Akranes - 01.02.1944, Qupperneq 2

Akranes - 01.02.1944, Qupperneq 2
14 AKRANES fullyrða, að það er að því takmarki, sem allir alvarlega hugsandi uppalendur vilja keppa að og trúa statt og stöðugt, að hjá honum einum sé lausnina að finna í hinu knýjandi vandamáli: Upp- eldi barna og unglinga. II. Það eru einkum þrír aðilar, sem eru jafn ábyrgir í þessum efnum og eiga því að standa sameinaðir að lausn þessara mála. Það eru: Kirkja, heimili og skólar. í rauninni getum vér sagt, að kirkjan, sem samfélag kristinna manna, hafi inn- an sinna vébanda tvo síðustu aðilana. Til þeirra á hún að veita straumum sínum, er vökvi og næri krafta þá, sem þar eru virkir, laði þá og leiði til að vinna markvíst að uppbyggilegri mótun kom- andi kynslóðar í anda hans, sem einn hefur lifað fullkomnastur og beztur, Jesú Kristur. í fljótu bragði gæti mörgum fundizt þetta liggja opið fyrir, og að kirkjan ætti að vera þess megnug að gera þetta. En vér megum ekki ganga fram hjá þeirri staðreynd, að efnishyggjan, sem flæddi hér inn yfir landið fyrir síðustu aldamót og taumlaus fríhyggja, sem í kjölfar hennar fylgdi, af því að menn gátu ekki alveg tafarlaust sleppt allri von, hefur truflað samstarf þessara vold- ugu þátta í uppeldi þjóðarinnar og jafn- vel klofið þá að í mörgum greinum. Og vér getum heldur ekki gengið fram hjá því tímanna tákni að báðar þessar upp- lausnarstefnur eiga, eða virðast eiga, miklum vinsældum að fagna í dag. En báðar eiga þær sammerkt í því að skapa lítilsvirðingu — já, óvirðingu á boðskap Krists, sem kirkjan hlýtur að byggjast á. Efnishyggjan kemur beint fram, sem erkióvinur kirkjunnar og afneitar ein- dregið boðskap hennar um annað líf. En fríhyggjan, sem í rauninni er engin stefna, og birtist í jafn mörgum mynd- um og fríhyggjumennirnir eru margir, telur kirkjuna þröngsýna og langt á eft- ir tímanum, af því að hann eða hún geta ekki fellt sig við boðskap hennar,hversu mikill sannleikur, sem hann þó er. Af því er þessi viðsjárverði og hættulegi talsháttur mörgum orðinn munntamur: „Þetta, sem prestarnir eru að segja okk- ur.“ Og er þá vitanlega meint, að eng- inn skyni borinn maður geti trúað þeim firrum. Þessir óheppilegu straumar hafa ekki farið fram hjá heimilunum. Allt fram til síðustu ára var heimilisguðrækni al- menn í sveitum landsins, en er nú alveg að leggjast niður. Hugsum svo alla þá helgi, þann frið og þá eindrægni, sem slíkar guðsþjónustur veittu, er heimilis- faðir eða húsfreyja opnuðu húslestrar- bókina og heimilisfólkið sameinaðist í bæn og sálmasöng. Og hugsum oss alla þá uppbyggingu og þann þroska, sem hinir ungu fengu á slxkum stundum. Væri fjarri sanni að álykta, að kristin- dómskunnátta barna hafi þá farið að hraka, er sá siður fór að leggjast niður? En af hverju lagðist þessi siður niður? Ég þori hiklaust að fullyrða, að það hafi farið að síazt eins og ósjálfrátt inn sá hugsunarháttur, að það væri nú eigin- lega ekki til neins að vera að þessu — það væri gagnslaust og óþarfa ómak og tímatöf. Á sumum heimilum dó þetta út með hinum gömlu. Ýmsir hafa þó sakn- að þessa og langar jafnvel til að taka þennan sið upp aftur og virðast kannast við gildi hans fyrir heimilislífið og börn- in, en langflestir koma sér ekki að því að byrja. Það er engu líkara en að farið sé að hafa guðsorð um hönd sem hvert annað feimnismál, en það á alls ekki að vera, heldur raunhæf nauðsyn. Alveg eins og matur og drykkur er nauðsyn- legur til viðhalds og þroska líkamanum, eins er Guðs heilaga orð nauðsynlegt til viðhalds og þroska sál vorri og anda. „Andvana lík til einskis neitt, er að sjón, heym og máli sneytt, svo er án bœnar sálin snauð, •— sjónlaus, köld, dauf og rétt steindauð.“ Þannig kvað trúarskáldið vort góða, í námunda við þann stað, sem vér nú dveljum á. Hann kvað einnig þetta: „Geföu að móöurmálið mitt, minn, Jesú, þess ég beiði, — frá allri villu klárt og kvitt — krossins orð þitt út breiði. — Um landið hér, til heiðurs þér, — helzt mun það blessun valda. — Meðan þín náð — lætur vort láð, — lýði og byggðum halda.