Akranes - 01.06.1944, Síða 18

Akranes - 01.06.1944, Síða 18
78 AKRANES ANNÁLL AKRANESS Hátíðahöldin á Akranesi í tileíni af fullveldistökunni og 80 ára verzl- unarafmælis staðarins, 18. júní 1944. — Dagskrá: Kl. 10 árd. Hátíðaguðsþjónusta í kirkjunni. Kl. 1 Mannfjöldinn safnast saman á skóla- blettinum. Þaðan hefst skrúðganga sem flestra bæjarbúa. Gengið verður niður Vesturgötu, um Bárugötu, Suðurgötu á Óðinstorg og þaðan á hátíðasvæðið á Kirkjuvallatúni. Lúðrasveitin Svanur spilar. Þar fer þetta fram: Fánahylling. Lúðrasveitin: Rís þú unga íslands merki. Ávarp bæjarstjóra. Lúðrasveitin: Ég vil elska mitt land. Pétur Ottesen: Fullveldisræða. Lúðrasveitin: ísland ögrum skorið. íþróttasýningar og kappglíma. Verðlaun afh. Lúðrasveitin: Ó, Guð vors lands. Kl. 9 um kvöldið í Bíóhöllinni: Afmælisræða: Ól. B. Bjömsson. Karlakór syngur. Kjartan Ólafsson skáld: Kvæðaflokkur í til- efni af afmælinu. Fjallkonan kemur fram með börn sín. Blandaður kór syngur. Dansleikur í Báruhúsinu um kvöldiö. Gjafir og greiðslur til blaðsins: Frá Sveinsínu Sigurðardóttur 2. og 3. árg. kr. 40.00. Óskari Halldórssyni 100 krónur Guðjóni bónda Rögnvaldssyni fjögur eintök 3. árg 100 kr. Magnúsi Þórarinssyni Reykjavík 100 kr. Vígsla Bjarnalaugar fór fram á sjómannadaginn 4. júní að við- stöddu miklu fjölmenni. Athöfnin var öll hin ánægjulegasta og fór mjög hátíðlega fram. — Vígsluræðuna hélt Ól. B. Björnsson og afhenti hann fyrir hönd þeirra aðila er stóðu að bygg- ingunni, laugina bænum að gjöf, skuldlaust. — Bæjarstjóri þakkaði fyrir hönd bæjarins með ræðu. Guðmundur Kr. Guðmundsson formaður íþróttanefndar ríkisins hélt ræðu og sömuleiðis Ben. G. Waage, forseti í. S. í. Frá þessu öllu, sem og öðrum hátíðahöldum á sjómannadaginn hér, verður rækilega sagt í blaðinu síðar. Bryggjugerð i sumar Ákveðið hefur verið að hefja byggingu báta- bryggju innan við hafnargarðinn nú á þessu sumri. Verkið er þegar hafið. Samband borgfirzkra kvenna Dagana 7.-9. júní s. 1. hélt Samband borg- firzkra kvenna 13. ársfund sinn á Akranesi. Fundinn sóttu 20 fulltrúar frá 12 kvenfélög- um, en fleiri félög eru ekki í sambandinu. Auk þess var öll stjórn sambandsins mætt, þær Svafa Þórleifsdóttir, Akranesi, formaður, Ragn- hildur Bjömsson, Borgarnesi, ritari og Sigur- björg Björnsdóttir, Deildartungu, féhirðir. Á fundinum mættu og þær Geirlaug Jónsdóttir, formaður húsmæðraskólaráðs, Guðrún Péturs- dóttir, Reykjavík, frá Kvenfélagasambandi ís- lands og Aðalbjörg Sigurðardóttir, er flutti er- indi á fundinum um skólamál. Merkustu samþykktir fundarins, auk ýmsra samþykkta varðandi félagsmálin voru þessar: 1. Að unnið sé kappsamlega að því, að koma á fót fullkominni kennslu fyrir væntanlegar kennslukonur í hagnýtri handavinnu, hlið- stæðri eða í sambandi við húsmæðra-kennara- skóia íslands. 2. Að íramfylgt sé ákvæðum um handavinnu- kennslu í öllum barnaskólum landsins, og sé kennslan kerfisbundin. 3. Að tekin verði upp kennsla í matreiðslu fyrir fullnaðarprófsstúikur um land allt með þvi fyrirkomulagi, er bezt hentar á hverjum stað. 4. Að unnið verði að því að athuga mögu- leika á stofnun og rekstri almenningsþvotta- húsa. 5. Að unnið verði kappsamlega að útvegun hvers konar vinnuvéla til heimilisnotkunar, enda keppt að þvi að slíkar vélar verði laus- ar við tolla, hliðstætt við landbúnaðarvélar, jafnt í kaupstöðum sem sveitum. 