Akranes - 23.04.1942, Side 6

Akranes - 23.04.1942, Side 6
6 A K R A N ES Annáll Akraness Hafnarmál. S. 1. sumar fól hafnarnefnd Vita- málaskrifstofunni að gera tillögu og áætlanir um: 1. Lengingu hafnargarðsins. 2. Uppfyllingu og tvær bryggjur framan við Síldarverksmiðjuna. Fljótlega upplýstist að 50 m. leng- ing garðsins mundi kosta ca. 750 þús. kv. (Mundi nú kosta yfir 1 milljón kr.) Nú hefir nýlega borist frá skrifstof- unni umsögn og kostnaðaráætlun um uppfyllinguna og 2 bátabryggjur. Aðra 20 en hina 25 m. Áætlað verð þeirra með 20 m. uppfyllingu er kr. 280 þús. Þrátt fyrir hve þessar bryggj- ur eru stuttar og þar af leiðandi ófull- nægjandi til afgreiðslu bendir skrif- stofan sérstaklega á: ,,Ég vil þó benda á, að meðan ekki er fullt skjól innan við garðinn, getur verið varhugavert að gera þar uppfyllingu og báta- bryggju, þar sem búast má við því, að frákast öldunnar frá uppfyllingu og bryggjum auki ókyrð við garðinn“. Vegna þess hve þörfin á meira bryggjuplássi er rík, hefir hafnar- nefnd beðið Vitamálaskrifstofuna að rannsaka þetta mál til hlítar. Fæst vonandi áður en langt um líður úr því skorið hvað skynsamlegast sé að gera til að bæta úr hinni brýnu þörf. Vertíðin. Framan af vertíð var mjög um- hleypingasöm tíð og gæftir slæmar, róðrar í janúarmán. nú aðeins 9 hjá þeim, sem flesta róðra fór, en í fyrra á sama tíma 18 róðrar. Aflabrögð hafa verið hér í vetur með betra móti, og hefir fiskurinn jafnóðum verið seldur í erlend fisk- tökuskip hér á staðnum. 31. marz s. 1. var lifrarmagn og lóðrafjöldi bátanna á Akranesi sem hér segir: 1. Eíöll Skallagrímsson ltr. 25491 róðrar 52 2. Hermóður .... — 24801 — 49 3. Ægir 23985 — 43 4. Ver 23284 — 45 5. Höfrungur . ... .... — 22909 — 46 6. Hrefna .... — 22549 — 46 7. Víkingur .... — 22634 — 46 8. Ármann .... — 21963 — 44 9. Skírnir 21633 — 43 10. Fvlkir 21381 — 36 11. Reynir 20595 — 48 12. Guðný 20293 — 48 13. Sigurfari 20065 — 40 14. Bangsi 19651 — 46 15. Sjöfn .... 19184 — 44 16. Valur 19017 — 41 17. Haraldur 17312 — 33 18. Fi'igg 16990 — 42 19. Sæþór .... — 12449 — 33 20. Sævar 10097 — 27 21. Alda .... 5641 — 13 Ltr. 411002 Á sama tíma í fyrra var lítratalan af bátunum 358862. 1 janúarmán. síðastliðnum var aðal- fundur haldinn í Knattspyrnufélagi Akraness. 1 stjórn voru kosin: Sigurð- ur Guðmundsson, Þórður Hjálmsson, Ásmundur Guðmundsson, Aðalheiður Oddsdóttir og Sveinn Guðmundsson. 7. apríl s. 1. hélt Knattspyrnufélagið ,,Kári“ aðalfund. í stjórn voru kosin: Óðinn S. Geirdal, Guðmundur Svein- björnsson, Hákon Benediktsson, Einar Árnason og Málfríður Þorvaldsdóttir. Tilfinnanlegur skortur hefir verið á vinnuafli hér í vetur, þrátt fyrir all- mikla aðsókn vinnufólks úr öðrum landshlutum, sérstaklega af Norður- landi. Hefir það oft valdið allmiklum töfum víð fermingu og affermingu skipa. Bjarnalaug berast höfðinglegar gjafir. Hlutafélagið Hængur á Bíldudal hefir nýlega gefið 1500 krónur til byggingar Bjarnalaugar, í minningu um Bjarna Ólafsson skipstjóra. Ennfremur hefir Kvennadeild Slysa- varnafélags Akraness gefið til sund- laugarinnar 1000 krónur, sem það afl- aði sér með almennri skemmtisam- komu, er það efndi til á annan dag páska s. 1. — Er nú unnið að því sem framast má, að laugin verði byggð í sumar. Er vonandi, að útgerðin og kaupstaðarbúar almennt, sameinist um að styrkja þetta náuðsynjamál. Á vegum íþróttaráðs Akraness stendur hér yfir námskeið í íslenzkri glímu. Þátttakendur eru um 20. — Kennari er hinn góðkunni glímusnill- ingur Kjartan Bergmann Guðjónsson, glímukappi fslands. Hér var um eitt