Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1944, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1944, Blaðsíða 10
24 TÍMARIT V.F.I. 1944 við The College of Fisheries í Washington, Seattle, og vann síðan næstu lö ár að teikningum, hyggingum og rekstri fiskimjöls- og síldarverksmiðja í Noregi, Alaska, Canada, Hawaii-eyjum og við báðar strendur Bandarikjanna. Mun Mr. Anderson m. a. hafa séð um byggingu Dagverðareyrar-verksmiðjunnar og dvalist hér eitt ár á Dagverðareyri. Starf Mr. Anderson hefir ýmist verið viðskiptalegs eðlis eða við ýmiskonar tilraunir i sambandi við Fish and Wildlife Service, og liefir hann jafnframt starfað sem yfirmaður fyrir Division of Fishery Industries og sem fiskimálaráðunautur handarísku stjórnar- innar í Washington. Ætli af þessu að verða ljóst, að maður þessi er enginn reynslulaus nýgræðingur i fiskiðnaðarmálum. Álit þessa manns er í fáum orðum eftirfarandi: „I believe that preserving methods of this type (snow cooling) have an important future role, not only in Iceland, but in various places in the United States, particularly Alaska“, eða í þýðingu: „Alit mitt er, að gevmsluaðferðir af þessu tagi (snjókæling), eigi sér þýðingarmikla framtíð fvrir höndum, ckki aðeins á íslandi, heldur og á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum, sérstaklega í Alaska“. IV. Það var ekki i mínum verkahring að hindra það, að Mr. A. W. Anderson aflaði sér prenlaðra áragam- alla ritgerða um kælingu hræðslusiklar og héldi því fram við láns- og leigulagastofnunina, að Islendingar œttu að hagnýta sér Jiessa kælimöguleika áður en heimtaðar væru fleiri vélar og verkfæri, sem Banda- rikjamönnum var örðugt að láta af hendi vegna st y r j a ldar reks tur sin s. En það er í verkahring framkvæmdastjórans Jóns Gunnarssonar og stjórnar síldarverksmiðja ríkisins að svara til saka um það, ef ennþá leikur vafi á því, hvort kæling hræðslusildar er hagkvæm gevmsluað- ferð. er getur aflað milljónatuga i þjóðarbúið. Ef fundizt hefðu saltnámur í Siglufjarðarskarði með svo ágætu salti, að það geymdi síld óskemmda vikum og mánuðum saman, þá myndi margur hyggja, að óhætt mvndi að stækka þrærnar, sækja saltið í námurnar og veita hrotusíldinni tafarlaust móttöku. Siglfirzki snjcrinn er saltið. Gísli Halldcrsson. Vatnsrennsli í Soginu. I Timariti V. F. t. 1917, hls. 32, er getið um tvær vatnsrennslismælingar í Sogi. Þá fyrri gerði Guðm. Illiðdal 14. sept. 1908, rélt þar fyrir neðan, sem Sog- ið fellur úr Úlfljótsvatni. Mældist rennslið þá 85 m'Vsek. 24. april 1909 gerði þáverandi landsverkfræðingur Th. Krabbe aðra mælingu og mældist rennslið ]>á 79 m:i/sek. í tímaritinu 1927, bls. 51 stendur: „Frá því í nóv. 1D18 hafa að tilhlutun vegamála- stjórnarinnar verið gerðar daglegar mælingar á hæð vatnsborðsins í Soginu, á mælingastað við Bíldsfell, og sýna mælingar þessar, að rennsli Sogsins er mjög jafnt allan ársins hring, venjulega 80 90 m3/sek. Á sex ára tímabili 1919 1924 hefir meðalrennslið reynst 80 m3/sek„ en mesta árs-meðalrennsli 89 m3/sek. árið 1921. Minnsta rennsli, sem mælt hefir verið, er 74 m3/sek. i bvrjun maímánaðar 1920, en mesta rennsli, scm mælt hefir verið er 109 m3/sek. i febr. 1922 í stórrigningu eftir frostkafla. Mesta rennsli á þessu scx ára tímabili verður þannig tæplega 1,5 sinnum meira en minnsta rennsli." Þessar mæliborðsathuganir stóðu yfir til 1. april 1929. Ráðunaular Revkjavíkurbæjar við virkjun Ljósa- foss. þeir verkfræðingarnir Berdal og Nissen, lögðu svo þessar tölur lil grundvállár við að ákveða véla- afl í stöðinni. Reiknuðu þeir með minnsta dægur- rennsli án miðlunar 78 m3/sek„ þar sem minna dægui rennsli var svo fátítt, og minnsta meðalrennsli 80 m3/sek. Þvi næsl voru gjörðar vatnshæðarmælingar i Soginu hjá Syðri-Brú, skammt fyrir ofan írufoss og stóðu þær vfir frá því i okt. 1924 til mai 1929. Siðan lágu athuganir niðri þar lil virkjun var á- kveðin i Ljósafossi en þá voru gerðar vatnsborðs- mælingar IVá 1. se])t. 1933 til 25. scjjt. 1937. Frá ár- imi 1928 lil 1937 voru svo gerðar (i vatnsrennslis- mælingar og mældist rennslið við þær allar nokkru meira en mæliborðstaflan gaf lil kynna. Síðan Ljósafossstöðin tók til starfa i okt. 1937 hefir verið fært i dagbækur hennar 4 sinnum á sól- arhring vatnshorðsliæð l'yrir ofan stífluna svo og op á yfirföllum og botnsrásum. Með því að gjöra sér töflur yfir gegnstreymi í

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.