6. Að athugaðir verði möguleikar á því að koma upp tóvinnuverksmiðju í héraðinu. S. Þ. Hjónaband Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband ungfrú Steinunn Ólafsdóttir frá Reykjavík og Egiil Jónsson frá Ársól. Afmœli i Sigurbjörn Sveinsson Hlíð varð 50 ára 12. júní s. 1. Einar Gíslason Akurprýði verður 75 ára 17. þ. m. Júlíus B. Benediktsson ívarshúsum verður 50 ára 4. júlí n. k. Frú Guðrún Jónsdóttir Vesturgötu 45 verður 85 ára 4. júlí n. k. Árni Bergþórsson Ráðagerði verður 70 ára 8. júlí n. k. Frú Kristín Guðnadóttir Óðinsgötu 3 verður 50 ára 13. júlí n. k. Frú Þórunn Sigurðardóttir Melkoti verður 80 ára 20. júlí n. k. Gjafir og áheit til Bjarnalaugar: Áheit frá h.f. Víðir 2000 kr. Gjöf frá Árna Guðnasyni 100 kr. Frá Óskari Hallórssyni 1000 kr. Petrínu og Pétri Ottesen 500 kr. Knatt- spyrnuíélagi Akraness 1500 kr. Hljómsveit Akraness 1030 kr. H.f. Hængúr kr. 5135.40. Frá Margréti Nikulásdóttur til minningar um for- eldra hennar og ömmu 1000 kr. Árna Kristins- syni 1000 kr. Ólafi Ásmundssyni til minningar um föður hans, sem andaðist á síðastliðnum vetri 93 ára að aldri 1000 kr. Gísla Vilhjálms- syni 200 kr. Önnu Jónsdóttur Bjargi 50 kr. Til minningar um Þorvald heitinn Ólafsson, konu hans Sigríði Eiríksdóttur og son þeirra Tómás, frá börnum þeirra hjóna 2500 kr. Frá Þóroddi Oddgeirssyni 1000 kr. Til minningar um Sigurð heit. Jóhannesson og konu hans Guðrúnu Þórð- ardóttur frá börnum þeirra 2000 kr. Sóffaníasi Guðmundssyni 100 kr. Frá Einari Ólafssyni til minningar um föður hans Ólaf Árnason, sem varð bráðkvaddur í róðri 1886, og til minning- ar um bróður hans, Pál, sem drukknaði á Reykjavíkurhöfn árið 1900 kr. 500.00. Frá ó- nefndum 120 kr. Frá Guðmundi Bjarnasyni Minni-Borg 50 kr. Birni Lárussyni Ósi 100 kr. Til minningar um Bjarna Ólafsson og Þórð Ás- mundsson frá Ólafi Finsen lækni 500 kr. Innilegustu þakkir. Níels Kristmannsson. Axel Sveinbjörnsson. Ól. B. Björnsson. Þakkir Hjartans þakkir til allra, nær og fjær, sem auðsýndu mér vinarhug með heimsókn, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu þann 31. maí 1944. — Guð blessi ykkur öll. Guðjón Sigurðsson Dægru. Leiðrétting í síðasta blaði hefur fallið niður nafn Kol- beins ívarssonar, þar sem talað er um börn ívars Helgasonar. Kolbeinn var hér bakari síðar og mun verða getið í því sambandi. Söngskemmtun í Bíóhöllinni Með Bíóhöllinni hefur aðstaða batnað mikið til þess að geta notið listræns flutnings söngs og leikja. Gagnvart leikflutningi má þó segja, að enn sé þetta ofmælt, þar sem leiksviðið hefur ekki verið útbúið fullkomlega til þeirra hluta, en vonandi verður fljótlega úr því bætt. Þegar því þessi bætta aðstaða er fengin, er það sorg- legt, ef Akurnesingar notfæra sér ekki þann menningarauka, sem í því felst að geta hlustað á góðan söng, sem þar kann að vera boðinn, hvort sem fluttur er af heimafólki eða aðkom- andi. Hinn 7. maí s. 1. hélt ungfrú Anna Þórhalls- dóttir frá Reykjavík söngskemmtun í Höllinni. Ungfrúin hefur mjög laglega rödd, og fer eink- ar smekklega með verkefnin. Voru þó sum lög- in allerfið. Undirleik annaðist ungfrú Anna Péturss af mikilli smekkvísi. Því miður var skemmtun þessi líklega illa auglýst, enda voru þar mikils til of fáir. Fólk á að sækja þær skcmmtanir, sem hafa eitthvert menningarlegt gildi, a. m. k. til jafns við það lélega, annars getum við orðið samdauna sorp- inu. Barnaskólanum hér var sagt upp laugardaginn 29. apríl s. 1. Alls stunduðu nám í skólanum 292 börn. Braut- skráð voru að þessu sinni 46 börn. Við skólauppsögn barst fullnaðarprófsbörn- um 500 kr. í ferðasjóð sinn frá Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. Síðastliðið vor, 1943, gaf sami maður fullnaðarprófsbörnum 300 krónur í ferðasjóð. Mun þetta vera fágæt rausn við skólabörn hérlendis. „Vorið skrifar völl og hlíð . . .“ Við megum ekki spilla vorsins yndi og feg- urð sumarsins með alls konar óþrifnaði og kæruleysi. Prýðum bæinn okkar, sem mest við megum, því það veitir okkur ánægju og kem- ur öðrum til að feta í fótspor okkar. J

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.