skeið mjög iðkuð ís- lenzk glíma; var þá starfandi glímu- félagið Hörður Hólmverji. Átti það félag ýmsa efnilega glímumenn, er gátu sér góðan orðstír á glímumótum. Er nú með þessu námskeiði gerð til- raun til þess að endurvekja og glæða áhuga manna fyrir hinni fögru og þjóðlegu íþrótt. HJutafélagið Víðir lœtur byggja 90—100 tonna vélskip. Um s'íðast'liðin mánaðamót var hafin bygging á 90—100 tonna vélskipi í Dráttarbrautinni hér. Eigandi þess er h.f. Víðir. Yfirsmiður er hinn góðkunni skipasmiður Eyjólfur Gíslason frá Reykjavík. Verður þetta stærsta skip, sem nokkuru sinni hefur verið byggt á Akranesi. Hótel Akranes hefir enn verið stækkað að mun. Er það eflaust eitt með vistlegri hótelum utan Reykjavík- ur. Einar Magnússon og kona hans ráku það um langt skeið með prýði. En 1. sept. 1941 keypti Guðmundur Sve;nbjörnsson hótelið; hefir hann stækkað það, eins og fyr segir, og rek- ur það með sama fyrirkomulagi og áð- ur. Haustið 1940 ónýttust af eldi tal- myndatæki Ytri-Akraneshrepps, en þau voru í Báruhúsinu. Nú hefur hinn nýi eigandi hússins, Guðmundur Egils- son, loftskeytamaður fengið nýjar vél- ar og eru sýningar þegar byrjaðar. Hann hefur og látið gera við húsið, og eru salakynni hin vistlegustu. Mannalát. Hinn 26. jan. s. 1. andaðist hér í bær' að heimili sínu Mörk, frú Guðlaug Sig- urðardóttir, kona dr. med. Árna Árna- sonar héraðslæknis. Sama dag vildi það sorglega slys til, að tvo menn tók út af vélbátnum Val, sem var í fiskiróðri. Tókst skipverjum fljótlega að ná aftur öðrum mannin- um, Albert Einvarðssyni. Bjargaði hann sér á sundi að bátnum. Hinn mað- urinn, Jóhannes Júlíus Ásgrímsson, drukknaði. Hann var ókvæntur og á bezta aldri. 8. febr. andaðist að heimili sínu Söndum ekkjan Jakobína Jónína Magnúsdóttir; hafði hún um langt skeið átt við vanheilsu að búa. Hinn 1. marz fórst vélbáturinn Ófeigur frá Vestmannaeyjum með allri áhöfn. Meðal þeirra var einn Akurnesingur, Guðmundur Júlíus Karlsson ; hann var fóstursonur þeirra Guðmundar Narfasonar og konu hans Júlíönu Jónsdóttur á Völlum. Lík Guð- mundur sál. rak þ. 6. marz í Þykkva- bæ og var jarðsett hér á Akranesi þann 20. sama mánaðar. 6. marz s. 1. ók vörubifreið yfir 6 ára gamlan dreng. Var það fyrir fram- an húsið Efranes við Sleipnisveg. Mun slysið hafa viljað til með þeim hætti, að drengurinn kom hlaupandi út á götuna, en vegna steinsteypugirðing- ar, sem þarna er með veginum, mun hann ekki hafa orðið bifreiðarinnar var. Fékk hann mikinn áverka á höfði og andaðist þegar. Foreldrar litla drengsins, sem hét Margeir Steinar, voru þau Daníel Friðriksson bilavið- gerðarmaður og Rósa Benónýsdóttir. — Það skal tekið fram, að bifreiðar- stjórinn ók ekki ógætilega, að dómi þeirra, er nærstaddir voru. 10. apríl s.l. andaðist Pétur Daniels- son að heimili sínu Sjóbúð. Bœ j arst jórnarkosningamar. 25. janúar s.l. fóru fram bæjar- stjórnarkosningar á Akranesi. A-listi (jafnaðarmenn) fékk 312 atkvæði og 3 menn kosna. B-listi (framsóknar- menn) fékk 115 atkvæði og 1 mann kosinn. C-listi (sjálfstæðismenn) fékk 405 atltvæði og 5 menn kjörna. Fyrstu bæjarfulltrúar Akraness- kaupstaðar eru þessir: Af A-lista: Hálfdán Sveinsson, Guð- mundur Kr. Ólafsson og Sveinbjörn Oddsson. Af B-lista: Þórhallur Sæ- mundsson. Af C-lista: Guðmundur Guðjónsson, Haraldur Böðvarsson, Jón Árnason, Jón Sigmundsson og ólafur B. Björnsson. Forseti bæjarstjórnar var kosinn Ólafur B. Björnsson. Ritari bæjarstjórnar var kosinn Jón Sigmundsson. Bæjarstjóri var kosinn Arnljótur Guðmundsson.

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.