Akranes - 01.07.1944, Síða 1
///.
argangur
Júlí—ágúst 1944
7.—8. tölublað
Island
frjálst
Hinn 17. júní s. 1. var á Þingvelli lýst
yfir lýðveldisstofnun á íslandi, að und-
angenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um
sambandsslit við Dani og um lýðveldis-
stofnunina. Þátttakan í þessum kosn-
lngum var einstæð og athyglisverð, og
lofar vonandi góðu um að svo fagurlega
°g í einingu andans verði allt gert af
þeim sama fjölda til að standa vörð um
hið endurheimta frelsi þessarar litlu
^enningarþjóðar. Ef vér ekki gerum
Það, bregðumst vér sjálfum oss, land-
lnu og öllum þeim, sem öfluðu oss frels-
isins á ný og einnig Guði vorum.
A þessum sama stað var því yfir lýst
af fjölda erlendra ríkja, að þau myndu
virða þessa frelsisyfirlýsingu vora, og
viðurkenndu þetta litla ríki sem jafn-
rettháan aðila sjálfum þeim til þess að
þ&fa áhrif á gang mála á ráðstefnum
ri"kj a hér eftir.
Á þessum fornhelga stað var og í
fyrsta sinn kosinn af Alþingi Forseti ís-
iQnds. Til þess veglega starfs var kosinn
herra Sveinn Björnsson, er verið hafði
rikisstjóri íslands frá því er Danmörk
var hernumin.
Sveinn Björnsson hafði glæsilegan
starfsferil að baki, margháttaða reynslu
°§ þekkingu til þessa veglega og vanda-
sarna starfs, er hann nú var kjörinn til.
Hann er viðurkenndur gáfmnaður,
mannkostamaður og kristinn maður.
Sumar af stórþjóðum heimsins hafa fyrr
og síðar lagt megináherzlu á þessa þrjá
meginkosti sinna forystumanna. Slíkir
kostir voru snemma lagðir til grund-
vallar veglegra embætta á landi hér og
verður vonandi lengi enn.