Akranes - 01.11.1942, Blaðsíða 3

Akranes - 01.11.1942, Blaðsíða 3
akranes 3 Kristín á Jaöri Allir Akurnesingar kannast við þetta nafn; en þessi gamla heiðurskona varð 85 ára gömul 12. nóvember 1942. Kristín er fædd að Hamrakoti í Andakíl 12. nóv. 1857, en það er eitt af kotunum, sem stóð í „túnfætinum“ á Hvanneyri. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson og Þórunn Ólafsdóttir, ættuð úr Borg- arfirði. Áttu þau sjö börn og var Krist- ín þeirra elzt, en ekki var hún nema 12 ára, þegar faðir hennar féll frá. Fékk hún því fljótt að „kanna heiminn“, en ekki hefur það enn bugað hana eða brotið. Móðir hennar bjó áfram á kot- inu með börnunum og kemur þeim öll- um upp, sjálfsagt hefur þurft til þess nokkurn kjark og dugnað, og virðist sem Kristín hafi erft mikið af þeim eig- inleikum frá móður sinni, því ekki hef- ur lífið alltaf „leikið við hana“. Árið 1880 giftist Kristín Jóni Hálf- dánarsyni, efnilegum manni, ættuðum úr Stafholtstungum. Þau byrjuðu bú- skap í Tungunesi við Hvanneyri, en bjuggu þar aðeins í tvö ár. Þá fluttust þau að Ósi og voru þar í eitt ár, þaðan að Bráðræði í eitt ár. Að Jaðri fluttust þau svo árið 1884 og þar var Kristín síðan í 48 ár eða til ársins 1932, er hún hætti búskap og flutti hingað ofan eftir. Þegar þau höfðu verið á Jaðri í fjög- ur ár missti hún mann sinn. En meðan hann lá á börunum, lá hún á móti hon- um „á sæng“ og eignaðist þá sjötta barn sitt. Þetta hafa því hlotið að vera æði erfiðir tímar ofan á allt baslið og fá- tæktina. í bili fannst henni því ekki „sólin skína glatt“, en þegar hún komst á fætur „sást vel til sólar“, og þrátt fyr- ir allt mótlæti og erfiðleika finnst henni að hún hafi verið „sólskinsbarn“. Þegar þau byrjuðu að búa áttu þau eina kind og eina hryssu, en móðir hennar lánaði þeim eina kú. Þau voru dugleg og samhent, hann stundaði sjó og vann að heimilinu jöfnum höndum, hann byggði bæinn; en hans naut ekki lengi við, eins og áður segir. Það hefur því víst engan langað til að standa í sporum Kristínar, enda ekki Öllum hent. Kjarkur hennar og dugnað- ur virtist vaxa við þessa erfiðleika. Móðir hennar kom til hennar og var hjá henni í nokkur ár, því nú varð Kristín að vinna öll karlmannsverkin. Hún sló, batt og reiddi heim, lét niður og tyrfði, færði upp mó og seldi hann, og gerði allt á bænum nema að rista torf. Hún lánaði sjálfa sig og hrossin í mó, gekk á milli „liðlangan daginn“ og fékk eina krónu fyrir sig og aðra fyrir Kristín á Jaðri hestinn. „Það var náttúrlega ekki mik- ið, eins og keppst var við“, segir Krist- in. „Þrátt fyrir alla erfiðleika höfum við aldrei soltið. Það gáfu mér margir í soð- ið, og það hafa allir verið mér góðir“, segir hún ennfremur, „ekki sízt Garða- hjónin Sigmundur og Vigdís, sem voru næstu nágrannar mínir um tugi ára. Það er auðheyrt, að þessi kona hefur ekki fyrst gert kröfur til annarra, og hún er ekki að vanþakka það ,sem henni er gott gert. Það er sjálf- sagt rétt, að það hefur margur „rétt henni“, en trúað gæti ég, að það væri ekki meira en sumir hafa þegið, og lítið fundist td um, og trúað gæti ég, að Kristín hafi stundum endurgoldið „gjaf- irnar í fríðu“, því illa þekki ég kven- manninn, ef hún hefur viljað láta „standa upp á sig“. Þau áttu 6 börn, eins og áður er sagt, tvö þeirra dóu ung, en auk hinna fjögra, ól Kristín upp dótturson sinn alveg, og annan dreng frá 10 ára aldri. Aldrei þáði hún af sveit, — en nærri lá það, þegar hún missti