Akranes - 01.11.1942, Blaðsíða 6

Akranes - 01.11.1942, Blaðsíða 6
6 AKRANES Andakílsárvirkjon ANNÁLL AKPANESS M inningarsj óður. Fyrir tveimur árum var stofnaður hér minningarsjóður um frk. Soffíu Skúla- dóttur matreiðslukennara. Stofnendur sjóðsins voru þeir nemendur er nutu kennslu frk. Soffíu sál. hér á Akranesi. Hugmynd þeirra, er að sjóðstofnun- inni stóðu var sú fyrst og fremst, að halda uppi minningu hins ágæta kenn- ara, og síðar, er Húsmæðraskóli Akra- ness verður kominn upp og tekinn til starfa, að þá verði skólanum afhentur sjóðurinn og verði þá árlega veitt verð- laun úr honum handa þeirri stúlku, er skarar fram úr með kunnáttu sinni í húslegum fræðum. Ætti það því að véra metnaður okkar að gera sjóðinn sem allra myndarlegastan úr garði. 10. Guðrún, ógift í Reykjavík. Af öllum þessum hóp eru nú (1942) aðeins lifandi: Hallgrímur, Erlendur, Guðjón, Bene- dikt, Kristín og Guðrún. Ég hefi átt tal við Benedikt, Kristínu og Guðjón um móður þeirra. Það má fljótt heyra, hvert dálæti þau hafa haft á henni og hve innilega þeim hefur þótt vænt um hana og virt hana takmarka- laust. Ennfremur, hvað þeim hefur ofboðið erfiðleikar hennar og þrek til að stand- ast þá annarsvegar, og hinsvegar „harð- yðgi aldarinnar“, eins og á stóð, og er það sízt að undra. Um þessa ágætu konu látna, kvað Guðmundur Magnússon skáld eftirfar- andi, og er þessu greinarkorni bezt lok- ið með því, þau eru sannmæli: „Vel var þú byggðir á Bjargi. Bjargföst var trú þín. Bjárgföst var blessun þar yfir, búföngum smáum. Bjargföst var ást þín og blíða, börnunum þínum. Borin af bjargföstu trausti, byggðist þín vinsæld. Byggður á kærleikans bjargi, bærinn þinn jafnan íslenzka gestrisni geymdi, glaðværð og prýði. Alúðar-viðmót við alla, auðga og snauða gerðu’ hann að heiðruðu, háu, höfðingjasetri. Hetja þú varst til hins hinnsta, hugprúð og ráðsnjöll hetja þótt harðlega dyndu, hretviðri lífsins. Þrásinnis þung voru kjörin, þó gaf þér Drottinn geðprýði, góðsemi, ástúð, gleði og sigur. Var mér því að detta í hug, hvort ekki myndu vera einhverjar þær til, af gömlu nemendunum, sem vildu minn- ast fröken Soffíu sál. á fæðingardag hennar, sem er 26. nóv., og senda sjóðn- um smágjöf. Sjóðurinn er geymdur í „Söfnunar- sjóði íslands“, en umsjá hans hér hef- ur stjórn Húsmæðraskóla Akraness, en í henni eru þessar konur: frk. Svafa Þor- leifsdóttir, frú Ingunn Sveinsdóttir og frú Herdís Ólafsdóttir, er þá ekki ann- að en að snúa sér til einhverra þessara kvenna. Tökum nú höndum saman og sýnum hvað við getum áorkað. S. Skógrœktarfélag Akraness. 18. nóvember var stofnað skógrækt- arfélag á Akranesi. Tilgangur félagsins er sá, að efla skógrækt og trjárækt í landi kaupstaðarins. Fyrsta verkefni fé- lagsins verður að koma á fót trjárækt- arstöð.Skógræktarstjóri hefir afhent fé- laginu sáðblettinn innan við kaupstað- inn og mun bráðlega hafist handa um að koma honum í rækt. í stjórn félags- ins voru kosin þau Arnljótur Guð- mundsson, formaður, Hálfdán Sveins- son, ritari og Svafa Þorleifsdóttir, gjald- keri. Fyrir forgöngu félagsins sýndi skógræktarstjóri börnum á skóla- skyldualdri kvikmynd um skógrækt, en kvikmynd þessa sýndi hann a stofn- fundi félagsins. Blaðið mun síðar ræða félagsstofnun þessa og nauðsyn hennar. 