Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1954, Blaðsíða 30
10
TlMARIT V.F.I. 1954
eins um 2°C til 3°C á þeim tíma, sem lokað er fyrir
rennslið, en þetta má hæglega reikna með jöfnu 2)
hér að framan. Er augljóst, að meðalinnihiti sólarhrings
lækkar aðeins um tæplega 1°C við dægurmiðlun, og
varmatap hússins minnkar því í mesta lagi um 4%
vegna miðlunar, ef miðað er við álag við —5°C útihita.
Segja má, að dægurmiðlun sé að ýmsu leyti óþægileg,
þar sem híbýlahiti er þá of lágur fyrri hluta dags, en
þetta væri að sjálfsögðu réttlætanlegt, ef miðlun hefði
vatnsspamað í för með sér. En niðurstöður undangeng-
ins kafla sýna, að dægurmiðlun stuðlar yfirleitt ekki
að vatnssparnaði, heldur mun hún í flestum tilfellum
auka vatnsnotkunina.
Hér skal sýnt fram á þetta og ýmislegt annað varð-
andi nýtingu vatnsins með útreikningi, sem byggður
er á niðurstöðum undangengins kafla, og gerir saman-
burð á vatnsnotkun sólarhrings við raunverulegt há-
marksálag í Reykjavík og breytilegar aðstæður í nýju
íbúðarhúsi af þeirri gerð, sem getið er um í þriðja kafla
greinarinnar. Þessi samanburður er gerður fyrir dægur-
miðlun og stöðuga hitun, hringstraums- og gegnstraums-
kerfi, einfalda og tvöfalda glugga. Þar sem hér er verið
að gera samanburð, skipta hlutfallstölur einar máli, og
er vatnsnotkunin sett einn við dægurmiðlun, 70/50 hring-
straumskerfi og með einföldum gluggum. Niðurstaðan
er gefin í töflu II, og eru útreikningarnir byggðir á þvi,
að vatnsno'tkunin er reiknuð út frá afrennslishitanum,
sem gefinn er á mynd 6, og er að öðru leyti gengið út
frá eftirfarandi aðstæðum:
1) Raunverulegt hámarksálag er eins og áður miðað
við —5°C útihita, 20°C innihita og 12% álagsaukningu
vegna lof'tskipta, en málraun hitunartækjanna er sam-
kvæmt venju miðuð við —15 °C úthita, 20 °C innihita
og 30% álagsaukningu vegna loftskipta og dægurmiðl-
unar, og á merking kerfanna, þ. e. 80/60 o. s. frv., að
sjálfsögðu við málraun þeirra. Álagsstuðull stöðugrar
hitunar við raunverulegt hámarksálag og með einföld-
um gluggum í húsinu er því x = l,12 . 25/1,3 • 35 = 0,62,
en er hinsvegar x = 0,44, ef tvöfaldir gluggar eru sett-
ir í húsið.
2) Varmasparnaður við dægurmiðlun með 9 stunda
lokun og einföldum gluggum er áætlaður 4% hvem sól-
arhring, en 3% með tvöföldum gluggum. Álagsstuðull
raunverulegs hámarksálags við dægurmiðlun og með
einföldum gluggum er því x = 0,96-0,62.24/15 = 0,95, en
er hinsvegar x = 0,675 með tvöföldum gluggum.
3) Aðrennslishiti við húsvegg er reiknaður 75 °C við
vatnsnotkunina einn. I dálkum a) í töflu II er reiknað
með því, að þessi hiti sé óbreytilegur, en í dálkum b)
er hann 75°C við notkunina einn, og minnkar um 1°C
fyrir hverja 0,15, sem notkunin minnkar um, þ. e. hann
sé t. d. 73°C við notkun 0,7. Hér með er tekið tillit
til hitataps í utanhússveitukerfum.
Við gegnstraumskerfi hefur þessi lækkun aðrennslis-
hitans þau áhrif, að afrennslishitinn verður að hækka
lítið eitt til þess að ná sama álagi, og hagnýtt hitafall
minnkar þvi meira en lækkun aðrennslishitans. Þetta er
þó breytilegt eftir aðstæðum, og við mjög lítið álag
er minnkun hins hagnýtta hitafalls nokkum veginn jöfn
lækkun aðrennslishitans, en við mikið álag er minnk-
unin tvöföld lækkun aðrennslishitans. 1 útreikningun-
um er tekið tillit til þessa.