þessa einu kú. — Hún „átti sveit“ í Stafholtstungum og fór þá til þeirra að leita ráða. — Jú, hún gat komið upp eftir. — Nei, hún ætlaði að láta fyrirberast í kotinu, hvað sem það kostaði. Henni var þá fengin ein kýr af 10 eða 12, sem reknar voru heim á „bænum þeim“, hún „lammaði“ með hana út eftir, en ekki hefur það verið yngsta kýrin í hópnum, því ekki var til- tök að „setja hana á nema árlangt“. „Þá komu dagar og þá komu ráð“. Kristín á Jaðri „sleit ekki sínum skóm í vafa- samar ferðir“. Kristín var „margra manna maki“. Hún var ekki að vola út úr smámunum. Hún var kát og fjörug og hafði nógan tíma til alls. Hún kom oft ofan í „Skaga“ og þið skulið ekki halda að hún hafi verið eins og „drusla“. Nei, hún var prúðbúin, alltaf mætti hún á manntalsþingum og mannfundum yf- irleitt. Á öllum jóla- og sjómannasam- komum var hún, og spilaði þá af mikl- um áhuga og „hjartans list“. Það var svo fjörugt í kringum hana, að hún gat a. m. k. „lífgað hálfdauða“. Kristín var ákaflega reglusöm og á- byggileg, hún bað ekki Um það, sem hún ekki gat borgað, og hún dró ekki að borga, þegar hún gat það. Hún fór heldur ekki illa með peninga, — hve- nær átti hún að geta það? — Það mátti miklu fremur segja, að allt yrði að fé í höndum hennar, og'var hún þó enginn „nirfill“. Þegar Kristín átti flestar skepnur, hafði hún þrjár kýr, 30 kind- ur og 5 hross, af þessu má sjá, að hún hefur „lagað. til“ „harðbalakotið“, sem aldrei gat sprottið og aldrei „beit“ á. En þegar Kristín hætti „stríðinu“ 1932, skuluð þið ekki halda að hún hafi skuld- að neitt. Á þeim árum lagði Kristín ár- lega fyrir peninga, ég skal segja ykkur í trúnaði — það voru sömu árin, sem ungir menn höfðu fleiri þúsund krón- ur í árshýru, höfðu sinn eina skrokk að hugsa um, og fengu víxillán fram á miðja vertíð. ,Þetta eru nú borgararnir, sem ríkið ílýtur á“, en þeir fá fæstir „kross“. Kristín er kvenskörungur, gæðakona og göfug sál. Hún er enn ekki „úldin“ eða afundin hún Kristín á Jaðri, heldur kát og fjör- ug, skrafhreyfin og bjart yfir henni. Vér óskum henni til hamingju, þökkum henni fyrir mikið og gott dagsverk, og gleðjumst innilega yfir „uppskeru“ hennar, að fá nú að vera í ellinni, „án þess að þræla“ hjá dóttursyni og konu hans, sem allt vilja fyrir hana gera. Það er gleði og ánægjuefni í öllu losinu og kæruleysinu, að finna fyrir slíkt fólk, því ekki er það á hverju strái. Ó. B. B. Merkisk oruin Þórunn Richardsdóttir Sívertsen verð ur 80 ára 4. desember n. k. Áheit til sundlaugarinnar. Frá N. N. kr. 20.00. Þakkir Axel Sveinbjörnsson. Frððleikssmælki Skammt fyrir utan franska iðnaðar- bæinn Lille, sem nú er oft nefndur í sambandi við loftárásir og liggur ná- lægt landamærum Belgíu, er hundagraf- reitur, og eru í honum grafin mörg hundruð tryggra dýra, sem hafa látið lífið í þjónustu húsbænda sinna. Hús- bændurnir voru nefnilega smýglarar, og hundarnir voru skotnir, þegar þeir voru að gera „skyldu“ sína, en hún var að rása yfir landamærin og flytja tóbak á milli; voru bundin 20 kíló á bakið á hverjum. Fyrir ófrið skutu tollverðir að meðaltali 60 hunda á ári, sem fengust við þessi störf. Sanntrúaðir Múhameðstrúarmenn byggja sjaldan hús eða vefa dúk svo, að beinar línur séu í því eða samræmi (symmetri), og er það af því, að þeir telja Allah einan fullkominn, og að all- ar tilraunir manna til þess að líkja eft- ir fullkomleika hans sé guðlast.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.