Akranes - 01.11.1942, Blaðsíða 2

Akranes - 01.11.1942, Blaðsíða 2
2 AKRANES langan aldur. Hann gat verið ráðríkur og hann hafði ákveðnar og eindregnar skoðanir á því, hvað fólkinu væri fyrir beztu að lesa og læra. Þeim skoðunum var stundum fylgt eftir fastlega og ekki vægt og málflutningur ekki ávallt svo við alþýðuskap, að hann hefði þau á- hrif, sem til var ætlazt og sumt espaði til andstöðu. En þrátt fyrir höfðinglegt ráðríki sitt og nokkurn hégómaskap var Magnús Stephensen í eðli sínu víðsýnn maður og frjálslyndur og vildi beita á- hrifum sínum til góðs eins. Honum varð einnig þrátt fyrir allt mikið ágengt og það sýnir fjölhæfni gáfna hans og. víð- áttu áhugamála hans, að varanleg á- hrif starfa hans komu fram í fjarskyld- um efnum eins og í laga- og dómstörf- um, í verzlunarmálum, í bókmenntum og útgáfustarfsemi og í tónlistarefnum, auk þess sem hann lét til sín taka nátt- úrufræði, fornfræði, búfræði og sögu. Ritstörf Magnúsar Stephensen voru mikil og margvísleg. Hann skrifaði um tuttugu sjálfstæð rit, smá og stór og gaf út ýmislegt annað. Auk þess er allmikið til eftir hann óprentað, þar á meðal um- fangsmesta fræðirit hans, ný útgáfa á Jónsbók með skýringum og athuga- semdum. Bréfasöfn mikil og skýrslur ýmiskonar eru einnig til eftir hann og hefur nokkuð af bréfunum verið gefið út. Þá eru til eftir hann dagbókarkafl ar eða ferðasögubrot með ýmsum skemmtilegum fróðleik um menn og samkvæmislíf í Kaupmannahöfn á hans dögum. Hann skrifaði ágrip æfisögu sinnar og er á margan hátt athyglisvert rit og skemmtilega og sérkennilegt fyrir skoðun Magnúsar á sjálfum sér og sam- tíð sinni. Helztu rit Magnúsar eru annars um lög og stjórnarhættí, um sögu og ýms menningarmál. Hann var lögfræðingur að menntun, tók ágætt embættispróf 1788 og gegndi ýmsum lögfræðistörfum, var lögmaður og svo yfirdómari í 44 ár. Doktorsritgerð skrifaði hann 1819 um gildandi íslenzk lög. Ennfremur skrif- aði hann handbækur um sáttanefndir, um útskýringu „hreppstjórnarinnstrux- ins“, um legorðsmál o. fl., auk Jónsbók- ar, sem fyrr er getið. í þessu sambandi er einnig að geta dóma hans, en hann var á ýmsan hátt á undan sínum tíma í skoðunum sínum á réttarfari og refsi- málum. Ræður Hjálmars á Bjargi „um fremd, kosti og annmarka allra stétta og um þeirra almennustu gjöld og tekj- ur“ heyra einnig að ýmsu leyti til þess- um þætti ritstarfa hans. Um verzlunarmál ritaði hann bók á móti riti Kyhns kaupmanns og kallaði hana: Forsvar for Islands fornærmede övrighed (1798) og er það stór bók. Magnús lét sér ávallt annt um góða verzlun og frjálsa og var þar oft sköru- legur og fekk ýmsu góðu til vegar kom- ið. Hann kom því til leiðar með milli- göngu Banks, sem hingað hafði komið og var vinur föður hans, að siglingar og vöruflutningar hingað teptust ekki á pfriðarárunum, þegar Danir og Bret- ar áttu í stríði. En Magnús fór utan um þessar mundir, 1807, og lenti í hrakning- um, því að skip hans var hertekið og flutt til Edinborgar. Magnús skrifaði fleira um atvinnu- mál, s. s. Hugvekju til góðra innbúa á Islandi „til yfirvegunar íslands nauð- þurftar“, hann skrifaði um manneldi, einkum um söl og margt fleira þess ■háttar í tímarit sín. Sögurit hans um átjándu öldina: Eft- irmæli átjándu aldar, er einnig merki- legt heimildarrit um ýmislegt í atvinnu- málum og menningu. Magnúsi Stephen- sen hefur stundum verið legið á hálsi fyrir það, að hann hafi skort skilning á sögu og þjóðerni íslendinga og látið sér fátt um gamla tímann finnast. Það er rétt, að hann talaði um „fornaldarinnar ímynduðu farsæld“ og vildi ekki skipta á henni og samtíð sinni og þeirri upp- lýsingaröld, sem hann dreymdi um. Samt hafa menn gert óþarflega mikið úr þessum óþjóðlegu einkennum Magn- úsar, sem kölluð eru. Hann var á marg- an hátt þjóðlegur maður, sem unni því, sem íslenzkt var og skildi það, þó að hann vildi ekki skoða það frá víðara sjónarmiði en títt var þá um landa hans. Hann var Evrópumaður með