Akranes - 01.02.1944, Blaðsíða 1
111, úrgangur Februar 1944 2• tölublað
„Leyfið börnunum að koma til mín . .
Eftir séra Þorstein Lúther Jónsson
i.
„Leyfið börnunum að koma til mín og
bannið þeim það ekki, því að slíkra er
guðsríkið. Sannlega segi ég yður: hver,
sem ekki tekur á móti guðsríki eins og
barn, mun alls eigi inn í það koma.“ —
Þessum orðum mælti Jesús til læri-
sveina sinna, einhverju sinni þegar feð-
ur og mæður komu með börnin sín til
hans til þess að hann snerti þau. Mikil
hefur trú þeirra verið á Jesú, þessara
feðra og mæðra, og mikils hefur þeim
fundizt um það vert, að hann fengi að
snerta þau, hin hjartfólgnu afkvæmi sín.
Þetta fólk, sem þarna var saman komið,
vildi fela honum börnin sín, að sjálf-
sögðu í þeirri bjargföstu trú, að það
mundi verða þeim til ævinlegrar bless-
unar.
Allir þeir, sem eiga börn eða umgang-
ast þau, vita, að ekkert er dýrmætara
hér í heimi en barnið, sem þeim hefur
verið trúað fyrir. Og heilbrigðir foreldr-
ar geta öllu fórnað fyrir barn sitt. Við
það eru bundnar hinar dýrmætustu von-
ir þeirra. Sakleysi þess og hreinleiki lað-
ar fram allt það bezta og göfugasta í sál-
um þeirra og blessunaróskir þeirra og
bænir fyrir framtíð og hamingju barns-
ins eru svo djúpar og innilegar, að eng-
um orðum verður komið að til að lýsa
því.
Þessi atburður lýsir þá tvennu: Traust-
inu á drottinlegan mátt Jesú og tak-
markalausri ást til barnanna. En það
hlýtur öllum að vera ljóst, að þeir, sem
færðu börnin til Jesú hafi gert það af
ást til þeirra. Óhjákvæmilega hljótum
vér að skilja af frásögninni, að ekkert
gæti verið eftirsóknarverðara fyrir þau
en að þau yrðu helguð honum og bless-
uð af honum. Við það hlaut líf þeirra að
fá meira gildi, vonirnar verða ríkari og
fegurri, framtíðin bjartari og vissari og
eilíf verðmæti óhagganlega bundin hon-
um og helguð.
Síðan Jesús mælti hin ógleymanlegu
orð: „Leyfið börnunum að koma til mín“
og er hann hafði blessað þau, þessar
saklausu og ómótuðu sálir, hafa læri-
sveinar hans á öllum öldum kostað kapps
um að helga þau honum og uppfræða í
hans anda. Og þetta hefur verið gert allt
til þessa og verður enn haldið áfram.
Allir trúaðir foreldrar og uppalendur
leggja megin áherzlu á það í uppeldi
barna sinna að innræta þeim kristna trú
svo, að hún megi gegnsýra allt hugarfar
og breytni þeirra. Og þetta er ekki gert
út í bláinn, heldur af því að reynslan
sjálf hefur skorið úr um það, að ekkert
er hollara né haldbetra fyrir manninn
sjálfan og þá, sem með honum eru, en
einmitt þetta: að eiga Jesú að leiðtoga
lífs síns. Hvort sem maðurinn er snort-
inn hinni innilegustu gleði eða sleginn
hinni dýpstu sorg, hvort sem hann bað-
ar í rósum eða á í hinum mestu erfið-
leikum, og hvort sem hann er heilbrigð-
ur eða sjúkur, reynist þetta ávallt hinn
dýrmætasti fjársjóður. í meðlætinu
verður gleði vor ávallt sönn og upp-
byggileg, og í erfiðleikum og and-
streymi verðum vér sterk og hugrökk.
í uppeldi barna og unglinga var þetta
takmark haft fyrir augum, með upp-
fræðslu munnlegri og bóklegri og kristi-
legu fordæmi. Og vér minnumst e. t. v.
sjálf kyrrlátra kvöldstunda, þegar oss
voru flutt heilög vísdómsorð í einföldum
stefjum. Vér eigum slíkum stundum
mikið að þakka, meira en vér vitum
sjálf, því að þá var sá grundvöllur lagð-
ur, er vér máttum hiklaust byggja á,
þegar vér fórum að lifa lífinu á eigin
spýtur og bera sjálf ábyrgð á gjörðum
vorum. Þessi grundvöllur, sem varð oss
þá, er mest reið á, veiga mesta stoðin til
að byggja líf vort á persónulegri reynslu
um eilíf sannindi.
En þó að slík sé reynsla fjölda margra
á öllum öldum, er það hinsvegar stað-
reynd, að margir eru þeir, sem ekki vilja
viðurkenna þetta og vinna markvíst að
því að uppræta öll kristileg áhrif á upp-
eldi barna og unglinga. Á síðustu ára-
tugum hefur verið unnið að því að grafa
undan trúarlífi manna opinskárra en
nokkru sinni áður — unnið að því í létt-
úð og skammsýni. Ávextir þessa starfs
eru að koma í ljós og það víðar en varir.
Og þetta hefur borið þann árangur, að
það er ekki laust við að margir þeirra
manna, sem sáð hafa til trúleysis og frá-
hvarfs, skelfist þegar þeir sjá ávexti
síns eigin sæðis.
Menn predika frelsi af klafa fornra og
úreltra hugmynda. Ávextirnir eru taum-
leysi og virðingarleysi fyrir sjálfum sér
og öðrum. Menn predika, að hin fornu
boðorð skuli úr gildi felld — hinn nýi
og upplýsti maður skal engin boðorð
þurfa. Ávextirnir eru fótum troðin lög
Guðs og manna, ábyrgðarleysi gagnvart
skyldunum við heildina, stjórnleysi í
kröfum til annarra, lágmarkskröfur til
sjálfs sín. Menn predika ný viðhorf í
hjúskapar- og ástamálum. Ávextirnir
eru sundruð heimili.
Þetta er ljót saga, og það nýtur þess
enginn að hún sé rifjuð upp hér, en hitt
er annað mál, að alvörumenn, sem ekki
láta sér á sama standa, að komandi kyn-
slóð farist í léttúð og andvaraleysi, hafi
þetta í huga svo að þeir sjái betur, hvert
stefnir. Það er því ekki óeðlilegt, þó að
þetta mál sé hugleitt og rætt, fund eftir
fund, af þeim mönnum, sem sjá hvílíkur
voði er hér á ferðum og vilja að eitthvað
sé gert til að afstýra honum og bjarga
því, sem bjargað verður. Og voðinn er
meiri og afdrifaríkari fyrir það, að nið-
urrifsmenn vorra tíma túlka lífsskoðun
sína fyrir börnum og unglingum — hin-
um ólífsreyndu og ómótuðu einstakling-
um þessarar þjóðar —, sem er eins og
leir í höndum mannsins, sem á að vera
kominn til vits og ára. En sá leir getur
orðið að hreinasta listaverki í höndum
þess, sem vill móta hann með allri gát
og fullri hollustu við allt það göfugasta
og bezta í tilverunni, en sem hinsvegar
getur orðið að fullkomnum óskapnaði í
höndum afvegaleiddra og óhlutvandra
manna.
„Leyfið börnunum að koma til mín“,
sagði Jesús forðum. Það gerðu menn og
reyndu, að það hafði hin blessunarrík-
ustu áhrif í bráð og lengd, og undir öll-
um kringumstæðum. Og mér er óhætt að