Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1954, Blaðsíða 32

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1954, Blaðsíða 32
12 TlMARIT V.P.l. 1954 að vatnsrennslið er óbreytilegt, og fæst þá auðveld- lega, að við álagið x er aðrennslishiti t, og afrennslis- hiti Í2: ta --ti tf„X Í2 : 1 — e—tfo/tmoX0,33 tfoX etfo/tmoX^’ — 1 27a) 27b) þar sem stærðirnar tfo og tmo eru miðaðar við álagið x = 1, sem hér er álag við grunnhita. Stærðin tfo er fund- in með línuritunum á mynd 6, og tmo er hæglega reiknuð. Eins og sjá má af töflu II, er um að ræða allmarga möguleika við rekstur og tengingu kerfa við topphitun, en hér er ástæðulaust að taka þá alla til athugunar. 1 fyrsta lagi ber að gera sér ljóst, að topphitun er því aðeins réttlætanleg, að vatnið sé nýtt sem bezt við grunnálag, og koma því raunverulega aðeins til mála gegnstraumskerfi með stöðugri hi'tun. Ennfremur skal til þess að stytta málið, aðeins reiknað með 70/50 kerfi með einföldum gluggum í húsinu, þ. e. aðstæður við topphitun skulu aðeins athugaðar fyrir 70/50 gegn- straumskerfi við s'töðuga hitun og einfalda glugga. Segja má, að 70/50 kerfi séu nú algengust í nýjum hús- um á hitaveitusvæðum, og er því rétt að taka þau til athugunar frekar en önnur kerfi. Eins og áður er gert ráð fyrir því, að málraun hit- unarkerfisins sé miðuð við —15° ú'tihita, 20°C innihita og 30% álagsaukningu vegna loftskipta og dægurmiðl- unar. Við grunnhita skal hinsvegar reiknað með 12% álagsaukningu vegna loftskipta og álagsstuðull stöð- ugrar hitunar við grunnhita verður þvi x = 1,12.21/35-1,3 = 0,52. Á mynd 6 fæst þá, að afrennslishiti 70/50 gegn- straumskerfa við þetta álag er 29 °C, þ. e. hagnýtt hita- fall er 46 °C. Nú ber að hafa í huga, að á mynd 6 er gert ráð fyrir 20°C innihita, en hér var gert ráð fyrir 21°C innihita við grunnhita, og verður þvi aö leiðrétta framangreind- ar tölur. Þetta er auðvel't og fæst þá að auka verður vatnsrennslið um 2,5%, og raunverulegur álagsstuðull við grunnhita er því x = 0,53. 1 kaflanum hér á undan var hinsvegar reiknað, að álagsstuðull við stöðuga hitun við raunverulegt há- marksálag væri x = 0,62 og afrennslishi'ti 70/50 gegn- straumskerfis er þá 32,5 °C, þ. e. hitafallið er 42,5 °C. Með þessu fæst að hlutfall vatnsnotkunar við grunnhita og við raunverulegt hámarksálag er 0,81, og er þá tek- ið tillit til kranavatnsnotkunar. Með þvi að miða vatnsnotkun við grunnútihita 0°C og 21 °C innihita þarf því 81% af vatnsnotkun við raun- verulegt hámarksálag við —5°C útihita og 20°C inni- hita. Með topphitun miðað við grunnhita 0°C má því auka veitusvæðið um 0,19/0,81 = 0,235, þ. e. um 23,5%. Með jöfnu 27a) fæst síðan að auka verður aðrennslis- hita við húsvegg úr 75 °C í 85,5 °C til þess að fullnægja varmaþörf við raunverulegt hámarksálag með sama vatnsmagni og við grunnútihita 0°C, þ. e. topphitun vatnsins verður að nema 10,5°C við húsvegg. Við topp- hitun eykst hagnýtt hitafall úr 45 °C í um 52,5 °C og nýting aukavarmans við húsvegg er því 7,5/10,5 = 0,71 eða 