Akranes - 23.04.1942, Síða 2

Akranes - 23.04.1942, Síða 2
2 AKRANES Fluttar kr. 210.000,00 Gufubaðstofa ........ — 5.000,00 Verkamannaskýli .... — 5.000,00 Kvennaskólabygging . — 1.000,00 Samtals kr. 221.000,00 Nú skal gerð stutt grein fyrir þess- um • framkvæmdum. Vatnsveitan. Árið 1941 var byrjað að leggja vatnsleiðslu hingað til bæj- arins. Verk þetta mun að sjálfsögðu verða mjög kostnaðarsamt. V$ga- lengdin frá vatnsgeymi til bæjarins eru rúmir 5 km. og innanbæjarlagnir um 8 km. Kostnaðaráætlun, sem gerð var árið 1936, eftir því verði, sem þá var á efni og vinnu ,var kr. 358.000,00. í áætluninni voru ekki teknar með all- ar þær götur, sem nú er nauðsynlegt að leggja í, né brunahanar. Áætlunin var því sýnilega of lág. Fjár hefir ver- ið aflað til þessa fyrirtækis þanúig, að tekið var á s. 1. ári skuldabréfalán til 30 ára að upphæð kr. 250.000,00, en hreppssjóður lagði það ár fram kr. 42.000,00. Fjárhagsáætlunin fyrir ár- ið 1942 gerir ráð fyrir kr. 25.000,00 framlagi til vatnsveitunnar, en auk þess greiða húseigendur 5% af fast- eignamatsverði húsanna óafturkræft, og mun sú fjárhæð nema um kr. 130.000,00. Allar þær fjárhæðir, sem hér hafa verið taldar, nema samtals kr. 447.000,00. Af þessari háu fjárhæð þarf vatnsveitan ekki að standa undir öðru en skuldabréfaláninú eða kr. 250.000,00, og er hinn árlegi vatns- skattur, miðaður við það, en hann verður 1% af fasteignaverði húsanna í bænum. Holræsagerð. Árni Böðvarsson, ljós- myndari, flutti skólppípnamót til bæj- arins árið 1925 eða um það leyti. Sjálf- ur lagði hann skolpveitu í allmörg hús, en auk þess fóru þá ýmsir bæjarbúar að leggja skolpveitur í hús sín. Árið 1938 fór hreppurinn að leggja skólp- veitukerfi í götur bæjarins, þótt í smá- um stíl væri fyr^tu þrjú árin. Á s. 1. ári keypti bærinn pípnamót Árna og lagði meira kapp á þetta verk en áður, svo nú er skólpleiðsla komin í all- margar götur. Eins og fyrr segir verð- ur kr. 20.000,00 verið til þessa verks þetta ár. Gamalmennaheimili. Hreppsnefnd Ytri-Akraneshrepps kom upp elliheim- ili árið 1938. Hæli þetta hefir komið að góðu haldi, en það var af vanefn- um reist, og þörfin fyrir betra og full- komnari hæli er augljós. Hin rausnar- legja gjöf Haraldar Böðvarssonar og konu hans, frú Ingunnar Sveinsdóttur hefir mjög ýtt undir byggingu nýs elli- heimilis. Á f járhagsáætluninni eru veittar kr. 50.000, til byggingarinnar, og eru því kr. 150.000,00 handbærar til hennar. Haraldur Böðvarsson hefir oft látið þá skoðun sína í ljósi, að nauð- synlegt væri að byggja elliheimilið svo, að ekki hvíldu á því skuldir. Þetta er hyggilega ráðið. Rekstur elliheimilis verður alltaf kostnaðarauki fyrir bæj- arfélagið, ekki sízt ef vaxta- og af- borgunargreiðslur yrðu verulegar. Bæjarstjórn hefir því hugsað sér að byggður yrði nokkur hluti hússins nú þegar, eða svo fljótt sem unnt er, en síðar yrði byggingin fullgerð. Bygging elliheimilis er fyrsta og nauðsynlegasta framkvæmd bæjarfélagsins til þess að koma framfæri gamalmenna í gott horf, en síðar verður væntanlega fram- hald á þessum framkvæmdum. Framræsla Garðalandsins. Til fram- ræsJu Garðalandsins eru veittar kr. 30.000,00, en væntanlega styrkir Framfærslumálanefnd ríkisins þessa framkvæmd með kr. 10.000,00. Um gagnsemi 'þessarar framkvæmdar þarf ekki að fjölyrða. Hér er verið að skapa Akurnesingum skilyrði til jarðyrkju, og landareignin er svo stór, að hún mun nægja þeim um margra ára skeið. Gagnfræðaskólabygging. 1 fjár- hagsáætluninni er kr. 20.000,00 fram- lag til gagnfræðaskólabyggingar. Þá eru nokkrar líkur til þess, að kr. 10.000,00 til kr. 20.000,00 fáist ann- arsstaðar frá, en ríkissjóður greiðir 2/5 hluta byggingarkostnaðarins. Ekki hefir enn verið tekin ákvörðun um það, hvort nokkur hluti byggingárinn- ár verði byggður þegar í stað. eða byggingu skólans frestað fyrst um sinn, þar til meira fé er fyrir hendi. Ef gagnfræðaskólabygging verður ekki reist fyrir haustið, verður reynt að fá leigt sæmilegt húsnæði fyrir skólann. Stofnun gagnfræðaskóla er eitt mik- ilvægasta nýmæli fjárhagsáætlunar- innar. Bæði er það ódýrara fyrir Akur- nesinga að sækja skóla á Akranesi, en skóla utan kaupstaðarins, en hitt er þó þýðingarmeira, að skólastofnun þessi verður sennilega til þess, að fleiri ungir Akurnesingar afli sér fram- haldsmenntunar, en nú gerist. Framtíð sk.