75 ára afmœli. Hinn 9. þ. m. varð 75 ára góður og gegn Akurnesingur, Guðmundur Narfa- son á Völlum, sem um langt skeið hefur verið starfsmaður hjá Haraldi Böðvars- syni. Guðmundur er góður drengur, hægur og stilltur, en þéttur fyrir. Hann og kona hans, Júlíana Jónsdóttir, hafa alið upp þrjú vandalaus börn, en aðeins eitt þeirra er á lífi. Guðmundar mun nánar verða getið í þættinum: „Þegar mótorbátarnir koma til sögunnar". Þakkarávarp. Innilegt þakklæti tíl allra þeírra, sem hafa sýnt okkur vinsemd, með heim- sóknum og gjöfum, í veikindum mínum. Sérstaklega viljum við þakka Hallgrími Björnssyni lækni fyrir sína alúð og um- önnun, og ennfremur Iðnaðarmannafé- lagi Akraness fyrir stórmyndarlega bókagjöf í sumar, og nú þann 15. þ. m. fyrir stóra peningaupphæð. Biðjum við algóðan Guð að launa þeim og styrkja ófarna æfibraut. Hjarðarbóli, 17. nóvember 1942. Sigurður Gíslason. Sunnudaginn 1. nóvember var stofn- að hér á /iKranesi féiagið Andakílsár- virkjun. Stoinendurnír eru Mýrasýsla, Jdorgarí j arðarsvsla og Akraneskaup- staður. Á stotnfundi áttu sæti sýslu- nefndarmenn beggja sýslanna og bæj- arstjórn Akraneskaupstaðar. í samþykktum félagsins er svo á- kveðið, að félagið byggi og reki orku- ver við Andakílsá ásamt öllum há- spennulínum og aðveitustöðvum. Fyrst í stað verða einungis reistar háspennu- línur til Akraness og Borgarness, en síðar verður bætt við þessar háspennu- línur eftir föngum. Skilyrði fyrir því, að ný háspennulína verði byggð er það, að nýbyggíngar beri sig fjárhagslega, og er stjórninni óheimilt að ráðast í þær, ef svo er ekki. Rísi deila um það innan stjórnarinnar, hvort ný háspennu- lína ber sig fjárhagslega eða ekki, sker rafmagnseftirlit ríkisins úr þeim ágrein- ingi. Félagið er sameign hinna þriggja sýslufélaga, og bera þau gagnvart þeim, sem eiga kröfur á hendur félaginu sam- eiginlega ábyrgð á þeim. Gagnvart hvert öðru bera þau ábyrgð að einum þriðja hvert. Félagið selur raforkuna við stöðvar- vegg aðveitustöðva (spennubreyti- stöðva). Akranes og Borgarnes eiga eig- in bæjarkerfi og reka þau. — Reksturs- afgangur greiðist aldrei til eigenda virkjunarinnar, heldur skal honum var- ið til aukningar hennar, til afborgana umfram samningsbundnar afborganir til þess að lækka verð raforkunnar eða hann lagður í varasjóð. Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönn- um. Þrjá þeirra kýs bæjarstjórn Akra- neskaupstaðar, tvo sýslunefnd Mýra- sýslu, og skal annar þeirra búsettur í Borgarnesi, en tvo kýs sýslunefnd Borg- aríjarðarsýslu, og skal annar þeirra bú- settur sunnan Skarðsheiðar. Ef ágreiningur rís milli félagsaðil- anna um stækkun virkjunarinnar, verð á raforku, eða önnur atriði, sem þeir telja sig miklu varða, og er þá hverjum þeirra um sig heimilt að skjóta ágrein- ingnum til gerðardóms, er skipaður sé þrem mönnum, tilnefndum af Hæsta- rétti. í stjórn félagsins voru kosnir þessir menn: Haraldur Böðvarsson, Svein- björn Oddsson, Arnljótur Guðmundsson (kosnir af bæjarstjórn Akraness), Jón Steingrímsson og Sverrir Gíslason, Hvammi, kosnir af sýslunefnd Mýra- sýslu, Guðmundur Jónsson, Hvítár- bakka og Sigurður Sigurðsson, Lamb- haga, kosnir af sýslunefnd Borgarfjarð- arsýslu. Á fundi stjórnarinnar 10. þ. m. var Haraldur Böðvarsson kosinn for- maður stjórnarinnar, Jón Steingríms- son ritari og Guðmundur Jónsson vara- formaður.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.