Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1955, Qupperneq 5
TlMARIT VFl 1955
91
þess skal ég játa, að margt, sem ég segi hér um náttúru-
vemd, er tekið úr þessari greinargerð. Bæði er það, að
mér hefði ekki tekist betur sjálfum og hitt, að hér er
um þingskjal að ræða, sem furðu fáir hafa séð.
Þau atriði náttúruverndar, sem helzt varða okkur
verkfræðinga, eru þessi samkvæmt frumvarpinu:
1) „Nú veldur mannvirkjagerð eða jarðrask utan kaup-
staða og kauptúna hættu á því að sérkennilegt land-
slag breyti um svip eða merkum náttúruminjum sé
spillt og er þá skylt að leita álits náttúruvernd-
arráðs, áður en framkvæmdir hefjast."
2) „Náttúruvemdarnefndir og ráð geta lagt fyrir rétta
aðilja að gæta sérstakrar varúðar .................
eða hlutast til um ráðstafanir, sem koma í veg
fyrir óþarfa spjöll".
3) „Nú er sérstök hætta á því, að sérkennilegu lands-
lagi eða merkum náttúmminjum sé raskað með
sandnámi, grjótnámi eða annarskonar jarðnámi, og
geta náttúruverndarnefndir þá lagt bann við slíku
jarðraski eða áskilið, að leyfis sé leitað hverju sinni
til jarðnámsins. Slíkra úrræða má og neyta, ef
byggð eða nytjalandi stafar mikil hætta af jarð-
raski".
4) „Nú hefur jarðrask orðið við mannvirkjagerð eða
á annan hátt af mannavöldum og frá því hefur ekki
verið gengið á snyrtilegan hátt, Skulu náttúruvernd-
arnefndir þá beina tilmælum um úrbætur til þeirra,
sem ábyrgð bera á jarðraski."
5) „Þegar menn eru staddir úti í náttúrunni, ber þeim
að sýna varúð, svo að náttúru landsins sé ekki spillt
að þarflausu. Spjöll á náttúru landsins, sem framin
eru með ólöglegum hætti af ásetningu eða gáleysi,
varða refsingu .................“
6) „Á víðavangi er bannað að skilja eftir rusl, sem er
til óprýði eða hættu."
1 greinargerð frumvarpsins er bent á drottinvald
mannkyns yfir jörðinni, sem hafi gerbreytt gróðri og
dýralífi á flestum landsvæðum og raunar einnig á haf-
svæðum. Þetta ægivald manna yfir náttúrunni blasi
við hvarvetna og með síaukinni tækni sé stefnt að því,
að gera mönnunum náttúruna enn udirgefnari. Þvi
meiri þróun, sem tæknin hefur náð, því meiri hafa
orðið breytingar á náttúrufari landa.
Þá segir í greinargerðinni, að mönnum hafi lengi
verið ljóst, að þörf væri á að hamla gegn spjöllum á
náttúru af manna völdum og hafi þetta orðið til þess,
að sett hafi verið lagafyrirmæli um vernd ákveðinna
þátta náttúrunnar i öllum menningarlöndum. Hafi fyrst
kveðið mest að ákvæðum um friðun dýra, en síðar hafi
komið til lagafyrirmæli um gróðurvemd og náttúru-
vernd almenna.
Er síðan bent á, að upphaf slíkrar löggjafar megi
rekja til Bandaríkja N.-A., sem urðu fyrst allra ríkja
til að friðlýsa landsvæði og stofna til náttúrugarða
eða þjóðgarða „í því skyni að náttúru landsins megi
varðveita óspjallaða komandi kynslóðum til hugsvöl-
unar". Fyrsta friðlýsingin átti sér stað 1832.
Slíkir þjóðgarðar eða friðlýst svæði voru síðan stofn-
uð víða um lönd eftir fordæminu frá Ameríku.
Slík friðlýst svæði hafa auðvitað gegnt mikilvægu
hlutverki um náttúruvernd, en, segir í greinargerðinni,
þó var sýnilegt að þetta eitt nægði ekki til verndar
náttúruminjum og að þörf var á almennri náttúruvemd.
Er þá bent á að þýzki náttúrufræðingurinn Hugo Wilh.