71%. Þess ber þó að gæta, að aukinn vatnshiti eykur hita- tap í götukerfi, og má áætla, að aukning hitatapsins sé 0,5°C til 1,0°C, þ. e. topphitun verður að nema 11°C til 11,5°C við inntak í götukerfi, og nýting aukavarma verður þvi 65% til 68%. Ef gert er ráð fyrir þvi, að nýting aukavarmans sé óháð álaginu má síðan reikna hlutfallið milli þess yarma, sem topphitun sparar og aukavarmans. Hér verður að taka tillit til þess, að nýting eldsneytis er um 20% betri í topphitunarmiðstöð en í beztu hús- kötlum, og þar sem auka mátti veitusvæðið um 23,5% en varmaþörf kuldakasta fyrir neðan 0°C er 4,5% af heildarvarmaþörf, fæst hlutfallið 0,65.0,235/0,045-0,8.1,235 = 3,3. Niðurstaðan er því sú, að með 75°C aðrennslishi'ta við húsvegg og 70/50 gegnstraumskerfum með stöð- ugri hitun og topphitun frá grunnútihita 0°C má auka veitusvæðið um 23,5%, og verður mesta topphi'tun að nema 11°C til 11,5°C við inntak í götukerfi, en varm- inn, sem notaður er til topphitunar er um Vs af þeim varma, sem húsin á viðbótarsvæðinu no'ta til fullrar hitunar. Rétt er að geta þess, að með 70/50 hringstraums- kerfum og dægurmiðlun er nýting aukavarmans lítið eitt lakari eða um 60% og koma aftur fram yfirburðir stöðugar hitunar og gegnstraumskerfa. Ef topphitun er yfirleitt notuð má segja, að það sé ástæðulaust að binda hitun vatnsins við það álag, sem hér hefur verið nefnt raunverulegt hámarksálag, og er miðað við, að innihiti geti örfáa daga ársins farið niður fyrir 20°C. Ef horfið yrði að því að halda 20°C innihita i verstu kuldakös'tum yrði að hita vatnið meira en 11 °C til 11,5 °C. Sem dæmi skal hér nefnt, að vatns- hiti við inntak í götukerfi þyrfti við framangreind skilyrði að nema um 106 °C til þess að hægt sé að halda 20 °C innihita við æstætt álag við —10 °C úti- hita. Með einföldu veitukerfi eru vatnsþrýstingi og hita takmörk sett, og er vart hægt að nota vatn með hærri hita, þ. e. topphitunin getur yfirleitt ekki full- nægt meiru álagi en sem svarar —9°C til —10°C æstæðum útihita, ef notað er einfalt veitukerfi. Að sjálfsögðu hefur við framangreinda útreikninga verið gengið út frá því, að vatnsnotkun í húsunum sé rétt stjórnað, og vatn ekki notað umfram þörf. Við ein- falt veitukerfi er þetta mikilvægt atriði, þar sem nýting aukavarmans minnkar verulega, ef vatn er notað að ó- þörfu, og má jafnvel segja, að slík topphitun sé vart réttlætanleg nema notkun sé miðuð við raunverulegt álag, en hætt er við að þetta takizt ekki til fullnustu nema með sjálfvirkum hitastillum. Þennan fyrirvara verður að hafa fyrir framangreindum útreikningum. Framhald i 2. hef'ti. TlMARIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ISLANDS kemur út 6 sinnum á Ari, og Ilytur greinar uin verklræðileg efni. Árgangur- inn er alls um 80 síður, og kostar kr. 40,00, en einstök hefti kosta kr. 10,00. Ritstjóri árið 1953 er Gunnar Böðvarsson. Afgreiðslu hefir Jón J. Víðis, Eiríksgötu 4, sími 4222, eða Arnarhvoli, simi 2807. STEINDÓRSPRENT H.F.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.