Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1949, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1949, Blaðsíða 3
Tím. V.F.Í. 1949. 3. liefti. Varmatap neðanjarðaræða. Eftir Gunnar Böðvarsson. í tekniskum ritum og handbókum er nær ekkert að finna um útreikninga á varmatapi neðanjarðar- æða fyrir heitt vatn og gufu við þau skilyrði, sem slíkar lagnir eru notaðar hér á landi. Þetta er reynd- ar mjög skiljanlegt, því að verðgildi varma frá jarð- hitasvæðum er oftast mun lægra en varma úr kol- um og olíu, en það hefur ólíkar gerðir af einangrun í för með sér. Varmi úr kolum og olíu er það dýr, að umfangsmikil einangrun er nauðsynleg, til þess að það yfirleitt geti komið til mála að leiða hann langar vegalengdir. Verðgildi varma frá jarðhita- svæðum er hinsvegar þannig, að mjög oft er frá fjárhagslegu sjónarmiði algerlega rangt að nota dýra einangrun, og réttast að leggja alla áherzlu á að gera lagnirnar sem ódýrastar, þó það sé á kostnað varmans. Höfundur hefur undanfarin ár rekið sig á, að hugmyndir manna um þessi efni eru nokkuð óljósar, og taldi hann því ástæðu til þess að taka málið til athugunar. Það virðist að svo stöddu máli nauðsynlegt að finna ábyggilegan grundvöll til þess að byggja útreikninga á. Gerum ráð fyrir að vatn streymi um lárétta hring- laga rás með þvermálinu d á dýpinu h, sem er tals- vert stærra en d, í jarðvegi, sem hefur varmaleiðslu- stuðulinn c; hiti vatnsins sé T0, en hiti á yfirborði jarð- ar sé 0 (það þýðir ekki að gert sé ráð fyrir 0°C á yfir- borðinu); og vatnsmagnið sé það mikið, að hita- fallið í allri rásinni sé lítið, þ.e. að reikna megi með óendanlega langri rás. Með því að leysa varmaleiðslu- jöfnuna fyrir stöðugan (stationary) varmastraum við þau randskilyrði, sem hér hafa verið gefin, þ. e. hiti 0 á yfirborði og hiti T0 á yfirborði rásarinnar, má reikna varmastrauminn frá rásinni til yfirborðs- ins. Þetta er auðveldast að gera með því að hugsa sér jarðveginn framlengdan fram yfir yfirborðið og annarri jafn stórri rás í hæðinni h komið fyrir þar, en hiti vatnsins í henni sé -r- T0.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.