Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1954, Blaðsíða 31

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1954, Blaðsíða 31
TlMARIT V.F.l. 1954 11 TAFLA II Hlutfallsleg vatnsnotkun í húsiun við raunverulegt hámarksúlag A) Einfahlir gluggar í húsinu 1) Dægurmiðlun og hringstraumskerfi .... 2) Dægurmiðlun og gegnstraumskerfi . .. . 3) Stöðug hitun og hringstraumskerfi . .. . 4) Stöðug hitun og gegnstraumskerfi .... B) Tvöfaldir gluggar settir í húsið 5) Dægurmiðlun og hringstraumskerfi . .. . 6) Stöðug hitun og hringstraumskerfi . . . . 7) S'töðug hitun og gegnstraumskerfi . . . . Kerfi Kerfi Kerfi 80/60 70/50 60/40 a b a — 1,00 1,89 1,72 0,88 1,10 1,11 0,86 0,89 0,95 0,69 0,74 0,83 0,58 0,62 0,74 0,53 0,48 0,61 0,42 b a b 1,00 0,74 0,81 0,93 0,62 0,71 0,92 0.71 0,80 0,79 0,58 0,69 0,68 0,47 0,58 0,65 0,46 0,58 0,55 0,39 0,51 straumskerfi ná ekki álagi x = 0,95 með 75°C aðrennsl- ishita, og er þar þvi höfð eyða i 'töflunni. Raunverulega hegðar kerfið sér þá sem gegnstraumskerfi. Taflan sýnir greinilega, hver áhrif rekstursfyrirkomu- lag, gluggaútbúnaður og ofnstærð hefur á nýtingu heita vatnsins. Sérstaklega er athyglisvert, hve dægurmiðlun og hringstraumskerfi eru óhagstæð, og má þvi segja, að illa sé ráðstafað því fé, sem varið er til byggingar vatnsgeyma og annarra tækja til dægurmiðlunar. Með þvi að hverfa frá dægurmiðlun og hringstraums- kerfi til stöðugrar hitunar og gegnstraumskerfis, má í húsi með einföldum gluggum minnka vatnsnotkunina við raunverulegt hámarksálag og 80/60 kerfi niður í 55%, við 70/50 kerfi niður í 79% og við 60/40 kerfi í 85%. 1 flestum tilfellum er hér aðeins um að ræða breytt rekstursfyrirkomulag, sem ekki hefur neinn kostn- að í för með sér, og virðist. því sjálfsagt að nota stöð- uga hitun og gegnstraumskerfi við hámarksálagið. Ofnstærð er mikilvæg, einkum þar sem gluggar eru einfaldir, og er höfundur þeirrar skoðunar, að með 70°C til 80°C aðrennslishita beri yfirleitt að nota 60/40 kerfi, ef vatnssparnaður hefur einhverja þýðingu, þ. e. reikna ofna fyrir 180 til 190 kg°/m2,st álag við —15°C útihita. Um tvöfalda glugga þarf ekki að fjölyrða, þar sem þeir eru sjálfsögð ráðstöfun hér á landi, og er furðu- legt, hve lítið er notað af þeim. Niðurstöðurnar í 'töflu II gilda fyrir 75 °C aðrennslis- hita, en aðstæður eru ekki ósvipaðar við önnur gildi aðrennslishitans. Við lægri hita ber að sjálfsögðu að nota stærri ofna, og einnig skiptir þá jafnvel meiru máli að nota stöðuga hitun og gegnstraumskerfi, þar sem óhagstæð áhrif dægurmiðlunar og hringstraums- kerfa verða því meiri sem aðrennslishitinn er lægri. Þá er og nauðsynlegt að gera sér ljóst, að niðurstöð- umar í töflu II gilda aðeins fyrir ákveðinn útihita, og Þœr breytast nokkuð ef annar útihiti er lagður til grund- vallar. Við minna álag minnkar lítið eitt munurinn milli dægurmiðlunar og stöðugrar hi'tunar, en eykst hinsveg- ar með vaxandi álagi. Topphitun 1 Reykjavík mun þurfa að miða árlega varmanotkun «1 híbýlahitunar við um 5.000 gráðudaga. Athugun á Veðurfarinu undanfarin 25 ár sýnir, að kuldaköst miðuð grunnhita 0°C em aðeins 150 til 300 gráðudagar dvlega, þ. e. að meðaltali 4,5% af heildarvarmanotkun, og samanlögð lengd kuldakastanna við 0°C er 50 til 100 dagar árlega. Við slík skilyrði virðist heppilegt að auka nýtingu laugarvatns eða raforku með þvi að hafa topp- hitun þegar útihiti fer niður fyrir ákveðinn grunnhita. Við laugarhitun má sem kunnugt gera þetta á tvenn- an hátt, þ. e. í fyrsta lagi með þvi að miða hámarks- vatnsþörf við grunnútihita og fullnægja síðan hámarks- álaginu með því að auka hita vatnsins með eldsneytis- hitun, eða í öðru lagi með því að liita ákveðin hverfi að miklu leyti með eldsneytishitun þegar útihiti er fyrir neðan gnmnútihita. Þessar aðferðir skulu athugaðar litillega, og þá fyrst sú fyrmefnda. Við göngum út frá þvi, að grunnhitinn sé ákveðinn 0°C, enda þótt þvi skuli ekki haldið fram, að þessi grunnhiti sé heppilegastur, en aðstæður munu vera það breytilegar, að almennar niðurstöður fást ekki nema með meiri háttar athugun. Hinsvegar mun 'topphitun miðuð við þennan grunnhita sýna öll meginatriði máls- ins. Þá skal gengið út frá því, að innihiti sé 21CC við grunnhita, og er þá liöfð hliðsjón af þvi, að menn vilja að jafnaði hafa 21 °C til 22 °C i híbýlum sínum. Raun- verulegt hámarksálag er hinsvegar eins og áður miðað við —5°C útihita og 20°C innihita. Varmaþörfin við grunnhita er því um 85% af þörfinni við hámarksálag- ið, og er þá tekið tillit til kranavatnsnotkunar. Síðan skal gengið út frá því að notað sé einfalt veitu- kerfi og laugarvatnshiti sé 75°C við húsvegg, en mesta vatnsnotkun miðuð við álag við grunnhita. Hiti vatns- ins sé síðan aukinn með eldsneytishitun í sérstakri mið- stöð þegar útihiti fer niður fyrir grunnhita, en vatns- magnið sé hinsvegar óbreytilegt, þ. e. gert ráð fyrir fyrri aðferðinni. Þá er eðlilegt að athugað sé eftirfar- andi: 1) Hve mikið megi auka vei'tusvæðið, 2) hve mikið þurfi að hita vatnið og 3) hver sé nýting auka- varmans. Þessum spurningum er auðvelt að svara með hliðsjón af þeim athugunum, sem gerðar voru í 4. kafla, og þá sérstaklega með línuritunum á mynd 6, þar sem þau gefa afrennslishita kerfa við mismunandi aðstæður. Þeg- ar um hringstraumskerfi er að ræða, er hægt að nota línuritin beint, en við gegnstraumskerfi þarf að gera sér ljóst, að línuritin eru gerð fyrir ákveðinn aðrennslis- hita, þ. e. fyrir 75°C. En úr þessu er auðvelt að bæta með því að breyta jöfnunum 10) 'til 12) þannig, að tekið sé tillit til þess,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.