“ Hvort er nú svo komið, að íslenzk heimili geti ekki tekið undir þetta inni- lega og sanna bænarstef, svo að hið heil- aga orð verði aftur lifandi á vörum fólksins, og börnin mættu drekka áhrif þess inn í sig með móðurmjólkinni, eins og var og á að vera? Ég veit, að það eru mörg heimili, sem geta tekið undir þessa bæn, en þau eru líka mörg, sem ekki kæra sig um það. Ásamt heimilunum vinna skólarnir að uppeldi æskulýðsins. Frá því að barnið er sjö til tíu ára, fram undir tvítugt og þaðan af lengra, hafa skólarnir það und- ír handleiðslu sinni, mikinn hluta ársins og reyna að gefa því veganesti fyrir líf- ið. Skólar landsins eru margir og í mörg- um greinum og hefur almenningur mjög greiðan aðgang að þeim, enda eru þeir mikið sóttir. Kennarastéttin er mjög virðuleg stétt og full áhuga fyrir velferð skóla sinna og láta þeir sér yfirleitt annt um framtíð nemenda sinna. Fyrir áhuga þeirra í starfinu eru oft gerðar ýmsar breytingar á fyrirkomulagi skólahalds og kennslu, sem eiga að miða til bóta. Og eins leggja þeir á sig að kanna nýj- ar stefnur í skólamálum. Baka þeir sér með því aukaerfiði og oft aðfinnslur, sem eru stundum bæði hvatskeytlegar og vægðarlausar. Vitanlega verður hver og einn að sæta gagnrýni, og ber að þakka hana, en hún þarf að vera skyn- samleg og henni þarf að stilla í hóf, og ekki sízt þegar um er að ræða starf, sem unnið er af fórnfúsum og góðum hug. En það, sem hlýtur að vekja athygli allra hugsandi manna er það, hversu kristindómsfræðslunni er lítill gaumur gefinn og nærri eingöngu lögð áherzla á að auka vitsmunalegan þroska barns- ins með því að kenna því almenn þekk- ingaratriði, en hins síður gætt, að kapp- kosta að móta skapgerð og innræti þess á kristilegum grundvelli, svo að allt líf barnsins þaðan í frá miðist við hina há- leitustu siðgæðishugsj ón. Vitanlega eiga fræðslulögin sinn þátt í að svona er. Og það er ekki hægt að neita því, að kristindómsfræðsla í skól- um landsins er höfð að hornreku, í stað þess að allt nám á að byggjast á henni. Mér er óhætt að fullyrða, að ekkert jafnast á við kristindóminn til að göfga og siðbæta breytni bafna og unglinga, hvað þá stendur honum framar. Talar reynslan sínu máli þar. Þegar á barna- skólaárunum koma fyrir ýms vandamál í lífi og breytni barnanna, svo að oft horfir til vandræða á mörgum sviðum, og framtíð barnanna er oft í voða. Svo fjölgar þeim og vandamálunum, meðal unglinganna. En það er eftirtektarverð- ast í þessum efnum, að þau börn og þeir unglingar, sem tekið hafa ákveðna af- stöðu með Jesú Kristi eru aldrei í þeim hópi, sem vandræðum og áhyggjum valda, og vér hljótum að þekkja þess mörg dæmi, að slíkir unglingar gera sér far um að hafa áhrif á jafnaldra sína til góðs, bæði með beinum afskiptum og góðu fordæmi. Það getur ekki verið neitt álitamál, að þjóðfélag, er kristið er og heldur kirkju og prestastétt, má ekki ganga svo fram hjá þeirri grein uppfræðslunnar, sem beztan gefur árangur til bóta. Það á að vera krafa þegnanna, að þetta breytist — ekki einasta í barnaskólunum, heldur líka í unglinga- og æðri skólum lands- ins. Að öðrum kosti er mikil hætta á því að þjóðin afkristnist áður en varir, enda verður að gera aðrar kröfur til skóla í kristnu landi en þar, sem heiðin- dómur ríkir. Svo vel þekki ég marga í kennarastétt, að þó margir séu þeir, sem eru andvígir kirkju og kristindómi, eru þeir margir, sem sjá nauðsyn þessa og eru bæði trú- aðir menn og kirkjulega sinnaðir. En fræðslulögin, eins og þau eru úr garði gerð, stuðla ekki að því að skapa nauð- synlega áherzlu á aukna uppfræðslu í kristnum fræðum. Námsefnin eru svo mörg, að ekki er svo auðvelt að leggja meiri tíma í eitt fagið fram yfir það, er reglugerðin hljóðar upp á. Framh.

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.