4) Við samanburð á dægurmiðlun og stöðugri hitun
er í dálki b) gert ráð fyrir þvi, að aðrennslishiti sé
að jafnaði einni °C hærri við dægurmiðlun en við stöð-
uga hitun, og er með þessu tekið 'tillit til þess, að meðal-
rennsli er um V3 minna við stöðuga hitun en við dæg-
urmiðlun að öðrum aðstæðum óbreyttum, en þetta gef-
ur meira hitatap í götuæðum. Varmaleiðsla frá götu-
æðunum hefur ein að vísu meiri áhrif, en varmatap í
vatnsgeymum og varmatregða götukerfis draga einnig
úr aðrennslishitanum við dægurmiðlun, og er munur-
inn þvi ekki áætlaður meiri.
5) Kranavatnsnotkun er I dálki b) reiknuð 7% af
vatnsnotkun til hitunar við raunverulegt hámarksálag
með 70/50 hringstraumskerfi, dægurmiðlun og með ein-
földmn gluggum, en það er talið jafngilda tæplega 70
litrum á íbúa og sólarhring.
6) Við dægurmiðlun er tekið tillit til þess, að inni-
hiti er lí'tið eitt fyrir neðan meðalhita að morgni til,
og eykur það nýtingu vatnsins lítillega. Þá er einnig
hæft I huga að varmatregða hitunartækjanna veldur
smávægilegri nýtingaraukningu við dægurmiðlun. Or-
sök þessa er sú, að á þeim tíma, sem kerfið er að hitna
að morgni til er afrennslið kaldara en þegar jafnvægi
er náð, og sá varmi, sem fer til hitunar kerfisins nýtist
til fulls, þar sem kerfið kólnar niður I innihita á nótt-
unni. Hér skal ekki rætt frekar um þetta, en gert er
ráð fyrir, að bæði atriði auki nýtingu vatnsins um 4%
til 7%, ef miðað er við 15 stunda hitun, og að varma-
tregða hitunarkerfisins samsvari einnar stundar varma-
gjöf við full't álag, og er aukningin mest þegar hag-
nýtt hitafall er minnst. Kerfið hitnar þó á skemmri tíma
en einni stundu vegna þess, að afrennslið er kaldara á
meðan á hitun kerfisins stendur.
7) Rét't dreifing vatnsins innanhúss og utan verður
því örðugri, sem rennsli er minna, og er tekið tillit til
þess I dálki b) með því að áætla, að nýting dreifingar
versni um einn af hundraði fyrir hverja minnkun vatns-
notkunar um 0,05, þ. e. nýting dreifingar er 90% við
notkun 0,5 miðað við 100 við notkun 1,0. Að öðru leyti
er gengið út frá því, að vatnsnotkun sé rétt stjórnað
eftir því sem unnt er, þ. e. heita vatnið sé ekki not-
að að óþörfu.
Niðurstöður útreikninganna eru gefnar I eftirfarandi
töflu, og er þar reiknað með ýmsum aðstæðum, og I
hverju tilfelli eru gefnar tvær niðurstöður fyrir vatns-
notkunina, þ. e. I fyrsta lagi er I dálki a) gefin notkunin
þegar aðeins er reiknað með þeim aðstæðum, sem minnst
er á I greinum 1) 2) og 6), og I öðru lagi er I dálki b)
gefin notkunin þegar reiknað er með aðstæðum I grein-
um 1) til 7), þ. e. tekið fullt tillit til allra hugsanlegra
leiðréttinga.
1 dálki a) er því reiknað með varmasparnaði vegna
miðlunar, óbreytilegum aðrennslishita 75°C og tekið til-
lit til morgungilda innihita og varmatregðu hitunartækja
við miðlun. Þessar tölur hafa þvi aðeins hagnýtt gildi,
að aðrennslishiti sé óháður álagi og kranavatnsnotkun
skipti ekki máli.
1 dálki b) er sömuleiðis reiknað með varmaspamaði
vegna miðlunar, og tekið tillit til morgungilda innhita og
varmatregðu hitunartækja, en auk þess er reiknað með
breytilegum aðrennslishita. þ. e. hann sé 75°C við notkun
1,0, en minnki lítið eitt með minnkandi notkun vegna
varmataps I utanhússveitukerfi, og þar að auki tekið
tillit kranavatnsnotkunar og nýtni dreifingar innan-
húss og utan. Tölurnar I þessum dálki eiga því við um
hitaveitur af þeirri gerð, sem nú eru fyrir hendi hér á
landi, og eru það því einkum þessar niðurstöður, sem hafa
hagnýtt gildi. Rétt er að geta þess, að 80/60 hring-