Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1949, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1949, Blaðsíða 8
34 TÍMARIT V.F.I. 1949 2. mynd. Skútueyri. við Skútueyri (sjá 3. mynd). Skriðan hefur svo þrengt ánni upp að holtinu og myndað þar með nú- verandi farveg. I Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (skrásett 1712) segir meðal annars um jörðina Ráeyri: „Túninu spillir á einum stað Ráeyrará með grjóts og sands áburði. Enginu spillir vatn, sem etur úr rótina, og sjáargangur sem ber sand og hroða á hólmana.“ Hér virðist talið, að undir- lendið við árósana sé líkara hólmum en eyri, og að þeir liggi opnir fyrir haföldu. Þetta undirlendi hef- ur verið mjög lítið, þar eð það hefur grafizt með öllu af skriðunni, en ljóst er af landslagi, að þarna hlýtur að hafa verið lítið eitt vik í ströndina, hvar hefði getað myndazt eyri eða óshólmar. Að nokkru leyti í vari og í áframhaldi af skrið- unni myndaðist Skútueyrin, lágur malaroddi, mjög innað beygður, undan öldu og straumi. 1 kverkina innan við Skútueyri fellur Skútuá. Hún er að kalla laus við allan framburð og hefur því lítið borið í vik- ið við eyrina, og öllu frekar hindrað sandinn í að leggjast í var, og hjálpað hinum afsleppa eyrar- odda við að dreifa sandburðinum yfir leiruna í fjarð- arbotninum. Skútueyri er merkilegust fyrir það, hvað hún er ung, aðeins rösklega aldar gömul. Hún er enn í vexti, þrátt fyrir sandtekju úr eyraroddanum, og heldur sennilega áfram að vaxa, unz fjarðarbotninn innan eyrarinnar hefur fyllt með öllu. Inn af Skútueyrar- odda var áður lítill hólmi, kallaður Kríuhólmi. Hann er nú að mestu horfinn sakir sandtekju til bygginga. Langeyri. Innst í fjarðarbotninum að vestan er langur og mjór rnalaroddi, ívið beygður inn á við í endann. Hann er kallaður Langeyri. Vöxtur hennar er nú lítill eða alls enginn. Eyrarmyndunin er sennilega mjög gömul, mynduð líkt og paralellrif við álands- öldu sakir hæðadrags, e. t. v. gamals hlaups úr f jall- inu, sem þrengt hefur að firðinum. Nokkurt lón hefur myndazt í krikanum, og er það nú hálf gró- ið og þurrt um fjöru. Lónið er opið út að ósum Fjarðarár, og hefur framburður hennar síður en svo megnað að loka því, og kem ég að því síðar. Sigluíjaxðareyri. Nálega hálfum öðrum kílómetra utar að vestan- verðu er Siglufjarðareyri (áður sennil. Hvanneyri), sjá 3. mynd. Að lögun er hún lík þeim eyrum, er úr sjó eru komnar og um hana er vitað: 1. Að yfirborð eyrarinnar, að minnsta kosti við jaðr- ana, er sænúin fjörumöl og sandur, þó nokkuð í fínna lagi. 2. Að áður en byggingar hófust á eyrinni voru víðs- vegar um eyrina fleiri grunnar tjarnir. 3. Að á allmiklum hluta eyrarinnar, undir f jörumal- arlaginu, er mólag, sumstaðar nokkuð leir blandið, sem er 1 til 2 metrar á þykkt, og nær niður á móts við fjöruborð, eða þar um bil. Þetta svæði er merkt punktalínu á þriðju mynd, eins og ég hef áætlað það, en um glögg mörk þess eða útlínur er ekki vitað, einkum að sunnan- og austanverðu, og heldur ekki um mögulega sand- eða malarhólma á þessu svæði, þar eð undirstöður fjölda húsa hafa ekki verið grafnar svo langt niður, að mó- lagsins yrði vart, eða illmögulegt er að fá heim- ildir um hvað þar var undir. 4. Að undir þessu mólagi tekur við fínn ægisandur, að því er virðist malarlaus, og dýpi á fast víða allmikið, allt að 20 metra undir f jöruborð nyrst í eyrinni. 5. Að í upphafi byggðar á eyrinni lá allnokkuð af grjóti á fjöru eyrarinnar að norðanverðu. En er það var tekið til bygginga, varð vart við allmikið niðurbrot sakir sjávaröldu, og var það heft með byggingu brimbrjóts meðfram norðurkanti eyr- arinnar. 6. Að eftir að hafskipabryggja sú, er sýnd er á 3. mynd, var byggð, og myndaðist við það boga- dregin hvilft norðan í eyrina, berst þar nálega engin möl á land, en dálítið af fínum sandi, sem tekinn er jafnóðum til bygginga. En aftur á móti berst lítið eitt af möl upp að suðurodda eyrar- innar. Að þessu athuguðu vaknar spurningin, hvernig eyrin hafi orðið til. Á stað, sem malareyri fær ekki staðist hjálparlaust, eru ekki miklar líkur til að eyr- in fái myndazt án utanaðkomandi áhrifa, þar eð hún annars yrði að verða til á ferðalagi. Skilyrði til, að slíkt geti átt sér stað, eru meðal annars, að efnis- burður sé mikill og dýpi lítið, en þær aðstæður eru ekki hér til staðar. Slíkar eyrar eru ef til vill hvergi til hér við land, að undanteknum smámyndunum í fjarðarbotnum, nema ef vera kynni á leirum Borgar- fjarðar. Þetta hefur þó mér vitanlega ekki verið- rannsakað, enda tæki það langan tíma.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.