Akranes - 01.11.1942, Blaðsíða 5

Akranes - 01.11.1942, Blaðsíða 5
akranes 5 matar, og fór hún til efnaðs nágranna síns og bað hann að lána sér saltfisk í soðið. Hann spyr með hverju hún ætli að greiða. „Eins og sakir standa hgfi ég ekkert til nema gullhring á hendi mér“, segir Kristrún. Hún fékk eitthvað af fiski, en hann tók hringinn. Til þess að reyna að láta börnin njóta þeirrar menntunar, sem fáanleg var, tók hún að sér að hirða um skólahúsið, en fyrir það skyldi hún hafa 2 börnin end- urgjaldslaust í skólanum. Fékk hún þannig sem svaraði 24 kr. á ári fyrir þann starfa. Það þætti lítið nú. Hún fór seinust í rúmið og fyrst á fætur, beint út í kuldann til að ylja upp í skólastofunum, svo börnin henn- ar þyrftu ekki að verða úti á hjarni menntunarleysisins. Ást og umhyggja góðrar móður fyrir börnum sínum er þrotlaus. Stundum er eins og engin takmörk séu fyrir þreki manna og dugnaði, hús- rúmi og matarfo'rða, þegar hvorttveggja fer saman, áð keppt er að ákveðnu marki og veitt er af góðvild og göfgi. Það er alveg furðulegt en satt, að á þessu heimili, sem hér hefur verið lýst, var bæði „sjúkrahús og gististaður“ oft hvorttveggja í senn. Milli 1880 og 1900 fóru stundum marg- ir norðlenzkir sjómenn til sjóróðra á suðurnes, gengu þá jafnan hingað, en fengu flutning héðan til Reykjavíkur. Lágu þá stundum hópar manna til byrja, stundum fleiri daga. Einu sinni voru þá 14 slíkir langferðamenn á Bjargi í 16 daga samfleytt. Gat náttúr- lega ekki farið vel um alla. En börnin urðu að sofa á gólfinu og á öðrum bæj- um. Þessir menn ætluðu að borga um vorið. Vorið kom en engin greiðsla, svo var oft í þá daga að ekki var krafizt borgunar, og gestir höiðu ekki mikið til að borga með sérstaklega ef illa fiskaðist. Árið 1886 kom hingað sem læknir ágætismaður Ólafur Guðmundsson. Ár- ið eftir var hann beðinn að taka til lækninga sullaveikissjúkling ofan úr Borgarhrepp, Halldór Jóhannesson að nafni. Að hans ráði leitaði faðir pilts- ins til Kristrúnar um húsnæði og hjúkr- un fyrir sjúklinginn. Tók Kristrún það að sér og hafði hann á heimilinu í 12 vikur samfleytt. Fékk hann góðan bata. Eftir þetta var einn eða fleiri sjúkling- ar á hverju ári á Bjargi meðan Ólafur var hér læknir, sömuleiðis í tíð Björns augnlæknis. Á þessum „spítala“ gerðu þeir margvíslegar læknisaðgerðir, svæfðu fólk, tóku limi af o. fl. Einn sjúklingur, Ólafur Kolbeinsson, lá í hnémeini á Bjargi í 70 daga á 3. ár. Systir manns hennar, Guðrún Er- lendsdóttir, átti heima uppi í sveit, og var búin að vera blind í 8 ár. Einn góð- an veðurdag gerir Kristrún sér hægt um hönd, og fer með Björn augnlækn- ír til að skoða Guðrúnu og vita hvort hann telji nokkra von um að hjálpa henni. Björn telur til þess miklar lík- ur. Afræður Kristrún þá þegar að taka hana út að Bjargi, og gerði Björn þar augnskurð á Guðrúnu og fékk hún dá- góða sjón og vann fyrir sér í mörg ár eftir það. Kristín dóttir Kristrúnar seg- ir, að það standi sér enn fyrir hugskots- sjónum, hin innilega barnslega gleði þessarar gömlu konu, þegar í fyrsta sinn var tekið frá augum hennar og hún sér til mikillrar undrunar sá dagsins ljós og velgerðarmenn sína á ný. Þrifnaði og reglusemi Kristrúnar inn- anbæjar var viðbrugðið, gerði hún mikl- ar kröfur til barna sinna og allra í þeim eínum. Allir hlutir urðu án undantekn- ingar að vera á sínum stað. Allt varð að vera hvítskúrað eða sópað og prýtt. Var orð á því gert, hve allt var hrein- legt og vel fyrir komið í þessum torfbæ, og þá ekki sízt í sjálfu eldhúsinu. Allt þetta sýnir yfirburði Kristrúnar í þessu sem öðru, og það, hve hægt var að gera „aínvel í toribæjunum gömlu, þegar dugnaður, útsjón og þrifnaður héldust í hendur. Á þessu heimiii var ekkert til nema auðlegð hjartans og hún í ríkum mæli; og kaldlynd er sú öld og kærulaus, sem ekki gefur konum sem þessari tækifæri til að sitja í hægindastól síðustu ár æf- innar, þó ekki gengi það svo langt, að hún væri borin á „gullstóli“. Kristrún var fyrsta konan, sem gekk í Góðtemplararegluna