ólans veltur mjög á því, að til hans veljist ágætur skólastjóri, og mun bæj- arstjórnin að sjálfsögðu gera sitt til þess, að svo verði. Vegagerðir. Á f járhagsáætluninni eru veittar kr. 40.000,00 til vegagerða. Enn er ekki ráðið hvað unnið verður að þessum málum, en bæjarbúar munu skilja, að ekki er unnt að koma öllum endurbótum á vegum fram í einu. Síð- ar verður gerð nákvæmari grein fyrir þessu máli. Leikfimishúsið. Þær kr. 15.000,00, sem veittar eru til þessarar byggingar eru lokagreiðsla vegna hennar. Þrátt fyrir það, að leikfimishúsið hefir orð- ið mun dýrara, en upphaflega var gert ráð fyrir, hvíla nú engar skuldir á því. Fangahús. Á f járhagsáætluninni eru veittar kr. 10.000,00 til fangahúss- byggingar. Bæjarstjórnin hefir skrif- að erindi til Alþingis, þar sem farið er fram á kr. 15.000,00 fjárveitingu til þessa máls. Bæjarfógetinn hefir kvart- að mjög undan erfiðleikum sínum og lögreglunnar í viðskiftum þeirra við drukkna menn, hvort heldur sem er á götum úti eða í heimahúsum. Þá sé ekki hægt að koma lögum yfir erlenda sjómenn, sem brjóta lög hér á staðn- um. Lokd telur hann, að nauðsyn geti borið til þess, að setja menn í gæslu- varðhald, nn erfitt sé að koma þessu við nema fangahús verði byggt. Bæj- arfógetinn telur nægilegt að bj'-ggðir verði þrír fangaklefar. Heppilegast mun vera að koma klefum þessum fyr- ir í öðru húsi, enda þurfa þeir að vera iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiilliimiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiir. I. AKRANES | | ÚTGEFENDUR: Nokkrir Akurnesingar. = | RITNEFND: Arnljótur Guðmundsson. | | 01. B. Björnsson. = = Ragnar Asgeirsson. 1 1 GJALDKERI: Óðinn Geirdal. 1 | AFGREIÐSLUMAÐUR: Jón Árnason. | | Blaðið kemur út 10 sinnum á ári. | | Áskriftargjald: 8 kr. árgangurinn. | | fsafoldarprentsmi&ja h.f. -niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii upphitaðir, og geðslegast er að sem minnst beri á þeim. Bæjarstjórnin varð að viðurkenna þessa nauðsyn, þótt æskilegast sé að sem fæstir gisti stað þennan. Um byggingu gufubaðstofu, verka- mannaskýlis og kvennaskóla er ekkert ráðið enn, en gerð verður nánari grein fyrir þessum framkvædum þegar það er tímabært. 3. Afborgun lána og Framfaras óður Akraness. Þrátt fyrir allar þær framkvæmdir, sem taldar eru hér að framan, hefir verið ákveðið að greiða upp allar skuldir bæjarsjóðs, sem nema með vaxtagreiðslum kr. 112.000,00, en hér eru ekki taldar skuldir hafnarinnar eða Garðalandsins. Þetta er gert til þess, að betur verði hægt að mæta erf- iðu árunum, er þau koma. Það verður ef til vill gengið feti framar, ef til- laga Ólafs B. Björnssonar o. fl. um að stofnaður verði einskonar varasjóður bæjarins, „Framfarasjóður Akraness", verður samþykkt. Þessari merkilegu stjóðsstofnun er lýst á öðrum stað hér í blaðinu. Þetta stutta yfirlit yfir fyrstu fjár- hagsáætlun Akraness kaupstaðar gef- ur Akurnesingum nokkra hugmynd um þá stefnu, sem tekin hefir verið í bæjarmálum. Þegar þess er gætt, að íbúar Akraness eru ekki enn 2000 að tölu, verður því ekki neitað, að í mikið hefir verið ráðist, en þrátt fyrir þetta verða allar skuldir bæjarsjóðs greiddar að fullu, jafnvel stofnaður varasjóður, án þess að nokkurt nýtt lán sé tekið. Ef sömu stefnu verður fylgt framvegis, má telja víst, að nauð- synjamálum bæjarins verði hrundið í framkvæmd smátt og smátt, án þess að afkomu bæjarbúa verði stefnt í voða. Akurnesingar ungir og gamlir, hvar sem þér búið. Það eru vinsamleg tilmæli vor til yðar, að þér lánið oss gömul skjöl snertandi Akranes eða Akurnesinga. Ræður og ritgerðir, svo og gámlar eða nýjar myndir af hverju sem er. Enn- íremur ef þér eigið í fórum yðar sagn- ir eða munnmæli snertandi Akranes, cöa fólk þaðan. Allt slíkt, sem áskotn- ast, munum vér varðveita vandlega. Skila því aftur eftir að hafa unnið úr því í samráði við eigendur eða þá, sem upplýsingarnar gefur í hverju tilfelli. Yirðingarfyllst. Útgefendur.

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.