Convents hafi átt drýgstan þátt í að koma á skipulagðri
náttúruvernd og hafi fyrir hans atbeina verið komið á
fót þýzkri náttúruverndarstofnun 1906. Convents þessi
fór fyrirlestrarferð til margra landa til þess að vekja
áhuga á málefninu. Segir að fyrirlestrar hans í Kaup-
mannahöfn hafa orðið til þess, að danskir náttúrufræð-
ingar stofnuðu náttúruverndarnefnd 1906 og beitti hún
sér fyrir setningu almennra náttúruverndarlaga árið
1917. Þá segir, að Convents hafi átt mikinn þátt í því,
að Svíar settu sér náttúruverndarlög 1909 og Norðmenn
ári síðar.
Hér á landi eru ekki til almenn lög um náttúruvernd,
en þó eru til ýmis sérlög, sem ná einkum til friðunar
fugla, fiska og dýra, skógræktarlög og sandgræðslulög.
Flest þessara laga eru við það miðuð að koma í veg
fyrir rányrkju jafnframt því sem þeim er ætlað að
gera hægari og betri nytjun hlunninda. Þó eru til sér-
lög, sem heita mega náttúruverndarlög, nefnilega lög um
friðun Þingvalla og lög um friðun Eldeyjar.
Ekki er mér kunnugt um hverjir hafa verið helstu
hvatamenn að náttúruvemd hér á landi. Fyrsta frv.
flutti Magnús próf. Jónsson á þingi 1932, og geta má
þess, að Ólaf ur Friðriksson gaf út pésa um þetta efni 1926.
Hinsvegar má telja víst að áður hafi verið hér menn,
sem skilning höfðu á hlutverki náttúruverndar, þótt mér
sé ekki um það kunnugt og víst er að ýmsir hafi áður
verið farnir að velta slíku fyrir sér, t. d. rakst ég á
eftirfarandi tilvísun í bókum Vestlendingar í bréf, sem
Daníel Thorlacius í Stykkishólmi sendi Jóni Sigurðs-
syni árið 1875:
„Það er mesta nauðsyn að sýna hinum forna þing-
stað vorum þann sóma að hressa upp á hann. Að minni
hyggju ætti þjóðvegurinn ekki að liggja um á Þing-
völlum, því að umferðin hefir mest eyðilagt vellina, sem
ekki eru orðnir annað en tómar götur. Ég vil ekki láta
nota Lögberg eins og hingað til með því að bæla þar
fé. Það er víst mikið spursmál, hvort presturinn á Þing-
völlum hefir leyfi til þess að raska hinum fomu Þing-
stöðvum, þær voru og eru landsins eign. Við búðarrúst-
unum ætti ekki að hreyfa."
Síðan þetta er skrifað eru liðin 80 ár, enda var hér
framsýnn og athugull maður á ferð.
Þingvellir eru nú að heita má alfriðaðir, en þó liggur
þjóðvegurinn enn um vellina. Ég segi alfriðaðir að heita
má. Umgengni er þar víst ekki alltaf sem bezt og annar
vargurinn í véum leikur þar lausum hala. Hvort það
heldur er umsjónarmaður Þingvalla eða skógrækt ríkis-
ins, sem þar er að verki veit ég ekki, en hver svo sem
það er, sem gengst fyrir því að gróðursetja barrtré á
Þingvöllum, vel að merkja þar sem sízt skyldi, er vissu-
lega á skakkri braut. Nú má ekki skilja orð mín svo
að ég amist við skógrækt, síður en svo, en ég hygg að
flestir verði mér sammála um það, að barrtré eigi ekki
heima á Þingvöllum að minsta kosti ekki hjá gjánum
Flosagjá og Nikulásargjá, en þar hafa þau verið gróð-
ursett.
Svo ég víki aftur að greinargerð frv. þá er þar með
dæmum gerð grein fyrir því, hvers virði náttúruvernd
er, hve nauðsynleg hún er frá ýmsum sjónarmiðum, og
síðan er gerð grein fyrir sjálfum lagabálkinum, en þó
að ég telji náttúruverndarlög sjálfsögð og telji mig hafa
fullan skilning á þörf þeirra á flestum sviðum, þá er
það hvorki meiningin hér að gera grein fyrir þeim al-
mennt né að leggja dóm á eða gagnrýna frv. þau, sem
flutt hafa verið, meira en ég gat um í upphafi, heldur