alþjóðleg sjónarmið. En hann gekk samt engan veginn fram hjá gömlum íslenzkum verðmætum. Hann gaf t. d. út Konunga- sögur Snorra og Passíusálma séra Hall- gríms. Ást Magnúsar Stephensen á landi sínu og trú hans á það kom einnig fram í ýmsu, sem hann skrifaði um náttúru- fræði. Hann skrifaði rit um jarðeldana 1783 og víða í ritum hans eru athuga- semdir, sem sína trú hans á gæði lands- ins, t. d. trú hans á það, að hér séu verð- mætir málmar í jörðu. Hann hvatti mikið til framkvæmda í ýmiskonar at- vinnumálum. Magnús Stephensen fekkst einnig við skáldskap og fór hann einna sízt úr hendi af því, sem hann tók sér fyrir. Hann var ekki ljóðskáld. En samt er því ekki að neita, að hann hafði einnig þar nokkur áhrif. Hann var söngvinn mað- ur og gerði kvæði við ný lög. Hann lét til sín taka kirkjusöng og kom hingað með ný hljóðfæri. Sum afskipti hans af þessum málum urðu óvinsæl og spruttu af þeim deilur, sem ekki verða raktar hér, svo sem sálmabókardeilan. Loks er að geta tímarita Magnúsar Stephensen, en þau eru merkasti þáttur ritstarfa hans. Þar koma fram helztu á- hugamál hans og hvatningar og marg- víslegur fróðleikur. í þeim er margt á- gætt efni og ýmislegt af því er einnig vel og sérkennilega skrifað og betur og meira við almenningshæfi en sumt ann- að, sem hann skrifaði. Mál hans er þar víða gott, en annars var stíll hans oftar stirðlegri en heppilegt var fyrir mál- flutning hans. Minnisverð tíðindi og Klausturpósturinn voru ágæt tímarit á sínum tíma og Magnús Stephensen hafði marga góða kosti blaðamannsins. Þeir komu einnig fram í ritum eins og Gaman og alvara. Magnús Stephensen var af höfðingja- ætt, fæddur 27. desember 1762. Faðir hans var Ólafur stiftamtmaður, en Sig- ríður móðir hans var dóttir Magnúsar amtmanns Gíslasonar. Stephensenarnir , réðu lengi miklu um íslenzk mál og höfðu víða áhrif. Ættin dreifðist víða, en eftir daga Magnúsar buggu tvö börn hans á fornum slóðum hans, Ólafur sekreteri í Viðey og dótti'r hans á Ytra Hólmi, en hún var kona Hannesar Stephensen prófasts. Kona Magnúsar var Guðrún dóttir Vigfúsar Schevings sýslumanns Skagfirðinga. Magnús Stephensen var einn af önd- vegismönnum íslenzkrar sögu. Hann var lærdómsmaður og framkvæmda- maður, sem með dugnaði sínum og á- huga vann margt og vann vel fyrir hag og heill fósturjarðar sinnar. Starf hans hafði áhrif um allt land og á allt þjóð- lífið, en samt er ekki sízt ástæða til að hans sé minnst þar sem hann bjó lengi starfstíma síns og bjó við rausn og gerði byggðarlagið um skeið að menntabóli og miðstöð íslenzks þjóðlífs. Vilhjálmur Þ. Gíslason. í HERS HÖNDUM Framh. af 1. síðu. haíði vænst að myndu bera hana á örm- um sér. Eins og að framan greinir eru engar líkur til þess, að kynning hermanna og stúlkna leiði til giftingar. Kynnin geta leitt til þess, að stúlkan verði barnshaf- andi. Þá verður hún að leita til bæjar- fógetans eða sýslumannsins með úr- skurð um faðerni barnsins. Síðar verð- ur hún að leita til bæjarins eða hrepps- ins. Bæjarstjórnin sendir málið áfram til dómsmálaráðuneytisins og það send- ir málið utanríkismálaráðuneytinu. Ut- anríkismálaráðuneytið snýr sér til hinna erlendu yfirvalda, og þar gengur það rétta boðleið. Þegar allt þetta er komið í kring, er hermaðurinn venju- lega farinn af landi burt, og oft reynist þá erfitt að fá hann til þess að viður- kenna faðerni barnsins. Þetta er réttar- staða stúlknanna. Eins og áður getur, er það ekki ósk ungra stúlkna að lenda í slæmu hjóna- bandi eða öðru, sem er því verra. Þær óska eftir góðu heimili og góðum eigin- manni, en samvera íslenzkra kvenna og erlendra hermanna leiðir oftast til þess, að landar þeirra líta þær ekki sömu augum sem áður, og giftingarmöguleik- ar'stúlknanna minnka til mikilla muna þess vegna. Hið opinbera getur lítið áorkað í þessu efni, en þung skylda hvílir á for- eldrum og venslamönnum ungra stúlkna, eins og málum er nú komið,

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.