Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1955, Side 3
TIMARIT
VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS
6. hefti 19 5 5 40. árg.
Sigurður Thoroddsen
fyrrverandi landsverltfræðingur og yfirkennari
Fæddur 16. júlí 1863. Dáinn 29. september 1955
Sigurður Thoroddsen var
fæddur 16. júlí 1863, son-
ur Jóns Thoroddsens sýslu-
manns og skálds. Hann dó
29. sept. 1955. Er hann
lauk prófi við Tæknihá-
skólann í Kaupmannahöfn
1891, lagði hann fyrstur
Islendinga á braut verk-
fræðinnar. Hann fékkst
fyrst í stað skamman
tíma við verkfræðistörf í
Danmörku og fór siðan
til Noregs til þess að búa
sig undir störf þau, er
hann hafði hug á að taka
að sér á Islandi, en á
miðju ári 1893 gerðist
hann landsverkfræðingur
og hafði með höndum að-
allega stjórn vegamála, en
því embætti gegndi hann
til 1905, er hann tók við
kennarastöðu við Mennta-
skólann.
Er Sigurður Thoroddsen
hóf starf sitt, var hér lít-
ið um verklegar fram-
kvæmdir, vegir því nær
engir og aðeins ein brú
úr varanlegu efni, hengi-
brúin á ölfusá, auk nokkurra litilla timburbrúa. Starfs-
skilyrðin, er hann átti við að búa, voru gerólík þeim,
er síðar urðu og enga reynslu var við að styðjast. Til
verkstjórnar kunnu menn fátt og naumast voru nokkrir
lærðir iðnaðarmenn. En Sigurður Thoroddsen hóf starf
sitt af áhuga og snérist ótrauður að viðfangsefnum, sem
biðu hans og erfiðleikunum, sem á þurfti að sigrast.
Fjárveitingar voru smáar, en brátt vaknaði nokkur áhugi
alþingis og stjórnar fyrir bættum samgöngum og voru
á starfsárum hans byggð-
ar nokkrar stórbrýr, sem
sumar standa enn, svo sem
á Jökulsá í Axarfirði,
Blöndu, örnólfsdalsá og
Dagarfljóti, en aðrar stóð-
ust tímans tönn fram til
síðustu ára og þá miklu
þungaumferð, sem engan
gat órað fyrir, svo sem
gömlu brýrnar á Þjórsá
og Hörgá í Eyjafirði,
er nú hafa horfið fyr-
ir nýjum brúm. Einnig
voru á þessu tímabili
byggðar allmargar timb-
urbrýr, sem bættu úr
brýnustu þörfum. Þá var
og hafin vegagerð á
nokkrum aðalleiðum.
Að samgöngubótum
þessum, er hann stjórn-
aði, varð mikið gagn, þó
ekki væri miklar á síð-
ari tíma mælikvarða.
Þessar glæsilegu brýr á
þess tima mælikvarða og
fyrstu akvegakaflarnir,
urðu sá vísir til framfara
í sveitum landsins, sem
síðar hefur verið aukið
við, juku álit verklegrar menningar í landinu og urðu
mikilsverð hvatning til margháttaðra umbóta.
Má nærri geta, að verk þessi hafa gefið hinum unga
verkfræðingi ærið að starfa, þar sem hann með litla
reynslu að baki átti að stjórna þessum framkvæmdum
og með lítilli og ófullkominni aðstoð verkstjóra og
smiða, er aldrei höfðu að slíkum verkum unnið. Einnig
bar þá á vantrausti á tæknimenntun yfirleitt, ýms-
um þótti brjóstvitið traustara eða töldu sjálfsagt að