bók-
in ræðir um, sem sé geymslu bræðslusíldar, en láta
öðrum eítir önnur þau mál, sem umtals eru verð.
I.
Eins og þeim, sem áhuga hafa fyrir rekstri sildar-
verksmiðja, er kunnugt, liafa um mörg ár staðið
harðar deilur um það, hvort hægt væri á hagkvæm-
an hátt að auka móttökugetu og afköst síldarverk-
smiðja mcð því að kæla bræðslusild, er væri þá
gert annaðhvort í sérStökum kæliþróm eða í stór-
um bingjum, er einangraðir væru að nokkru leyti
fyrir sól og lirkomu.
Eg bafði árið 1936 öðlast niikla trú á þvi, að þetta
væri hægt, og tilraun, sem eg lél framkvæma sum-
arið 1937 gaf mjög góðan árangur.
Þrátl fyrir Jienna góða árangur gekk ýmsum
illá að skilja það, að kæliþró þessi væri til nokkurs
nýt og var haldið uppi töluverðri ófrægingarstarf-
semi i minn garð vegna tilraunarinnar, jafnvel eftir
að eg vai' löngu farinn af landi brott og hvorki gat
né hirti um að bera liönd fyrir böfuð mér.
Svo var mál með vexti ,að þar sem kæliþróin var
byggð að vori og ekki tilbúin fyrr en i vertíðarbyrj-
un, þá hafði auðvitað ekki verið hægt að safna í
liana snjó til fyrirliugaðrar kælingar, og var aðeins
lítill snjór fyrir hendi í gömlu ísliúsi í grenndinni,
þegar sildin tók að berast að í geysimiklum hrolum.
Var því aðeins hægt að kæla litinn hluta þeirrar síld-
ar, sem í þróna var látin, og reyndisl kælda síldin
ágætlega, þegar hún var brædd, þá mánaðar gömul.
Okælda síldin geymdist að voiium illa, enda mun
bún hafa legið allt að ])ví tvo mánuði, og voru
skenundirnar, sem urðu á ókældu sildinni, teknar
sem dæmi upp á það, hvers vænta mætli af kæling-
unni.
Þegar eg kom aflur til íslands Iveim árum síðar,
rak eg mig oftar en einu sinni á það, að mannorð
mitt hafði beðið ekki alllítinn linekki vegna liinnar
illræmdu þróar, og vissi eg jafnvel um dæmi, þar
sem þelta bakaði mér fjárliagslegl tjón!
Eremslur í flokki þeirra nianna, sem erfitt áttu
mcð að skilja, bvað um var að vera, var núverandi
framkvæmdastjóri ríkisverksmiðjanna, herra Jón
Gunnarsson, vegagerðarverkfræðingur, sem orðið
liafði að víkja frá verksmiðjunum skömmu áður en
eg var beðinn að laka þar við framkvæmdastjóra-
starfinu. Ekki liafði eg ])ó átt neinn þátt í frávikn-
ingu lierra Jóns Gunnarssonar.
Þess má gela nærri, að herra .1. G. hafði lílinn hug
á ])vi, er draumur hans um að verða framkvæmda-
stjóri á ný uppfylltist, að Iialda áfram þeim tilraun-
um, sem hann i ræðu og riti hafði ávallt talið fjar-