á Akranesi, var stofnandi hennar og eina konan, sem þar var um tveggja ára skeið. Það sýn- ir vel félagslegan þroska hennar og skilning á málefninu, sem barizt var fyrir, því hægari voru heimatökin hjá einhverri en henni. Hún var síðan allt til æfiloka starfandi temlar og vann þar mikið og óeigingjarnt starf eins og allstaðar annarsstaðar. Hér hefur verið stiklað á stóru í við- burðaríkri æfi afburðakonu, sem var 17 barna móðir og ekkja í 31 ár. Það þarf ekki að segja meira um erfiðleik- ana til þess að komast að raun um, að henni var ekki fisjað saman, og að slík kona hefur ekki í skoðunum sínum bor- izt fyrir vindi ístöðuleysis. En hvaðan fá þessar konur slíkan kraft? Hún þurfti oft að beygja bakið. Hún varð stundum að ganga örðug spor, fella tár og fara bónleið til búða, hún þurfti því oft á miklu þreki og stillingu að halda og miklu jafnvægi sálarkraftanna. Eins og hetja stóð hún upprétt og sigraðist á öllum erfiðleikum, að því er hún sagði, fyrir undraverðan óskiljanlegan kraft er henni veittist að sama skapi í ríkari mæli sem erfiðleikarnir og andstreym- ið var meira. Hún vissi vel, hvaðan henni kom þessi kraftur. Seint og snemma með orðum og athöfnum var henni því ríkast í huga að lofa Guð og þakka honum. Þakka honum fyrir vernd hans og varðveislu við sig á langri æfi. Hún sagðist margoft og margvíslega hafa þreifað á handleiðslu Guðs og fengið svör hans og bæn- heyrslu á óskiljanlegasta hátt og eftir óskiljanlegustu leiðum. Það var þessi fullvissa og blessun, sem jók þrek henn- ar og varð aflgjafi nýrra kærleiksverka, sem hún vildi eftir megni framkvæma til að gefa Guði dýrðina. Þrátt fyrir annir og umstang hafði Kristrún nógan tíma til heimilisguð- rækni allan veturinn, og voru alltaf sungnir sálmar fyrir og eftir lestur, enda var Kristrún söngvin og hafði góða rödd. Kristrún taldi sig af hendi Guðs hafa þegið margvíslega blessun í ríkum mæli. Börnin voru öll vel gefin og gjörvuleg. Veikindi Hallfríðar voru að vísu eríið fyrr og síðar, en þar var líka líkn með þraut. Það bráði oft af henni, og kom þá glöggt í ljós, hve vel gefin hún var og vel verki farin. Ef til vill var hún bezt gefin af þeim öllum. Komu gáfur hennar líka vel í ljós, þegar hún var veikust, því hún var óvenjulega orð- heppin og gat verið mjög meinyrt. Svo virtist og sem hún vissi ýmsa þá hluti, sem aðrir hölðu ekkert hugboð um. Voru veikindin ef til vill þungbærust fyrir þær sakir, hve hæfileikarnir voru miklir. Síðustu 4 árin á Akranesi var Krist- rún til húsa hjá Guðjóni syni sínum, að síðustu varð hún að fara til Reykja- víkur og leita sér lækninga, og fluttist þá til dóttur sinnar, Kristínar í Garð- húsum í Reykjavík, og manns hennar Þorsteins skipstjóra Sveinssonar, sem hjúkruðu henni eins og hún hafði til unnið. Þar var hún síðasta árið, sem hún lifði, og andaðist þar 18. janúar 1912. Hún var mikið veik síðustu dagana, en fékk rænu síðasta kvöldið, sem hún lifði. Fannst henni engilbirta ljóma í kringum sig, kvaddi ættfólk sitt, ljóm- aði af fögnuði og bað því blessunar Guðs. Síðan leið hún út af sem í hægan svefn. Þannig endaði þessi stormsama æfi með kvöldsólarinnar mikla geisla- flóði, friði og kyrrð. Hún hafði kosið að liggja hjá manni sínum, í Görðum, og var flutt til Akra- ness og jörðuð í Görðum 22. jan. 1912 í góðu veðri, að viðistöddu miklu fjöl- menni. Gengu templarar fyrir líkfylgd- inni með fána sínum. Þegar Kristrún sáluga lézt, voru þessi börn hennar á lífi: 1. Guðlaug, gift Bergsteini Jóhanns- syni, Keflavík. 2. Hallfríður, ógift. 3. Hallgrímur, giftur Súsönnu Clau- sen, ekkju Stefáns Geirssonar Bach- mann. 4. Helga, gift Edilon skipstjóra Gríms- syni. 5. Erlendur, giftur Kristínu Sigurðar- dóttur, Geirmundarbæ. 6. Kristmann, giftur Helgu Níelsdótt- ur frá Lambhúsum. 7. Guðjón, giftur Margréti Helgadótt- ur frá Litlabakka. 8. Kristín, gift Þorsteini skipstjóra Sveinssyni. Reykjavík. 9. Benedikt, giftur Guðrúnu Sveins- dóttur úr Reykjavík.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.