Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1949, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1949, Blaðsíða 11
TÍMARIT V.F.l. 1949 37 honum. En ef fjarðarbotninn er athugaður, er við- horfið annað. Straumar og alda megna sjáanlega ekki lengur að bera sandinn innst inn á leiruna. I lóninu innan við Langeyri er uppgróni hluti lónsins og leiran skarpt að skilin með um 50 cm háum grasbakka, og fær lónið strax fulla dýpt. Sama kemur í ljós með- fram mýrunum öllum í fjarðarbotninum, allt yfir undir Skútueyri, nema hvað bakkarnir eru víðast all- miklu hærri. Þeir minna grandgæfilega á gróna gras- bakka við stöðuvötn, og hér er ekkert, er bendi á áframhaldandi sanduppfyllingu við bakkana. Botn- felling sandsins hefur flutt sig frá fjarðarbotninum allt út fyrir Skútueyri. Hér mun einhvern tíma rísa úr sjó nýr fjarðarbotn og afskera nokkurt hóp innan við sig. Þetta getur þó dregizt alllengi enn, ef ekki kemur til hjálp af mannavöldum. Til þessa hefur enginn haft áhyggjur af því, hve mikið það sandmagn kynni að vera, er nú berst inn á leiruna, og því hafa aldrei verið gerðar mælingar á hækkun hennar í heild. En þegar f jarðarbotninn flyzt út fyrir Skútueyri, beinist allur sá sandstraum- ur, er vera kann í firðinum inn á innanvert hafnar- svæðið í var við Siglufjarðareyri og þokar höfninni út á við. Sighmes. Við mynni Siglufjarðar að austanverðu liggur Siglunes, sem ásamt þeim grynningum, er út af því liggja, hlífir að mestu, að úthafsalda nái óbrotin með öllu inn að viðlegusvæðum Siglufjarðareyrar. Fremsti hluti nessins, Hellan, stendur á klöpp, er nær víðast hvar lítið eitt yfir sjó, en ofan á henni liggur allþykkt lag af malar- og leirblendnum jarð- vegi, sennilega frá ísöld. 5. mynd. Siglunes. Eiðið milli Hellunnar og lands. Líkur eru til, að Hellan hafi áður fyrr verið miklu stærri en nú, enda grynningar miklar og breiðar á alla vegu frá Hellunni framanverðri. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns getur þess, að áður fyrr munu um 12 smáar hjáleigur eða þurrabúðir hafa staðið í nesinu. „Eru og munnmæli að 1 kýr hafi verið á einni, tveimur eða þremur“. Síðar segir: „Ekki má þessar hjáleigur aftur byggja fyrm hey- skaparleysi, nema ef menn vildu gera tómhús fyrir fátækt fólk, sem einungis hefur lifað á sjávarafla.“ Menjar margra þessara hjáleigna sáust, þegar Jarðabókin var skrifuð, og rústir eftir nokkrar þeirra sjást þann dag í dag. Landbrot er nú mikið í Hellunni á alla vegu, því að klöpp er hér meyr og fúin, sem og annarstað- ar við Siglufjörð. Sá tími virðist óðum færast nær, að Hellan slitni frá landi og verði að hólma, og við það mun landbrotið í Hellunni aukast enn að mikl- um mun. UM STEINSTEYPU. Eftir Ilarald Ásgeirsson. Byggingarefnarannsóknir við Atvinnudeild Há- skólans eru ekki komnar á það stig, að hægt sé að vænta þess, að þær skili vísindalega mikilvægum niðurstöðum. Til þess vantar enn ýms tæki, aukið hús- ^iæði og fasta starfsmenn. Verkfræðingafélag Islands hefur látið sér annt um, að rannsóknir þessar komist á fastan fót. Verk- fræðingar hafa séð þörfina fyrir því, að slík rann- sóknarstarfsemi verði rekin, og því þykir mér hlíða að birta hér nokkrar hugleiðingar um eitt helzta byggingarefni okkar, sementið. Starfsemi byggingarefnarannsókna ætti að vera tvíþætt, þ. e. a. s. hún ætti að vera fólgin í eftirliti með gæðum byggingarefna og í leit að nýjum og bættum byggingarefnum og aðferðum. Á siðasta ári snérust þessar rannsóknir aðallega um eftirlit með byggingarefnum, og skal hér greint frá einu atriði þessara rannsókna. Vorið og sumarið 1948 voru tekin um 50 sýnis- horn af steinsteypu úr byggingum, sem voru í smið- um víðsvegar um bæinn. Niðurstöður sýna, að 7 daga brotþol á 10 cm teningum, sem steyptir voru úr þessum sýnishornum, var allt frá 30 kg/cm- upp í 239 kg/cm2, og 28 daga brotþol frá 60 kg/cm2 upp í 437 kg/cm2. Niðurstöðurnar má flokka á eftirfar- andi hátt eftir 28 daga brotþoli.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.